Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 12
Þór Þ. - Grindavík 90-80 Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24, Gintautas Matulis 17, Kinu Rochford 14, Ragnar Örn Bragason 13, Emil Karel Einarsson 10, Davíð Arnar Ágústsson 6, Halldór Hermannsson 6. Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 29, Ólafur Ólafsson 15, Lewis Clinch Jr. 13, Jordy Kuiper 11, Kristófer Breki Gylfason 5, Hilmar Kristjánsson 3. Tindastóll - Njarðvík 95-73 Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 29, Urald King 16/17 fráköst, Danero Thomas 16, Dino Butorac 11, Viðar Ágústsson 6, Hannes Ingi Másson 6, Helgi Rafn Viggósson 3. Njarðvík: Mario Matasovic 16/10 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Maciek Stanislav Baginski 12, Jeb Ivey 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Jón Arnór Sverrisson 4. Haukar - Breiðablik 96-92 Haukar: Haukur Óskarsson 26, Marques Oli- ver 23/11 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 16, Hilmar Smári Henningsson 11, Kristinn Marinósson 7, Arnór Bjarki Ívarsson 5. Breiðablik: Christian Covile 25, Snorri Hrafnkelsson 22, Erlendur Ágúst Stefáns- son 17, Arnór Hermannsson 7, Þorsteinn Finnbogason 6, Hilmar Pétursson 6. Keflavík - Stjarnan 68-66 Keflavík: Michael Craion 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 14, Magnús Már Traustason 10, Gunnar Ólafsson 9, Mantas Mockevicius 8, Guðmundur Jónsson 4,. Stjarnan: Collin Anthony Pryor 15,Ægir Þór Steinarsson 12, Paul Anthony Jones 12, Antti Kanervo 10, Hlynur Elías Bæringsson 10, Tómas Þórður Hilmarsson 4. Efri Tindastóll 8 Stjarnan 6 Njarðvík 6 Keflavík 6 KR 4 ÍR 4 Neðri Haukar 4 Þór Þ. 2 Skallagr. 2 Grindavík 2 Valur 0 Breiðablik 0 Nýjast Domino’s-deild karla KÖRFUBOLTI Kvennalið KR í körfu- bolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfir- standandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæ- felli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jóns- dóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömu- leiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svaka- lega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferl- inum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leik- menn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmið- ið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslita- keppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. hjorvaro@frettabladid.is Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Unnur Tara Jónsdóttir og liðsfélagar hennar hjá KR eru nýliðar í efstu deild kvenna í körfubolta. Það er ekki að sjá að liðið sé að koma upp úr 1. deild sé tekið mið af fyrstu fimm umferðum Domino’s-deildarinnar. Bakvörðurinn Kiana Johnson hefur verið einn öflugasti leikmaður deildarinnar og á stóran þátt í góðu gengi KR-liðsins fyrstu leikina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið. Unnur Tara Jónsdóttir HÓPFIMLEIKAR Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfim- leikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni. Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins. Valgarð Reinhardsson var að keppa öðru sinni á HM og kom fullur sjálfstrausts eftir að hafa komist í úrslitin á EM fyrr á árinu en honum tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta er afar svekkjandi, það fór því miður of margt úrskeiðis í dag. Ég réði því miður ekki við hitann sem var hérna og var ekki nægilega tilbúinn.“ Eyþór Örn Baldursson tók í sama streng og fann fyrir svekkelsi þegar ljóst var að hann kæmist ekki í úrslit. Mistök urðu honum að falli þótt að hann hafi fengið frábæra einkunn fyrir stökk. „Þetta byrjaði vel, við komum spenntir inn í þetta en þá fór eitt- hvað úrskeiðis. Það er svekkjandi en svona er þessi íþrótt og við þurfum bara að einblína á næsta mót.“ Jón Sigurður Gunnarsson náði ekki að beita sér á fullu vegna bak- Hitinn tók á íslenska liðið í Katar Jón Sigurður með lipra takta á hestinum í Doha. MYND/FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS meiðsla sem hafa truflað undir- búninginn og keppti hann aðeins í þremur greinum af sex í gær. „Ég náði að klára þær greinar sem ég tók þátt í og það gekk bara vel. Þetta var skemmtileg upplifun og gefur manni aukna orku til að bæta sig og gera betur í framtíðinni.“ – kpt Fleiri myndir frá HM í Katar frá Fimleikasambandi Íslands má sjá á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS MMA Gunnar Nelson, einn fremsti bardagakappi landsins, snýr aftur í UFC-búrið í desember þegar hann mætir hinum brasilíska Alex Oli- veira í Toronto. Verður bardaginn hluti af UFC 231 bardagakvöldinu. Verður þetta fyrsti bardagi Gunn- ars í sautján mánuði eftir að hafa tapað gegn hinum argentínska Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga þar sem Ponzinibbio pot- aði ítrekað í augu Gunnars þrátt fyrir að það sé bannað í UFC. Oliveira sem er kallaður Kúrekinn er í 14. sæti á styrkleikalista UFC, einu sæti fyrir ofan Gunnar fyrir bardagann. – kpt Gunnar snýr aftur í búrið í desember Gunnar Nelson 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.