Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 30
TGE er hægt að fá með þremur vélar- stærðum, með drifi að framan, aftan eða aldrifs- bíl, beinskipta sem og tölvuskipta. Grímur Fannar Eiríksson MAN TGX 33.580 6X4 LL í tveimur fallegum litum. Innréttingarnar í MAN TGX eru stílhreinar og glæsilegar. „Þessi bílar eru allir með aldrifi en MAN bílarnir eru ákaflega sterkir á þeim markaði enda mikið notaðir við erfiðar að- stæður eins og við snjómokstur á heiðum víða um heim,“ segir Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti. MYNDIR/ERNIR Flottasti fóðurbíll landsins, að mati Gríms Fannars Eiríks-sonar, sölumanns hjá Krafti, er nýi MAN TGX 26.500 LL bíllinn sem Fóðurblandan fékk afhentan nýlega. „Bíllinn, sem er mjög vel útbúinn og öflugur, er með ábygg- ingu frá VM Tarm í Danmörku og kerru en fyrirtækið sá einnig um að smíða tankinn og annan búnað samkvæmt ósk Fóðurblöndunnar. Bíllinn getur bæði blásið og sogið og þannig nýtt sig og kerruna saman þegar þess þarf. Sannarlega flottur búnaður frá þessum flottu aðilum hjá VM Tarm.“ Á næstunni koma til landsins fimm bílar sem eiga að fara í verk- efni sem vetrarþjónustubílar segir Grímur. „Þessi bílar eru allir með aldrifi en MAN bílarnir eru ákaf- legar sterkir á þeim markaði enda mikið notaðir við erfiðar aðstæður eins og við snjómokstur á heiðum víða um heim.“ Breytingar hjá MAN Það eru miklar breytingar í vændum í stóru bílunum frá MAN segir Grímur. „Nú þegar getum við boðið bíla með örbylgjuofni, kaffivél og sjónvarpi en margir hafa beðið eftir þessum lausnum frá þeim. Á næstu tveimur árum eigum við eftir að sjá stórar breyt- ingar í stærri týpunum frá MAN þannig að það eru svo sannarlega spennandi tímar fram undan hjá Krafti.“ Nú eru tvær nýjar rútur á leið- inni sem Kraftur hefur fest kaup á segir Grímur. Um er að ræða nýja Lion’s Coach rútu sem tekur 49 manns og er vel útbúin og nýja Neoplan Tourliner rútu sem er einnig 49 sæta og full af nýjungum. „Við hlökkum mikið til að taka utan af þeim en þær eru væntan- legar í lok nóvember og verða hér til sýnis hjá okkur að Vagnhöfða 1-3 í desembermánuði. Við erum að bæta þessum bílum inn í bíla- flota okkar enda stórglæsilegir bílar sem eiga fullt erindi á götur landsins. Það er mikið um að vera hjá MAN í fólksflutningabílum auk þess sem fyrirtækið er einnig að hasla sér völl í smærri týpum bíla.“ TGE bíllinn væntanlegur MAN fjölskyldan stækkar enn frekar hjá Krafti á næstunni og þar nefnir Grímur helst TGE bílinn sem verður brátt á boðstólum. „Það er mikið búið að spyrja um hann en fram að þessu hefur MAN ekki haft undan við að sinna Mið-Evrópu. Því höfum við, eins og margir aðrir, ekki fengið þennan stórglæsilega bíl fyrr en núna.“ Frá og með áramótum er því hægt að panta TGE segir Grímur. „TGE er hægt að fá með þremur vélarstærðum, með drifi að framan, aftan eða aldrifsbíl, beinskiptan sem og tölvuskiptan. Hann fæst sem hefðbundinn sendibíll til dreifingar í pallbíl með krana og í flottum ferðaþjónustubílum og allt þar á milli. Þessir bílar eru smíð- aðir á grind sem þýðir að alls konar lausnir eru fáanlegar varðandi útbúnað frá verktakanum. Það er mikil eftirvænting hjá okkur og satt að segja erum við eins og krakkar að bíða eftir eftirréttinum.“ Breytingar í vændum frá MAN MAN fjölskyldan stækkar hjá Krafti á næstunni þegar TGE bíllinn verður til sölu. Nýlega fékk Fóður- blandan afhentan nýjan MAN TGX 26.500 LL bíl frá Krafti sem er einn flottasti fóðurbíll landsins. KYNNINGARBLAÐ 13 F Ö S T U DAG U R 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.