Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 33
Hver vegur að heim- an er vegurinn heim, en það er uppörvandi og nærir sál og líkama að finna umhyggju og ást að heiman þegar hungrið sverfur að í matarpásum. 555-8000 Rafgeymar á góðu verði Rafgeymar í trukka og tæki Það er svo gott að hugsa heim að heiman. Taka upp nesti og gæða sér á ástinni. Finna óvæntan glaðning í nestisboxinu, kannski kitlandi köku eða matar- mikla samloku sem var samansett af kostgæfni og sérlegri umhyggju fyrir munn og maga bílstjórans. Hápunktur dagsins. Að teygja úr sér í íslenskri náttúru, anda að sér fersku vetrarloftinu og finna glitrandi hrím braka undir fótum á meðan heitu og ilmandi súkkulaði er hellt úr brúsa með kærri kveðju að heiman. Jafnvel sparilegri ástarkveðju, eða bara hvunndags fögrum þankagangi. Allt eftir því hvað ástinni eða jafnvel börnunum liggur á hjarta. Það er óneitan- lega spennandi uppgötvun og vermir hjartarætur. Ástarbréf í nestistöskunni, með hlýjum hugs- unum og söknuði, jafnvel fögrum fyrirheitum þegar heim er komið í faðm þeirra sem bíða og gleðjast innilega yfir hverri heimkomu ferðalangsins. 16 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Ástarbréf í farangrinum er fallegt og óvænt veganesti fyrir bílstjóra á langri leið að heiman. Þegar kalt er úti og löng leið fyrir höndum á þjóðvegum landsins jafnast fátt á við matarmikla beyglu sem nostrað hefur verið við fyrir starfsorku og gleði. Þessi er með þykkri ostsneið, brakandi beikoni, steiktum kjötbúðingi og spældu eggi, smurð með sterku eða sætu sinnepi. Rjúkandi heitt og ilmandi súkkulaði er velkominn förunautur í vetrar- akstrinum og minnir á ósvikinn kærleika og hlýju að heiman. Nýbökuð, ljúffeng og lungamjúk múffa með ferskum berjum og súkkulaðibitum hittir alltaf í hjartastað og er kærkominn endir á notalegri vinnupásu og nestisstund. Ást og umhyggja í farangrinum Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann, segir máltækið, og sannleikskorn í því. Það er eins og samfylgd að heiman að njóta nestis sem er smurt af alúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.