Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 27
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Aðeins 200 tengivagnar með sólarrafhlöður á þakinu gætu virkjað nægilegt magn sólarorku til að styðja 3.200 heimili ef orkunni yrði veitt aftur inn í orkukerfið. Þetta kom fram á FTR flutningaráðstefnunni þar sem var til umræðu hvernig vinnuvélaiðnaður- inn gæti hugað að notkun sólarorku til að lækka kostnað við fleira en að knýja aukabúnað í bílunum. Þessir 200 tengivagnar gætu einnig útvegað næga orku til að knýja næstum öll vöruhús eða hafnarmannvirki. Og fleiri tækifæri gætu leynst í flutninga- iðnaðinum varðandi sólarorku. Sem dæmi má nefna að knýja lyftibúnað og að leysa rafhlöðuvanda bílaflotans. Í dag eru möguleikarnir meðal ann- ars: að framlengja líftíma rafhlaða í vöru- og flutningabifreiðum, að auka gæði loftræstingar þar sem hleðsla gæti farið fram á meðan bílstjórar hvílast, að minnka eldsneytisnotkun með því að draga úr álagi á altern- atora á meðan bíllinn er í gangi og minnka raforkueyðslu farartækisins í kyrrstöðu, knýja loftræstingu, samskiptatæki og lýsingu, minnka viðhaldstíma og bilanatíðni vegna hraðrar tæmingar á rafhlöðu og að knýja frystibúnað í tengivögnum. Reynslan sýnir að bílar sem nýta sér sólarorku ná að greiða niður start- kostnað og búnað á einu til tveimur árum og þá eru ekki meðtaldir bónusar vegna umhverfisverndar. „Eitt til tvö ár á bíleign sem kostar kannski fimm, sex ár að borga niður er ekki mikið,“ sagði Jeff Kaufmann hjá sólarorkufyrirtækinu Tahoe Ventures. „Fyrir bíla með lengri líf- tíma tekur innan við ár að koma út á sléttu. Það er hægt að spara umtals- verðar upphæðir með því að setja upp sólar rafhlöður.“ En hversu sterkar sólarrafhlöður þarf til að ná fram þessum sparnaði? Kaufmann segir að 65 vatta plötur sem eru tæplega fermetri í ummál geti safnað 250-400 vöttum á dag, sem er nóg til að minnka raforku- eyðslu í kyrrstöðu og kostnaðurinn sé langt frá því að vera óyfirstíganlegur. Sem dæmi má nefna að 300 vatta plata sem passar á framþakið á meðalstórum vöruflutningabíl getur útvegað næga orku fyrir vörulyftu bílsins, lengt loftræstingarhleðslu í allt að fjóra tíma, viðhaldið hleðslu á rafhlöðum og dregið úr hleðslutæm- ingu þegar bíllinn er í kyrrstöðu. Ýmis fyrirtæki sem smíða sólar- rafhlöður hafa gert sér grein fyrir möguleikum þess að safna sólarorku í vöruflutningabíla og framtíðin virðist björt hvað þetta varðar. Byggt á grein úr www.trucknews.com. 200 tengivagnar gætu séð Sólarrafhlöður opna áður óþekkta mögu- leika á ýmsum gerðum orku- söfnunar. Vöru- flutningabílar sem aka þúsundir kílómetra yfir heitustu og sólrík- ustu svæði jarðar eru kjörnir til að safna sólarorku. Sólarrafhlöður eru settar á þak bílhússins, á hliðar bílsins og jafnvel á alla þá fleti sem sól skín á þegar bíllinn er á ferðinni. Þessi sólarorku- knúni sendi- ferðabíll safnar í sig mikilli orku en hann er sölubás fyrir símakort í Íran. þúsundum heimila fyrir raforku Vertu með og sjáðu meira. Halldór Ingi Steinsson, Sigurður R. Guðmundsson, Sjáðu meira með 10 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.