Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 19
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Ég vil bara það besta,“ segir Björn Þór Heiðdal, verslunarstjóri í Rúmföt.is, einni
alflottustu rúmfatabúð landsins
sem fagnar sínu fyrsta afmæli um
þessar mundir.
„Viðtökur á fyrsta starfsárinu
hafa farið fram úr björtustu
vonum,“ segir Björn. „Margir hafa
nefnt við mig að það hafi verið
vöntun á svona verslun eftir að
Fatabúðin og Verið hættu starf
semi og fólk er virkilega þakklátt
fyrir að enn sé hægt að kaupa
sængurfatnað í góðum gæðum á
Íslandi,“ segir Björn.
Fann ekki góða sæng heima
Ásamt því að selja lúxus rúmfatnað
frá Ítalíu, Þýskalandi og Kína selur
Rúmföt.is dúnsængur og kodda í
algjörum sérflokki.
„Í janúar fór ég utan til Frankfurt
til að skoða Heimtextil, stærstu
textílsýningu heims sem þar er
haldin ár hvert. Þangað mæta nán
ast öll fyrirtæki í þessum bransa
og skiptir ekki máli hvort leitað sé
að indverskum mottum, sturtu
hengjum fyrir hótel eða æðar
dúnsængum frá Íslandi; þar finnst
bókstaflega allt sem viðkemur
textílvörum,“ upplýsir Björn sem
uppgötvaði einstaklega mjúkar og
vandaðar dúnsængur á Heimtextil,
sem nú eru komnar í Rúmföt.is.
„Það var nú pínu óvart,“ segir
Björn brosandi. „Það stóð ekkert
til að fara að flytja inn dúnsængur.
Ég hafði alltaf staðið í þeirri
meiningu að hægt væri að kaupa
fínar sængur í næstu rúmabúð hér
heima en fyrir síðustu jól langaði
mig í nýja sæng. Sú gamla, sem
mamma gaf mér á sínum tíma úr
Dún og fiður, var komin til ára
sinna. Ég fór því á stúfana og kíkti
í allar búðir sem mér datt í hug,
þuklaði á hinum ýmsu dúnsæng
um en ekkert varð af kaupunum,“
upplýsir Björn.
Dásamlegar dúnsængur
Eftir að hafa heimsótt birgja sína á
sýningunni í Frankfurt hélt Björn
rakleiðis í sal 11.0 á Heimtextil.
„Þar voru saman komnir flestir
af bestu framleiðendum Evrópu í
dýnum, dúnsængum og koddum.
Úrvalið af öllu sem manni getur
dottið í hug var ótrúlegt og ég rakst
þar meira að segja á íslenskt fyrir
tæki sem selur æðardúnsængur en
þótti þær heldur dýrar,“ segir Björn
sem varð fyrir hugarfarsbreytingu
á Heimtextil.
„Gæðin sem þar voru fengu
mig til að endurskoða mína fyrri
afstöðu til þess að hægt væri að
kaupa hágæða sængur á Íslandi,
en í stuttu máli er það varla hægt,“
segir Björn sem ræddi við nokkra
aðila í sal 11.0.
„Sumir höfðu takmarkaðan
áhuga á að ræða við mig, en sem
betur fer kannski því ég endaði
með að semja við framúrskarandi
framleiðanda um alveg svaka
Hjá Rúmföt.is fást ítölsk rúmföt í
miklum gæðum, 600-700 þráða.
Gullfalleg rúmföt í miklu gæðum er gjöf sem gleður og endist lengi.
Rendur, doppur, blóm og óræð munstur prýða rúmfötin í mörgum litum.
Það er ævintýri að koma í verslunina Rúmföt.is á Nýbýlavegi 28 og skoða fallegt úrval sængurfata við allra hæfi. Glæsileg rúmföt úr egypskri bómull fást meðal annars í Rúmföt.is.
Nætursvefninn verður betri þegar hvílst er í rúmfötum úr satíni eða damaski og þau eru sannkölluð heimilisprýði.
Þetta var nú pínu
óvart. Það stóð
ekki til að fara að flytja
inn dúnsængur en ég
samdi við framúrskar-
andi framleiðanda um
svakalega flottar sængur
og mjög fín verð.
Björn Þór Heiðdal
lega flottar sængur og fín verð,“
segir Björn sem einnig kíkti niður
í kjallara þar sem fjölmörg asísk
fyrirtæki voru með bása sína.
„Þar var allt önnur stemning
og mun meiri læti. Nokkur stór
kínversk fyrirtæki vildu selja
mér gáma af koddum og sængum
til prufu. Ég var spurður hversu
marga gáma ég vildi panta ef sýnis
hornin væru í lagi. Ég setti þá upp
mitt besta pókerandlit og sagði
það fara eftir verðinu. Svo þakkaði
ég fyrir mig og fór,“ segir Björn og
brosir að minningunni.
Flottustu efni í heimi
Í Rúmföt.is fást einnig rómuð
rúmföt úr ítölskum damask og
satínefnum sem saumuð eru í
búðinni. Það er Margrét Guðlaugs
dóttir saumakona sem sér um
vandaðan saumaskapinn en hún
saumaði áður fyrir Fatabúðina og
fleiri aðila.
„Þetta eru flottustu efnin sem ég
hef á ævinni saumað og hef ég nú
saumað úr ansi mörgu í gegnum
árin,“ segir Magga við sníðaborðið.
En þótt Margrét sé dugleg koma
flest rúmfötin tilbúin að utan,
meðal annars frá ítalska vefar
anum Quagliotti og þýska fyrir
tækinu Curt Bauer.
„Quagliotti er lítið, ítalskt fjöl
skyldufyrirtæki sem framleiðir
hágæða rúmföt fyrir kröfuharða
viðskiptavini. Meðal viðskipta
vina eru hótel á borð við Ritz í
París, MGM í Macau, The Mark í
New York, The Peninsula í Hong
Kong og nýja Armanihótelið í
Mílanó. Þá er Curt Bauer leiðandi
fyrirtæki fyrir betri sængurfatnað
á þýska markaðnum og framleiðir
dásamlega rúmföt sem er auðvelt
að þvo og koma með rennilás í stað
hnappa,“ segir Björn.
Rúmföt.is selur einnig eftirsótt
silkikoddaver í mjög fallegum
litum.
„Fyrir jólin bjóðum við kodda
ver úr 100 prósent Mulberrysilki
á aðeins 5.900 krónur, 22 og 25 mm
gæði. Mér skilst að það eigi að fara
einkar vel með hár og hárgreiðslur
en því miður hef ég enga reynslu af
því sjálfur,“ segir Björn og hlær.
Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í
Kópavogi. Sími 565 1025. Opið alla
virka daga frá klukkan 12 til 18 og á
laugardögum frá klukkan 11 til 15.
Skoðið heillandi úrval sængurfata
á rumfot.is.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R