Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 50
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 26. OKTÓBER 2018 Tónlist Hvað? Popparinn Kristian Anttila Hvenær? 20.00 Hvar? Norræna húsið Tónleikar með hinum sænska poppara Kristian Anttila í Norræna húsinu í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Hvað? Post-dreifing útgáfa – Drullu mall #2 Hvenær? 19.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Post-dreifing er útgáfukollektíva sem samanstendur af ungu lista- fólki úr hinum ýmsu kimum gras- rótarsenunnar í Reykjavík. Hópur- inn hefur það að markmiði að auka sýnileika og sjálfbærni í listsköpun í krafti samvinnu. Hvað? Magnús Þór & Árstíðir á Hvolsvelli Hvenær? 21.00 Hvar? Midgard, Hvolsvelli Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sig- mundsson og hljómsveitin Árstíðir byrjuðu árið 2016 að hittast reglu- lega á heimili Magnúsar í Hvera- gerði. Tilgangurinn var upphaflega að æfa saman eitt lag eftir Magnús sem honum fannst henta Árstíðum vel að syngja með sér. Svo vel tókst til að ákveðið var að fullvinna og útsetja í sameiningu 12 lög eftir Magnús Þór sem hafa ekki verið gefin út áður. Platan heitir „Garður- inn minn“ og verður formlega gefin út á næstu vikum, en hún var að hluta til fjármögnuð í gegnum söfn- unarsíðuna Karolina Fund. Hvað? Hjálmar á Húrra Hvenær? 21.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Hinir geggjuðu og skeggjuðu reggí- steggir í Hjálmum snúa aftur á Húrra í kvöld, 26. okt. 2018! Hvað? Kexpakk #3 Hvenær? 20.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Kexpakkserían heldur áfram með látum í kvöld, föstudagskvöldið 26. október. Veturinn er formlega hafinn og því leitum við á náðir tónlistarfólks sem á það sameigin- legt að vera hugljúft og seiðandi til að díla við hryssinginn. Hvað? Senn er komið sólarlag – Söngsveitin Fílharmónía Hvenær? 20.00 Hvar? Langholtskirkja Söngsveitin Fílharmónía heldur hausttónleika sína í Langholts- kirkju í kvöld, föstudaginn 26. október, kl. 20. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk að vanda en þar má nefna The Conversion of Saul eftir Zane Randall Stroope, sem kórinn hefur flutt nokkrum sinnum við góðan orðstír. Viðburðir Hvað? Vísindabragðarefur HR í hádeginu Hvenær? 12.10 Hvar? Háskólinn í Reykjavík Átta fyrirlesarar úr öllum deildum háskólans halda áhugaverða ör- fyrirlestra sem snerta á fjölbreytt- um og ólíkum málefnum. Vísinda- bragðarefurinn hefst kl. 12.10 í stofu M201. Öll velkomin. Hvað? Nýsköpun í loftslagsmálum Hvenær? 12.00 Hvar? Matís, Vínlandsleið Reykjavík Climathon 2018 verður haldið í annað sinn í Reykjavík í dag, 26. október. Loftslagsmara- þon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í 110 borgum í öllum heimsálfum. Climathon snýst ekki aðeins um loftslags- breytingar heldur einnig um innblástur í gegnum nýsköpun. Í gegnum hakkaþon fá þátttakendur tækifæri til að upplifa hvernig hug- mynd verður að veruleika, hvernig tengslanet myndast og þeir fá æfingu í því að kynna hugmyndir fyrir dómnefnd. Hagsmunaaðilar geta tekið þátt og séð hvernig þeir eiga samleið með Reykjavík og verið um leið hluti af alþjóðlegri hreyfingu. Hvað: INKLAW tískusýning og Reykja- vík Ink afmælistónleikar Hvenær: 21.00 Hvar: Gamla bíó INKLAW Clothing mun gefa út vetrarlínu sína og í tilefni útgáfunar mun INKLAW kynna vörulínuna með tískusýningu í Gamlabíó. Strax í kjölfar sýningarinnar mun Reykjavík Ink síðan halda uppá 10 ára stórafmæli sitt með tónleikum Þar sem fram munu koma, Emmsjé Gauti, Herra Hnetusmjör, JóiPé x Króli og Dóra Júlía. Miðaverð er 2000 krónur og 18 ára aldurstak- mark. Hvað? Meistaraspjall við Valdísi Óskarsdóttur Hvenær? 18.00 Hvar? Frystiklefinn, Rifi Viðburðurinn verður haldinn í menningarmiðstöðinni Frysti- klefanum á Rifi í Snæfellsbæ í dag, föstudaginn 26. október, klukkan 18.00. Nanna Frank Rasmussen, formaður Samtaka danskra kvik- myndagagnrýnenda, leiðir spjallið. Hvað? Dazed and Confused – Föstudagspartísýning Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu Myndin fjallar um síðasta árið í menntaskóla hjá hópi unglinga í heimaborg leikstjóra hennar, Richards Linklater, Austin í Texas, á áttunda áratugnum. Hvað? Pitchkvöld Gulleggsins Hvenær? 19.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Valdís Óskarsdóttir verður með meistaraspjall á Rifi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í kvöld, föstudaginn 26. október, kl. 19.00 verður pitchkvöld Gull- eggsins haldið í Gym og Tonik salnum á Kexi hosteli. Þar munu topp 10 teymin spreyta sig og fá 2 mínútur til að kynna hugmyndir sínar fyrir gestum og dómnefnd. Hvað? Stormsker – útgáfuhóf Hvenær? 17.00 Hvar? Eymundsson, Austurstræti Verið velkomin í útgáfuhóf nýrrar bókar Birkis Blæs Ingólfssonar, Stormsker, í Pennanum Eymunds- son í dag, föstudaginn 26. október, kl. 17.00. Léttar veitingar í boði og bókin verður til sölu á sérstöku kynningarverði. Kler (Clergy) (POLISH W/ENG SUB) ......... 17:30 Dywizjon 303 (POL ENG W/ENG SUB) .. 17:45 Hinn seki // Den skyldige .......... 18:00 Föstudagspartí-Dazed and Confused 20:00 Mæri // Border (ICE SUB) ................... 20:00 Danska nýbylgjan - m/Rasmus Kloster Bro Cutterhead + Q&A (ENG SUB) .......... 20:00 Dywizjon 303 (POL ENG W/ENG SUB) . 22:00 Mandy (ENGLISH-NO SUBTITLES) ..............22:10 Hinn seki // Den skyldige ...........22:20 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Í s l e n s k i r o s t a d a g a r 15.–31. okt. Í Ostóber fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta. Af því tilefni hafa veitingastaðir um allt land brugðið á leik og galdrað fram fjölbreytt tilbrigði við ost. Fagnaðu með okkur og smakkaðu bragðgóða íslenska osta í ýmsum útfærslum hjá listakokkum landsins. Reykjavík Grillmarkaðurinn Fiskmarkaðurinn Skelfiskmarkaðurinn Grandi Mathöll Hlemmur Mathöll Akureyri Múlaberg Sauðárkrókur KKrestaurant Egilsstaðir Icelandair Hótel hérað Húsavík Salka Garðabær Mathús Garðabæjar Hafnarfjörður Krydd veitingahús Hveragerði Skyrgerðin Höfn Ottó veitingahús Sælkerabúðir Búrið Ostabúðin Skólavörðustíg Selfoss Tryggvaskáli Ólafsvík Sker veitingahús M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F Ö S T U D A G U R 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.