Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 33

Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 33
Hver vegur að heim- an er vegurinn heim, en það er uppörvandi og nærir sál og líkama að finna umhyggju og ást að heiman þegar hungrið sverfur að í matarpásum. 555-8000 Rafgeymar á góðu verði Rafgeymar í trukka og tæki Það er svo gott að hugsa heim að heiman. Taka upp nesti og gæða sér á ástinni. Finna óvæntan glaðning í nestisboxinu, kannski kitlandi köku eða matar- mikla samloku sem var samansett af kostgæfni og sérlegri umhyggju fyrir munn og maga bílstjórans. Hápunktur dagsins. Að teygja úr sér í íslenskri náttúru, anda að sér fersku vetrarloftinu og finna glitrandi hrím braka undir fótum á meðan heitu og ilmandi súkkulaði er hellt úr brúsa með kærri kveðju að heiman. Jafnvel sparilegri ástarkveðju, eða bara hvunndags fögrum þankagangi. Allt eftir því hvað ástinni eða jafnvel börnunum liggur á hjarta. Það er óneitan- lega spennandi uppgötvun og vermir hjartarætur. Ástarbréf í nestistöskunni, með hlýjum hugs- unum og söknuði, jafnvel fögrum fyrirheitum þegar heim er komið í faðm þeirra sem bíða og gleðjast innilega yfir hverri heimkomu ferðalangsins. 16 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Ástarbréf í farangrinum er fallegt og óvænt veganesti fyrir bílstjóra á langri leið að heiman. Þegar kalt er úti og löng leið fyrir höndum á þjóðvegum landsins jafnast fátt á við matarmikla beyglu sem nostrað hefur verið við fyrir starfsorku og gleði. Þessi er með þykkri ostsneið, brakandi beikoni, steiktum kjötbúðingi og spældu eggi, smurð með sterku eða sætu sinnepi. Rjúkandi heitt og ilmandi súkkulaði er velkominn förunautur í vetrar- akstrinum og minnir á ósvikinn kærleika og hlýju að heiman. Nýbökuð, ljúffeng og lungamjúk múffa með ferskum berjum og súkkulaðibitum hittir alltaf í hjartastað og er kærkominn endir á notalegri vinnupásu og nestisstund. Ást og umhyggja í farangrinum Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann, segir máltækið, og sannleikskorn í því. Það er eins og samfylgd að heiman að njóta nestis sem er smurt af alúð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.