Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 37
Ég er alin upp á Hróaldsstöðum í Vopnafirði og var ekki nema fimm, sex ára þegar ég fékk
að prófa að stýra bíl í fyrsta sinn.
Áhuginn á bílum hefur fylgt mér
upp frá því, enda var mikið um
alls konar bíla, hjól, tæki og vélar
í sveitinni sem gaman var að vera
í kringum,“ segir Aðalbjörg sem er
búsett á Egilsstöðum. Hún er með
vinnuvélaréttindi og meirapróf á
vörubíla og finnst skemmtilegt að
keyra flutningabíla með tengi-
vagna, en þó aðeins í frístundum
því dagsdaglega vinnur hún hjá
Bílanausti við að selja varahluti og
annað sem tengist bílum og líkar
það vel.
„Einu ökuréttindin sem mig
vantar er meiraprófið svo ég geti
keyrt rútur en ég stefni á að taka
það innan skamms. Kærastinn
minn, Guðlaugur Sindri Helgason,
á nokkra vörubíla og ég vil geta
keyrt þessi tæki,“ segir Aðalbjörg.
Á kafi í torfæru
Þau Aðalbjörg og Guðlaugur hafa
bæði mikinn áhuga á bílasporti og
segir hún lítinn tíma fyrir önnur
áhugamál. Hún situr í stjórn
Akstursíþróttaklúbbsins Starts á
Egilsstöðum og er auk þess í vara-
stjórn hjá Akstursíþróttasambandi
Íslands. Í sumar ákvað Aðalbjörg
að rifja upp gamla takta og keppa
í sandspyrnu líkt og hún gerði
nokkrum sinnum á árum áður.
„Ég tók þátt í Íslandsmeistara-
mótinu í sandspyrnu sem fór fram
á Akureyri og keppti á torfærubíl í
flokki sérútbúinna jeppa. Tíma-
takan gekk mjög vel en bíllinn
bilaði í miðri keppni svo ég lenti
í þriðja sæti. Ég stefni á að mæta
sterk til leiks næsta sumar,“ segir
hún. „Ég hef líka verið mikið í
kringum torfærukeppnir síðustu
tíu árin og aðstoðað við keppnis-
hald. Hér á Egilsstöðum eru reglu-
lega haldnar stórar torfærukeppnir
og Guðlaugur hefur keppt í þessu
sporti um árabil. Ég get vel hugsað
mér að keppa í torfæru en hingað
til hef ég verið honum til aðstoðar,
t.d. komið bílnum á milli staða
og slíkt,“ upplýsir Aðalbjörg en
fjögurra ára dóttir þeirra, Sóldögg
Sara, kemur með á keppnir og
hefur gaman af.
Spurð hvað sé heillandi við tor-
færu segir Aðalbjörg það aðallega
vera spennuna og félagsskapinn í
kringum bílana. „Síðustu tvö árin
höfum við farið með bílinn til
Tennessee í Bandaríkjunum í októ-
ber að keppa. Bíllinn er settur í
gám og fluttur út en keppnin úti er
á vegum Íslendinga. Keppnin sem
slík er svipuð þeirri sem haldin
er hér heima en það myndast allt
önnur stemning í þrjátíu stiga hita
en í grenjandi rigningu og roki hér
heima,“ segir Aðalbjörg glettin.
Hún segir áhuga á aksturs-
íþróttum mikinn og heldur vera að
aukast ef eitthvað er. „Ég held að
torfæran sé vinsælust í dag. Fleiri
þúsund manns mæta á torfæruna
að fylgjast með keppnum.“
Í vor lét svo Aðalbjörg gamlan
draum rætast þegar hún keypti
sér nýja bíl, sportlegan Chevr-
olet Camaro. Bíllinn vekur mikla
athygli hvar sem hún fer, enda
glæsikerra þar á ferð. „Ég er mjög
hrifin af amerískum bílum og hef
átt nokkra slíka vagna. Chevrolet
Camaro er þó í algjöru uppáhaldi
og hefur alltaf verið.“
Ég er mjög hrifin af
amerískum bílum
og hef átt nokkra slíka.
Chevrolet Camaro er þó í
algjöru uppáhaldi.
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Aðalbjörg keppti í sandspyrnu í sumar í flokki sérútbúinna jeppa.
Sóldögg Sara
hefur fylgt for-
eldrum sínum á
ófáar torfæru-
keppnir og hefur
gaman af.
MYNDIR/ÚR
EINKASAFNI
Með bíladellu á háu stigi
Aðalbjörg Ósk
Sigmundsdóttir
var fimm ára
þegar hún settist
fyrst undir stýri
og síðan þá hefur
bílaáhuginn fylgt
henni. Hún á
glæsilegan sport-
bíl og hefur rétt-
indi til að keyra
flutningabíla með
tengivagni.
Sölu- og þjónustuver 515 1100 eða pontun@olis.is.HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
TROJAN
RAFGEYMAR
fyrir vinnulyftur, gólfþvottavélar
og fleiri smærri vélar
Endingargóðir, úthaldsmiklir og traustir. Um langt skeið hafa notendur
um allan heim treyst á Trojan til að skila framúrskarandi afli, en
afkastageta Trojan hefur verið aukin enn frekar með nýjustu tækni.
20 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR