Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 2
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Veður
Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við
suðausturströndina. Víða létt-
skýjað, en skýjað og súld eða snjó-
mugga með köflum austanlands.
Frost 1 til 6 stig, en hiti um og yfir
frostmarki syðst á landinu.
SJÁ SÍÐU 22
Komið inn til lendingar
Einni af kennsluvélum Flugskóla Íslands f logið inn til lendingar á Reykjavíkurf lugvelli í blíðunni í gær. Alls voru sextán lendingar áætlunarf lugs
skráðar í kerfi Isavia fyrir Reykjavík í gær. Flestar komu vélarnar frá Akureyri á vegum Air Iceland Connect, eða fjórar talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SÓLARFILMUR!
Lausnir
fyrir
heimili
og fyrirtæki
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
STJÓRNMÁL „Inni í þessu frumvarpi
er ákvæði um að miða eignarhald
við 115 metra frá stórstraumsfjöru-
borði. Í Jónsbókarlögum er miðað
við sjávardýpt, 6,8 metra. Ef það
tekst að lauma þessum lögum í
gegnum þingið þá erum við tala
um eignaupptöku,“ segir Bjarni M.
Jónsson hjá Samtökum eigenda
sjávarjarða.
Frumvarp forsætisráðherra um
breytingar á lögum um þjóðlendur
er nú til meðferðar hjá allsherjar-
og menntamálanefnd Alþingis.
Hyggjast samtökin senda inn
umsögn áður en fresturinn rennur
út í byrjun desember.
Bjarni segir að um sé að ræða
breytingar á lögum frá 13. öld sem
geti haft mikil áhrif, þá sérstaklega í
Breiðafirði. „Innri Breiðafjörðurinn
er í einkaeign miðað við dýptarvið-
miðið, það verður haft af fólki með
þessum breytingum,“ segir Bjarni.
– ab
Breytingar hefðu
gríðarleg áhrif
Bjarni segir lagabreytinguna hafa
mikil áhrif á hagsmuni í Breiðafirði.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SAMFÉLAG „Námið er bæði krefj-
andi og þverfaglegt og það er bæði
bóklegt og verklegt,“ segir Bryndís
Fiona Ford, skólameistari Hallorms-
staðaskóla. Skólinn tók nýlega mikl-
um breytingum en þar er nú kennd
sjálf bærni og sköpun á framhalds-
skólastigi.
„Við byrjuðum með nýtt nám
hérna núna í haust þar sem við
leggjum áherslu á hugtökin sjálf-
bærni og nýsköpun,“ segir Bryndís.
Nemendum standa tvær náms-
leiðir til boða en innan þeirra
beggja er áhersla lögð á hugtökin.
Valið stendur á milli matarfræði og
textíls.
„Við leggjum mikið upp úr því
að kenna viðurkenndar aðferðir
við vinnslu hráefna og svo er það í
höndum nemenda að fara út í sköp-
unarþáttinn og hafa sjálf bærni að
leiðarljósi,“ segir Bryndís.
„Textíll og matur tengjast nefni-
lega ótrúlega mikið. Til dæmis
þegar þú ert búinn að flaka fisk og
horfir á roðið þá er roðið komið
textílmegin,“ segir hún og nefnir
sem dæmi að fiskroð sé notað líkt
og leður í textílframleiðslu.
„Við veltum fyrir okkur hvað við
erum að vannýta af íslensku hráefni
og leggjum okkur fram um að finna
leiðir til að nýta hráefnin að vel,“
segir Bryndís.
„Sem dæmi má nefna að tugþús-
undum lítra af mysu er hellt niður
á Íslandi á hverju ári en það væri
hægt að nýta hana betur. Það er til
dæmis hægt að búa til garn úr mysu
við erum að skoða þá vinnsluaðferð
og svo höfum við búið til kartöflu-
snakk með mysu,“ bætir hún við.
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvernig kartöf luf lögur með
mysubragði smakkast og segir
Bryndís að bragðið komi fólki á
óvart.
„Við gerðum snakk sem var
bragðbætt með ýmsum íslenskum
hráefnum, svo sem fjallagrösum,
þangi og hvönn. Svo buðum við
fólki að smakka og reyna að efna-
greina hvaða hráefni voru í hverjum
bita,“ segir Bryndís.
„Flestir áttu erfitt með að greina
hráefnin en mysusnakkið var klár-
lega eitthvað sem fólki fannst gott
því að mörgum fannst það lang-
best,“ segir Bryndís og bætir við að
snakkið sé sérlega hollt og prótín-
ríkt.
„Fólki gefst svo tækifæri á að
smakka ýmsar afurðir sem matar-
sviðið hefur verið að gera því við
ætlum að vera á matar- og handverks-
hátíðinni í Hörpu 14.-15. desember.
Þar verður meðal annars mysu-
snakkið og ýmiss konar textíll.“
birnadrofn@frettabladid.is
Bragðbæta flögur með
mysu á Hallormsstað
Hallormsstaðaskóli hefur tekið miklum breytingum og þar er nú kennt nám
í sjálfbærni og sköpun. Nemendur skólans vinna að því að nýta hráefni sem
allra best og hafa meðal annars búið til kartöfluflögur með mysubragði.
Skólabyggingin á Hallormsstað er afar falleg. Þar stunda nú tíu nemendur nám.
Við leggjum mikið
upp úr því að kenna
viðurkenndar aðferðir við
vinnslu hráefna og svo er
það í höndum nemenda að
fara út í sköpunarþáttinn og
hafa sjálfbærni
að leiðarljósi.
Bryndís Fiona
Ford, skólameist-
ari Hallorms-
staðaskóla
KJARAMÁL Atkvæðagreiðsla verður
í Blaðamannafélagi Íslands um til-
boð Samtaka atvinnulífsins um
nýjan kjarasamning til þriggja ára.
Tekur sá samningur til félagsmanna
Blaðamannafélagsins hjá Frétta-
blaðinu, Vísi, Stöð 2, Ríkisútvarpinu
og miðlum Árvakurs sem gefur út
Morgunblaðið.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ,
hefur sagt að hann mæli ekki með
því að samningurinn verði sam-
þykktur.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
formaður SA, segist í samtali við
Fréttablaðið hins vegar vongóður
um samþykkt samningsins því
kjarabætur í honum séu þær sömu
og yfir 120 þúsund launamenn í
íslensku samfélagi hafi samþykkt.
Verði samningurinn felldur er
búist við að BÍ hefji verkföll að nýju.
Fyrsta verkfallið yrði þá meðal
vef blaðamanna, ljósmyndara og
myndatökumanna á föstudag og
stæði í tólf klukkustundir. – gar
Blaðamenn
greiða atkvæði
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð