Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 29
Ullarfrakki 24.990 kr. Taska 7.990 kr. Skyrta 7.590 kr. JÓLAGJÖFIN FYRIR HANN FÆST Í JACK & JONES Það er í nógu að snúast þessa dagana hjá Svölu Björgvins-dóttur söngkonu. Jólin eru að nálgast með sína vinnutörn en í ár tekur hún ekki bara þátt í fjölda jólatónleika heldur ákvað hún að opna líka fyrir minni gigg á borð við jólahlaðborð fyrirtækja. Byrjaði um síðustu helgi „Það er mjög mikið að gera, ég byrjaði törnina um síðustu helgi, en þá spilaði ég á nokkrum jólahlað- borðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég ákveð að taka svona jólahlað- borðum, en ég tók fjögur þannig um síðustu helgi og það var bara mjög gaman. Ég er bara ein með píanóleikara, það er aðeins lág- stemmdara og meiri nánd á þannig tónleikum,“ segir Svala. „Ég verð svo með á fimm tón- leikum í Salnum í Kópavogi, þar Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Svala segist sjálf ekki vera sérstaklega mikið jólabarn, enda lítill tími til þess í slíkri vinnutörn sem desember er. MYND/MUMMI LÚ Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur@frettabladid.is En á aðfangadag er ég bara að borða góðan mat, sofa og að vera með fjölskyldunni. Það eru mín jól, sam- veran með fjölskyldunni. Það er alltaf nóg að gera hjá Svölu Björgvins­ dóttur í kringum jólin. Hún segist ekki vera mikið jólabarn sjálf en ætlar þó að vera með fallegt jólatré í ár fyrir fimm ára stjúpson sinn. kem ég fram með þeim Friðriki Ómari, Diddú og Jógvan. Þeir tón- leikar heita Heima um jólin. Svo verð ég auðvitað á Jólagestum í Eld- borg,“ segir Svala en faðir hennar Björgvin er að sjálfsögðu maðurinn á bak við þá. Af nógu að taka Heima um jólin heldur síðan norður og verða fimm tónleikar í Hofi á Akureyri. „Ég er líka að taka að mér aðeins öðruvísi og minni gigg. Ég syng til að mynda við Nova-skautasvellið á Ingólfstorgi.“ Nú fyrr í mánuðinum gáfu Frið- rik Ómar og Svala út lagið Annríki í desember og í fyrra gaf hún út jóla- lagið Sex með Baggalúti. Það er því af nógu að taka hjá henni þegar það kemur að jólalögum, en hún segist alltaf taka sín klassísku jólalög. En hvert er uppáhaldslagið hennar Svölu? „Það heitir Driving Home for Christmas og er með Chris Rea. Það er eitt af mínum uppáhaldsjóla- lögum, en er eiginlega ekkert svo jólalegt. Það er bara ótrúlega flott lag sem ég hef alltaf haldið upp á. Ég hef samt sjálf aldrei tekið það, maður þarf eiginlega að vera karl- maður með smá hrjúfa rödd til að syngja það almennilega, smá svona viskírödd,“ segir Svala og hlær. „Ég elska þetta lag. En svo fíla ég líka svona „cheesy“ lög á borð við Last Christmas með Wham! Það er svo mikil nostalgía sem fylgir þeim.“ Ekki mikið jólabarn Það stendur ekki á svörum þegar Svala er innt eftir því hvaða jólalag henni sjálfri finnst skemmtilegast að syngja. „Ég syng mjög oft Þú komst með jólin til mín, sem pabbi og Ruth Reginalds gerðu á sínum tíma. Mér finnst mjög gaman að syngja það og svo er það líka svo flott lag. Maður hefur sungið svo mikið af lögum. Ég hef sungið líka Happy Xmas (War is Over) með John Lennon, ég held mikið upp á það,“ segir Svala. Sjálf segist hún ekki vera sérstak- lega mikið jólabarn, enda hefur þetta oft verið sá tími árs sem er hvað mest að gera hjá henni og mikil vinnutörn. Hún fái því oft ekki tækifæri til að slaka á fyrr en á aðfangadag sjálfan. „Æ, verða allir fyrir vonbrigðum að heyra að ég sé ekki sérstaklega mikið jólabarn? Ég er ekkert í því að skreyta neitt sérstaklega mikið. Ég var meira jólabarn þegar ég var krakki. Þá elskaði ég jólin. Eftir því sem ég varð eldri þá minnkaði það, ég vinn svo mikið í nóvember og desember, og hef gert síðastliðin 13-14 ár. Svo fer ég bara í mitt jóla- skap á sjálfan aðfangadag, því ég er líka að syngja á Þorláksmessu, þá kem ég fram á Litlu jólum Björgvins í Bæjarbíói. En á aðfangadag er ég bara að borða góðan mat, sofa og að vera með fjölskyldunni. Það eru mín jól, samveran með fjölskyld- unni,“ segir Svala. Jólatré fyrir stjúpsoninn Eins og áður kom fram er Svala ekki mikið í því að skreyta, þótt henni finnist æðislegt að annað fólk geri það. Í ár verður þó undantekning á, því Svala stefnir á að vera með fallegt jólatré. „Ég er ekki persónulega mikið fyrir svona skraut en ég ætla samt að setja upp jólatré í ár því ég á stjúpson sem er fimm ára. Ég vil endilega að hann sé líka með lítið tré hérna, þannig að mig langar að gera smá jólalegt fyrir hann.“ Í janúar og febrúar ætlar Svala svo að henda sér af fullum krafti í það að klára næstu plötu. „Stefnan er að klára hana og koma henni svolítið af stað. Þannig að eftir áramót er ég svolítið að fara að leggjast undir feld og gera nýja músík. Þetta eru oft rólegustu mánuðirnir, þannig að ég ákvað að taka þá bara í að gera þetta. Ég hef verið svo mikið að spila undanfarið að ég hef ekkert komist í þetta, en núna er ég á leið í stúdíóið,“ segir Svala. JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.