Fréttablaðið - 26.10.2018, Qupperneq 27
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Aðeins 200 tengivagnar með sólarrafhlöður á þakinu gætu virkjað nægilegt magn
sólarorku til að styðja 3.200 heimili
ef orkunni yrði veitt aftur inn í
orkukerfið. Þetta kom fram á FTR
flutningaráðstefnunni þar sem var til
umræðu hvernig vinnuvélaiðnaður-
inn gæti hugað að notkun sólarorku
til að lækka kostnað við fleira en að
knýja aukabúnað í bílunum. Þessir
200 tengivagnar gætu einnig útvegað
næga orku til að knýja næstum öll
vöruhús eða hafnarmannvirki. Og
fleiri tækifæri gætu leynst í flutninga-
iðnaðinum varðandi sólarorku. Sem
dæmi má nefna að knýja lyftibúnað
og að leysa rafhlöðuvanda bílaflotans.
Í dag eru möguleikarnir meðal ann-
ars: að framlengja líftíma rafhlaða í
vöru- og flutningabifreiðum, að auka
gæði loftræstingar þar sem hleðsla
gæti farið fram á meðan bílstjórar
hvílast, að minnka eldsneytisnotkun
með því að draga úr álagi á altern-
atora á meðan bíllinn er í gangi og
minnka raforkueyðslu farartækisins
í kyrrstöðu, knýja loftræstingu,
samskiptatæki og lýsingu, minnka
viðhaldstíma og bilanatíðni vegna
hraðrar tæmingar á rafhlöðu og að
knýja frystibúnað í tengivögnum.
Reynslan sýnir að bílar sem nýta
sér sólarorku ná að greiða niður start-
kostnað og búnað á einu til tveimur
árum og þá eru ekki meðtaldir
bónusar vegna umhverfisverndar.
„Eitt til tvö ár á bíleign sem kostar
kannski fimm, sex ár að borga niður
er ekki mikið,“ sagði Jeff Kaufmann
hjá sólarorkufyrirtækinu Tahoe
Ventures. „Fyrir bíla með lengri líf-
tíma tekur innan við ár að koma út á
sléttu. Það er hægt að spara umtals-
verðar upphæðir með því að setja
upp sólar rafhlöður.“
En hversu sterkar sólarrafhlöður
þarf til að ná fram þessum sparnaði?
Kaufmann segir að 65 vatta plötur
sem eru tæplega fermetri í ummál
geti safnað 250-400 vöttum á dag,
sem er nóg til að minnka raforku-
eyðslu í kyrrstöðu og kostnaðurinn sé
langt frá því að vera óyfirstíganlegur.
Sem dæmi má nefna að 300 vatta
plata sem passar á framþakið á
meðalstórum vöruflutningabíl getur
útvegað næga orku fyrir vörulyftu
bílsins, lengt loftræstingarhleðslu í
allt að fjóra tíma, viðhaldið hleðslu á
rafhlöðum og dregið úr hleðslutæm-
ingu þegar bíllinn er í kyrrstöðu.
Ýmis fyrirtæki sem smíða sólar-
rafhlöður hafa gert sér grein fyrir
möguleikum þess að safna sólarorku í
vöruflutningabíla og framtíðin virðist
björt hvað þetta varðar.
Byggt á grein úr www.trucknews.com.
200 tengivagnar gætu séð
Sólarrafhlöður
opna áður
óþekkta mögu-
leika á ýmsum
gerðum orku-
söfnunar. Vöru-
flutningabílar
sem aka þúsundir
kílómetra yfir
heitustu og sólrík-
ustu svæði jarðar
eru kjörnir til að
safna sólarorku.
Sólarrafhlöður
eru settar á þak
bílhússins, á
hliðar bílsins og
jafnvel á alla þá
fleti sem sól skín
á þegar bíllinn er
á ferðinni.
Þessi sólarorku-
knúni sendi-
ferðabíll safnar
í sig mikilli
orku en hann
er sölubás fyrir
símakort í Íran.
þúsundum heimila fyrir raforku
Vertu með og sjáðu meira.
Halldór Ingi Steinsson,
Sigurður R. Guðmundsson,
Sjáðu meira með
10 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR