Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 35
Ég var á kafi í
mótorsporti í tíu
ár. Það var aðeins of dýrt
en kannski fer ég aftur í
það þegar ég er búinn að
byggja og koma mér fyrir.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Sturla Jónsson segist hafa lært margt á síðustu tíu árum. MYND/ANTON BRINK
Sturla segir að of lítið hafi breyst í íslensku samfélagi á þeim tíu árum sem liðin
eru frá hruni. Hann segir að fólk
eigi helst að forðast allar íslenskar
lánastofnanir. Sturla var með
eigin rekstur fyrir tíu árum. Hann
hefur nú tekið þann rekstur upp
aftur, er með dráttarbíl, belta-
gröfu og vagna. „Það hefur verið
sæmilegt að gera hjá mér en mest
hef ég verið að vinna í nálægð við
Hveragerði og Selfoss. Annars fer
ég um allt land ef þess er óskað,“
segir hann. „Ég hef reynt að koma
fyrirtækinu upp skuldlaust og er
að byggja mér hús rétt hjá Hvera-
gerði,“ segir Sturla sem hefur búið í
Reykjavík en langar að flytja austur
fyrir fjall.
„Í hruninu reyndi bankinn að
stela húsinu mínu af mér. Ég átti
mikið eigið fé í húsinu og öll mín
barátta fól í sér að verja það. Ég
komst í erfiðleika með lausafé og
gat ekki borgað afborgun á réttum
tíma en þá ætlaði bankinn bara að
hirða allt. Mér tókst hins vegar að
selja húsið og átti nægilega mikinn
afgang til að kaupa tæki til rekst-
ursins. Ég er eiginlega á þeim stað
núna að gera hluti sem ég hefði
átt að gera þegar ég var þrítugur,“
segir hann galvaskur en nokkuð
ánægður með hversu vel hefur
gengið undanfarið.
Sturla á konu og þrjá syni, tveir
þeirra eru uppkomnir en einn
á menntaskólaaldri. „Ég fékk 10
hektara eignarlóð rétt fyrir utan
Hveragerði og þar er ég að byggja,“
segir hann. „Maður er bara hálf-
tíma að keyra í bæinn. Ég er búinn
að prófa ýmislegt síðastliðin tíu ár
en allt snerist þetta um að vekja
athygli á óréttlætinu í þjóðfélag-
inu. Það sem ég lærði á öllu þessu
er að fáfræði forðar manni frá van-
líðan. Þegar ég var búinn að kynna
mér allt um það hvernig stjórn-
kerfið virkar sá ég best að réttindi
okkar eru fótum troðin. Ég gerði
mér ekki grein fyrir því áður. Fólk
verður ekki reitt yfir því sem það
ekki veit,“ segir hann. „Þetta fer því
miður bara versnandi.“
Sturla hefur alltaf haft mikla
bíladellu og þá sérstaklega jaðar-
íþróttir eins og til dæmis mótor-
sport. „Ég var á kafi í mótorsporti
í tíu ár. Það var aðeins of dýrt en
kannski fer ég aftur í það þegar ég
er búinn að byggja og koma mér
fyrir. Að minnsta kosti blundar
það alltaf í mér,“ segir hann. „Ég
hef líka haft gaman af því að fara
á ferðabíl á fjöll á vetrum,“ segir
Sturla sem keyrði rútur á tímabili.
„Ég var að vinna fyrir hina og þessa
og tók túra með ferðamenn sem
var virkilega skemmtilegt starf.
Bílar hafa alltaf skipt mig miklu
máli,“ segir Sturla sem mætti á
vörubíl ásamt fleiri bílstjórum
fyrir utan Alþingishúsið með ellefu
líkkistur í hruninu. „Við ætluðum
að jarða þáverandi ríkisstjórn,“
segir hann. „Hins vegar kom stór
jarðskjálfti svo málið vakti ekki
verðskuldaða athygli. Þetta var
engu að síður mögnuð uppá-
koma,“ segir Sturla og viðurkennir
að hann sé ágætlega bjartsýnn um
þessar mundir, sérstaklega fyrir
sjálfan sig.
Aftur kominn í eigin rekstur
Sturla Jónsson var oft kallaður mótmælandi Íslands eftir hrun. Honum fannst illa komið fram
við almenning og vildi láta orð sín hljóma. Meðal annars með því að fara í forsetaframboð.
Getum einnig útvegað rafstöðvar frá 6 til 1000 KVA.
Verktakar,
Iðnaðarmenn,
Húsbílaeigendur
ljosboginn@ljosboginn.isljosboginn.is
Startarar og alternatorar
Fyrir flestar gerðir fólksbíla, jeppa, vörubíla og vinnuvélar.
Höfum einnig varahluti í alternatora og startara
Bjóðum tilboðsverð á ýmsum
stærðum af vinnuvéladekkjum
meðan birðir endast
Vinnuvéladekk
Vorum að fá
nýja sendingu!
18 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Vinnudagurinn er oft langur hjá þeim sem keyra vörubíla og vinnuvélar og jafnvel
langt frá mannabyggðum. Þá
skiptir gott nesti miklu máli sem
hægt er að grípa í með skömmum
fyrirvara. Sloppy Joe er fræg
samloka sem þróaðist í Banda-
ríkjunum snemma á síðustu öld og
samanstendur af nautahakki eða
svínakjöti, lauk, tómatsósu, Wor-
cestershire sósu og ýmsu kryddi,
borið fram í brauði. Alvöru trukka-
samloka!
Dugar á 5-6 samlokur
450 g nautahakk
¼ bolli smátt saxaður laukur
1 msk. gult sinnep
½ bolli tómatsósa
¼ bolli púðursykur
½ msk. Worcestershire sósa
10-12 sneiðar fransbrauð (eða
annað brauð)
6 msk. smjör við stofuhita
3-4 bollar rifinn ostur
Brúnið hakkið á pönnu ásamt
lauknum. Hellið mestu fitunni
af. Bætið við sinnepi, tómatsósu,
púðursykri og Worcestershire
sósunni. Látið malla í 5 mín.
Smyrjið smjöri á aðra hlið allra
brauðsneiðanna. Leggið brauð-
sneiðar með smjörið niður á
pönnu við vægan hita. Setjið rifinn
ost ofan á, næst kjötblönduna
og aftur ost. Lokið með annarri
brauðsneið með smjörhliðina
upp. Steikið í nokkrar mínútur
og snúið nokkrum sinnum þar til
þær eru fallega brúnar og osturinn
bráðnaður.
Samloka í
trukkinn