Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 76
Sparilegar fyrir litla Jesúbarnið Fagurkerinn, matarhönnuðurinn og ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir hitti fyrir jafningja sinn í barnabarninu Ölbu sem skilur ömmu sína upp á tíu. Allir dagar hjá þeim eru sparilegir og lekkerir en alveg sérstaklega þegar afmæli litla Jesúbarnsins nálgast.  Áslaug og ömmugullið hennar Alba kunna báðar að meta sanna litagleði og glaðar stundir með miniature veislum fyrir munn, maga og ekki síst fegurðarskyn augans. MYNDIR/ÁSLAUG SNORRADÓTTIR Við Alba höldum upp á hvern einasta dag með lekker-heitum en þegar við höldum upp á Jesúbarnið erum við extra sparilegar. Þá nýtum við öll tæki- færi til að gæða okkur á súkkulaði og heslihnetum,“ segir Áslaug í undurfögru „miniature“ jólaboði með Ölbu sem er fimm ára. „Ilmurinn í Alba Piemonte á Ítalíu setti sjálfsagt tóninn en þangað fórum við fjölskyldan þegar Alba var fimm mánaða. Þar eru Nutella-verksmiðjurnar sem einnig búa til Ferrero Rocher-mol- ana og súkkulaði- og hnetuanganin sem mætti okkur þegar við stigum út úr bílnum í Alba er ógleymanleg. Þar með hófst áhuginn á súkkulaði og heslihnetum,“ upplýsir Áslaug innan um litríka smárétti sem gleðja lítil sem stór augu. „Mér finnst mikilvægt að eiga sitthvað fallegt fyrir augu, munn og maga okkar Ölbu á aðventunni. Það gefur lífinu lit og í aðdraganda jóla á maður að gera sér sem flesta glaða daga. Meira að segja er hafra- grauturinn á mánudagsmorgni borinn fram í fallegum skálum með kertaljósum og gleði,“ segir Áslaug sem hefur Ölbu oft í huga þegar hún ferðast um heiminn og sankar að sér litlum kökum og sætindum til að gleðja þá litlu. „Ég hef lært svo mikið af Ölbu. Hún stingur reglulega upp á því að baka pönnukökur og af því mannskepnan á það til að segja: „Ekki núna,“ segi ég alltaf: „Já, því ekki það, Alba mín.“ Það er nefni- lega engin hugmynd of galin hjá börnum sem vilja gera lífið litríkt og skemmtilegt og við eigum að leyfa þeim sem mest að leggja á borð og útbúa svolítil veisluhöld eftir þeirra eigin skapi og smekk,“ segir Áslaug og víst er að þær Alba eru einstakar vinkonur. „Ölbu finnst allt svo sparilegt og er eina týpan í heiminum sem fattar mig alveg í botn. Hún er ljón og ég rísandi ljón sem alveg smell- passar og ekki spillir fyrir að hún á sama afmælisdag og Madonna sem ég býst við að tengist fagurker- anum í henni líka,“ segir Áslaug og skálar við Ölbu í dýrindis súkku- laðisúpu. „Nafnið Alba þýðir sólarupprás á ítölsku. Hún fær því iðulega drykki í mörgum litum sólarupprásarinn- ar, allt frá ljósgulu yfir í fjólublátt. Barnið espar upp ömmuna og vill hafa allar máltíðir „miniature“,“ segir Áslaug og skellihlær. „Alba veit að amma geymir servíettur frá Grand Hotel Alba síðan forðum daga og ég vona að við eigum eftir að fara þangað aftur saman til að borða besta súkkulaði og heslihnetur í heimi. Súkkulaði er svo mikil ofurfæða og hamingju- gjafi og ég get verið óttalaus um að barnið fái ekki sykursjokk því sykurinn er í lágmarki. Hér eru nokkrar hugmyndir SÚKKULAÐIFLÆÐINGUR Hnetusmjör eða súkkulaðif læðing köllum við þetta góða viðbit sem smellpassar á pönnukökur sem við erum iðnar við að baka. Alba er orðin frábær pönnukökustjóri og ekki spillir að amman kann að f lippa þeim á pönnunni eins og Lína Langsokkur! 200 g ristaðar heslihnetur mauk- aðar með 100 g sykri 450 g suðusúkkulaði, brætt og bætt við 100 g bráðið smjör ásamt 2 dl rjóma. Hnetublandan hrærð út í og geymt í krukkum í ísskáp. SÚKKULAÐISÚPA MEÐ RJÓMA Hér fékk sparistellið að njóta sín en þægilegast er að sötra súpuna úr skál og er það mun meiri stemning. 300 g heslihnetur, vel þeyttar í 7 dl af vatni. 300 g brætt suðusúkkulaði bætt út í ásamt slatta af vanillu, kardi- mommum og appelsínuberki. Fínt er að bæta mjólk út í súpuna til kælingar í lokin en þykktin ræðst eftir smekk. Toppað með vænni slettu af þeyttum rjóma. SÚKKULAÐI FONDÚ Súkkulaði fondú okkar Ölbu er einstaklega gott og auðvelt. Við skemmtum okkur við að dýfa bæði þurrkuðum og ferskum ávöxtum ofan í súkkulaðið en á þessum árstíma er sérlega ljúffengt að dýfa Panettone og Amarettí-kökum bæði í fondúið og súpuna. Súkkulaði má líka hella yfir trépinna eins og sleikjó og toppa með góðgæti. JÓL 20192 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.