Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 8
SA M FÉ L AG Kynjafræðingurinn
Jenný Valberg starfar í Kvenna
athvarfinu og gerði nýlega rann
sókn á heimilisof beldi. Þar tók
hún viðtöl við bæði íslenskar og
erlendar konur og ræddi meðal
annars reynsluna af skilnaði og
sáttameðferð. Þá hefur Jenný einn
ig persónulega reynslu, en hún gekk
í gegnum skilnað eftir ofbeldissam
band og þurfti að ganga í gegnum
sáttameðferð. Hún segir þolendur í
mjög slæmri stöðu þegar kemur að
því að skilja, sérstaklega erlendar
konur sem hafa hvorki bakland né
vitneskju um réttindi sín.
„Of beldið hættir oft ekki eftir
sáttameðferð,“ segir Jenný. „Konur
koma oft í viðtöl jafnvel árum eftir
skilnað af því að málum er ekki
lokið.“
Mikil umræða er um að fella
skyldu til sáttameðferðar eftir
skilnað niður og átta þingmenn
úr fjórum flokkum hafa lagt fram
þingsályktunartillögu þess efnis.
Þá hefur Ísland einnig skrifað
undir Istanbúlsamninginn svo
kallaða þar sem bann er lagt við
slíkri skyldu.
Jenný segir að skilnaðarferlið
sé notað af of beldismönnum, þeir
neiti að ganga frá umgengnis, for
ræðis og eignaskiptasamningum.
Á meðan er ekki hægt að sækja fjár
hagslegan stuðning eins og meðlag,
barnabætur og húsaleigubætur.
Fordæmi eru fyrir því að þetta hafi
gengið í nokkur ár.
„Þolendur of beldis eru skikkaðir
í sáttameðferð á versta tíma, þegar
gerandinn er hættulegastur og hann
finnur að hann er að missa tökin og
gerir allt til að halda þeim,“ segir
Jenný. Nefnir hún svokallaða gas
ljóstrun í því samhengi, áralangt
andlegt of beldi þar sem gerandi fær
þolanda til að efast um eigin skiln
ing og minningar. „Kona sem hefur
orðið fyrir of beldi er í slæmri stöðu
þegar hún kemur inn í herbergið
og þarf að mæta gerandanum. Hún
þekkir allar hans hreyfingar og
Þær virðast frjósa
en þær eru að vega
og meta hvernig best sé
tryggja öryggi fyrir sig og
börnin sín.
Jenný Valberg
kynjafræðingur
Um er að ræða lagabálka
sem að óbreyttu myndu
standa áfram í lagasafninu
að þarflausu segir um lögin
sem nú að fella úr gildi.
Stutt í kvöldmatinn?
Þegar þú vilt virkilega góðan
og einfaldan kjúklingarétt
ferðu á gottimatinn.is
ALÞINGI Fjármálaráðherra hefur
lagt fram á Alþingi lista yfir laga
bálka sem eru úreltir og leggur til
að þeir verði felldir úr gildi.
„Viðkomandi lagabálkar eiga
ekki lengur við, ýmist sökum
breyttra aðstæðna, vegna þess
að hlutverk þeirra var afmarkað
í tíma eða sökum þess að fyrir
hugaðar ráðstafanir komu ekki til
framkvæmda. Að óbreyttu munu
þeir standa áfram í lagasafninu að
þarf lausu,“ segir í greinargerð með
tillögunni sem á við um ýmis sér
stök lög á sviði fjármála og efna
hagsráðuneytisins.
Meðal laga sem fella á brott eru
lög frá 1926 um heimild fyrir ríkis
stjórnina til að ganga inn í við
bótarsamning við myntsamning
Norðurlanda, lög frá 1946 um
heimild fyrir ríkisstjórnina til að
taka á leigu geymsluhús Tunnu
verksmiðju Siglufjarðar, lög frá
1948 um skattfrelsi vinninga varð
andi happdrættislán ríkissjóðs og
lög frá 1953 um framlengingu á
heimild ríkisstjórnarinnar til að
nota allt að fjórum milljónum doll
ara af yfirdráttarheimild Íslands
hjá Greiðslubandalagi Evrópu.
Fleiri dæmi eru lög frá 1984 um
heimild fyrir ráðherra til að ábyrgj
ast lán fyrir Arnarf lug hf., lög frá
1985 um sjálfskuldarábyrgð ríkis
sjóðs á láni vegna byggingar stál
völsunarverksmiðju, lög frá 1988
um heimild fyrir ráðherra til að
selja fasteignir Grænmetisversl
unar landbúnaðarins að Síðumúla
34 og jarðhús í Ártúnsbrekku við
Elliðaár og lög frá 2002 um heimild
til handa ráðherra, fyrir hönd rík
issjóðs, til að ábyrgjast skuldabréf
vegna fjármögnunar nýrrar starf
semi Íslenskrar erfðagreiningar.
– gar
Fella úr gildi sautján ára gömul lög um
ábyrgð fyrir Íslenska erfðagreiningu
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna
Kynjafræðingur sem starfar í Kvennaathvarfinu hefur rannsakað skilnaði og sáttameðferð sem skylduð er með lögum. Segir hún
ferlið notað af ofbeldismönnum og að konur, oft erlendar og í slæmri stöðu, semji um hvað sem er til að losna úr hjónabandi.
einu sinni túlk, þar sem sýslumaður
þarf ekki að útvega hann, heldur
þurfa að greiða fyrir þjónustuna
sjálfar. Margar hafa ekki fjárhags
lega burði til að gera það. Oft jánka
þær öllu og skrifa undir hvað sem er,
til að klára málið.“
Annað vandamál er staða þessara
kvenna gagnvart Útlendingastofn
un, það er konur sem ekki hafa feng
ið íslenskan ríkisborgararétt. Hægt
er að sækja um ríkisborgararétt
eftir skilnað ef viðkomandi er með
atvinnuleyfi. „En ef kona hefur ekki
atvinnuleyfi og getur ekki unnið
hangir það á eiginmanninum að
skrifa undir að hann hyggist fram
fleyta henni,“ segir Jenný og setur
upp dæmigerða sögu. „Maður fer út,
kynnist þar konu, sýnir sínar bestu
hliðar og fær traustið frá henni og
fjölskyldu hennar. Eftir giftingu
flytja þau hingað og þá kemur hin
hliðin í ljós.“
Oft séu mennirnir miklu eldri
en þær og jafnvel í mikilli áfengis
neyslu. Þær reyni að koma upp
heimili en ef þær segi eitthvað sem
þeim mislíkar sé þeim refsað.
Jenný segir að mörg þessi mál
upplýsist ekki fyrr en nágranni
hringi á lögregluna þar sem konur
þekkja ekki rétt sinn. „Lögreglunni
finnst þessi mál oft svo erfið því að
konan er tvístígandi um hvað hún
vill gera. Þær virðast frjósa en þær
eru að vega og meta hvernig best sé
að tryggja öryggi fyrir sig og börnin
sín.“ kristinnhaukur@frettabladid.is
augngotur og veit hvað þær þýða.
Það er enginn sem passar upp á hana
þegar hún gengur út úr herberginu.
Því reynir þolandi að segja ekkert
í sáttameðferð sem getur ógnað
öryggi hennar og barnanna þar sem
þarna er verið að reyna að semja um
forsjá og umgengni og algengt er að
of beldismenn noti börnin til að
halda of beldinu áfram.“
Jenný nefnir að sáttameðferð
hefjist þegar enn hefur ekki verið
gengið frá fjárskiptum og það hafi
áhrif á hegðunina. Hún segir konur
reyna að „haga sér vel“ því að mikið
sé í húfi fyrir þær og börnin. Oft flýi
þær af heimilum, eignir séu skráðar
á eiginmenn en skuldir á þær.
„Oft eru þetta konur frá Asíu eða
Afríkulöndum sem hafa ekkert
félagslegt bakland hér. Sumar eru
á heimilunum og fá ekki að vinna,
eða vinna einhvers staðar en skilja
ekki tungumálið. Eiginmaðurinn
hefur það vald að mata þær af upp
lýsingum, oft röngum, eins og að
konur af erlendum uppruna fái aldr
ei að halda börnunum við skilnað,“
segir Jenný. „Þegar þessar konur
mæta í sáttameðferð fá þær ekki
Frá Ljósagöngu UN Women í gær sem nú beindist að ofbeldi á vinnustöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð