Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 93
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Þegar við fluttum til Sviss ákváðum við vera þar yfir jólin en flugum oftast til Íslands milli jóla og áramóta til að vera í faðmi fjölskyldunnar. Jólin í Sviss voru yndisleg á sinn máta. Við fjölskyldan erum samheldin svo öllum leið vel. Það var ekkert áreiti og þá meina ég virkilega ekkert, svo við vorum oft í náttfötunum allan daginn yfir hátíðirnar. Einu sinni fór það þannig að við borðuðum jólamatinn í þeim, svo slök vorum við. Þess á milli fórum við á skíði eða gönguferðir í Ölpunum,“ segir Eva Lind, sem er gift Árna Hrannari Haraldssyni en þau eiga þrjú börn, Þengil, Hrannar Má og Eygló Lind. Hún segir að Svisslendingar séu ekki eins skreytingaglaðir og Frónbúar. „Í Sviss eru ekki öll hús tendruð ljósum og allir gluggar skreyttir, heldur þarf maður að hafa fyrir því að setja sig í jólagírinn. Það er svo langt frá því að vera eins jóla- legt um að litast þar og hér á Íslandi. Þeir staðir sem eru skreyttir á annað borð gætu verið að keppa um verð- laun, enda öllu tjaldað til, sérstak- lega í ævintýralegu jólaþorpunum,“ segir Eva Lind og bætir við að ilmurinn af ristuðum hnetum, sem fást í jólaþorpunum, hafi sannar- lega kallað fram jólaskapið. Jólasveinar á sveimi í Sviss Íslensku jólasveinarnir náðu alla leið til Sviss og gáfu börnunum í skóinn, sem stundum vakti undrun svissneskra vina þeirra. „Sviss- lendingar eiga sinn eigin jólasvein, Samichlaus, sem gefur börnunum poka fullan af hnetum og ávöxtum og brýnir fyrir þeim að vera góð, kurteis og gjafmild. Núna þegar við erum flutt heim ætlar yngri kynslóðin að láta reyna á hvort Sami chlaus rati til Íslands svo það verður spennandi að fylgjast með því,“ segir Eva Lind kankvís. Fjölskyldan er alsæl með að vera flutt heim aftur og er þegar byrjuð að undirbúa jólin. „Þegar ég lít til baka átta ég mig á að ég var með eins íslensk jól og hægt er í útlönd- um. Jólamaturinn er til dæmis alltaf alveg eins og hann var á æsku- heimili mínu; aspassúpa í forrétt, svínabógur með stökkri puru í aðal- rétt og heimagerður ís í eftirrétt. Þetta hráefni fæst allt í Sviss en ég lét senda lakkrískurl frá Íslandi svo ég gæti bakað réttu smákökurnar fyrir jólin,“ segir hún hlæjandi. „Það er eitt sem ég tók með mér til Íslands frá Sviss. Þarlend vinkona mín bauð mér alltaf í heitt eplapæ fyrir jólin og ég ætla að baka það á aðventunni. Ég lærði líka að búa til sykurlausa súkkulaðimola með hnetusmjöri, enda jafnast fátt á við svissneska súkkulaðið,“ segir Eva Lind, sem er mikið jólabarn og hefur náð að smita börnin sín af því líka. „Nú þegar ég stend í barnaupp- eldi sjálf, hugsa ég oft til þeirra hluta sem lituðu jólin rauð í mínum augum sem barn. Ég leitast við að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra svo þau hafi seinna meir góða sögu að segja. Samverustundir og gleði ber þar hæst, það er að gefa sér tíma og njóta. Það var lítið stress á mínu bernskuheimili og sú ró sem fylgdi smákökugerð með útvarpið stillt á jólalögin stendur upp úr,“ segir Eva Lind og bætir við: „Jólin eru svolítið blanda af tilfinningum eins og hamingju, sorg og jafnvel söknuði. Það sem ég kann best að meta við þennan árstíma er þessi jákvæða orka og kærleikur sem fylgir fólki. Það er auðvelt að smitast af brosi barnanna og láta sig hlakka til við- burða sem eru í boði. Þetta er líka erfiður tími fyrir marga sem upp- lifað hafa missi eða standa í ströngu í lífinu. Þetta er svolítið tíminn sem fólk staldrar við og minnir sig á að lífið er núna.“ Samverustundir og gleði á jólum Eva Lind Helgadóttir bjó með fjölskyldu sinni í Sviss í átta ár. Hún hélt jól að íslenskum hætti þar í landi. Svisslendingar eiga þó sína eigin jólasiði og -venjur. Þar er sérstakur jólasveinn sem gefur börnunum poka með hnetum og ávöxtum ef þau eru stillt og góð. „Jólin eru svolítið blanda af tilfinningum eins og hamingju, sorg og jafnvel söknuði. Það sem ég kann best að meta við þennan árstíma er þessi jákvæða orka og kærleikur sem fylgir fólki,“ segir Eva Lind, hér með börnum sínum. Ljúffengir súkkulaðimolar með svissnesku ívafi sem bragðast unaðslega. Eplapæ að svissneskum hætti sem Eva Lind gefur lesendum uppskrift að. SVISSNESKT EPLAPÆ 1 pakki smjördeig 2 msk. sykur ½ tsk. kanill 4 msk. saxaðar möndlur (eða heslihnetur) 3 epli (rauð eða græn) 150 ml nýmjólk 2 egg 2 msk. vanilluskyr (má vera sýrður rjómi) 2 msk. hveiti 1 msk. aprikósusulta Hitið ofninn 200°C. Komið smjör- deiginu fyrir í hentugu u.þ.b. 24 cm bökunarformi með bökunar- pappír undir. Þrýstið deiginu vel út í kantana og gerið göt á botninn á deiginu með gaf li. Blandið saman sykri, kanil og söxuðum möndlum í lítilli skál og dreifið blöndunni jafnt yfir deigið. Setjið kalt vatn í skál og blandið 2 msk. af sítrónu- safa út í. Skrælið eplin, skerið til helminga, kjarnhreinsið og setjið strax í kalda vatnið (svo þau verði ekki brún). Takið síðan hvern helming fyrir sig og skerið í jafnar skífur og raðið þeim jafnt í formið. Setjið formið neðarlega í ofninn og bakið í um 12 mín. á blæstri. Á meðan þetta er að bakast, hrærið saman nýmjólk, eggjum, vanillu- skyri og hveiti. Takið bökuna úr ofninum og hellið blöndunni varlega yfir hana. Setjð aftur inn í ofninn og bakið neðarlega í honum við 200°C í 15-20 mín. Hitið apríkósusultuna í potti, sigtið og berið á kökuna með pensli eftir að bakan hefur kólnað aðeins. Berið bökuna fram volga með ís eða rjóma. LINDT-MOLAR ÁN SYKURS 150 g smjör 200 g Lindt-súkkulaði, 70-85% 2 msk. sukkrin (eða eftir smekk) hnetusmjör, gróft Bræðið saman smjör, Lindt-súkku- laði og sukkrin í potti á vægum hita. Finnið til silíkonform og hálffyllið hvert hólf með súkku- laði. Setjið ¼ tsk. af hnetusmjöri í hvert hólf og klárið síðan að fylla hólfin með súkkulaðiblöndunni (um 30 molar). Komið formunum fyrir í frysti. Þau ættu að vera tilbúin innan 30 mín. Ef þið viljið meira hnetubragð er hægt að setja salthnetukurl á molana áður en súkkulaðinu er hellt yfir í lokin. Einnig er hægt að setja möndlu- smjör í stað hnetusmjörs eða möndlur, hnetur eða kókos, allt eftir smekk. Svo er bara að njóta þess að borða um hátíðirnar. GERIR GÆFUMUNINN! JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.