Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 97
Allt frá upphafi hafa þau Grýla og Leppalúði búið í Lúdentaborgum og hafa þau alið af sér 13 jólasveina. Þegar jólasveinarnir fóru að vaxa úr grasi fannst Grýlu og Leppalúða vera orðið heldur þröngt um sig í híbýlunum og strákana var farið að langa að vera út af fyrir sig. Var því ákveðið að fara í land- vinninga og finna nýtt heimili fyrir afkvæmin. Leitað var úti um allan heim, farið til Finnlands, Grænlands og víðar. En þegar allt kom til alls þá var best að vera í nágrenni við mömmu og pabba, Dimmuborgir var því tilvalinn staður til að setjast að í. Frá þeirri stundu hafa jólasvein- arnir búið í Dimmuborgum og liðið mjög vel með útsýni yfir hina fögru Mývatnssveit. Í fyrstu voru jólasveinarnir miklir ærslabelgir og stunduðu það að gera prakk- arastrik um sveitir landsins en í seinni tíð hafa þeir róast og eru í dag bestu vinir barnanna. Jólasveinarnir hafa tekið upp þann sið að taka á móti börnum á öllum aldri á aðventunni í Dimmuborgum. Gera þeir það þannig að á ákveðnum tíma eru þeir við hellismunnann sinn og heilsa upp á börnin við stólinn sinn inni á Hallarflöt. Hinn 12. desember fara þeir svo að koma til byggða, einn af öðrum og færa góðum börnum gjafir í skóinn. En þeim sem hafa ekki verið góð færa þeir stóra, hráa kartöflu. Bræðurnir fá nokkur hundruð bréf á ári, hvaðanæva úr heim- inum. Þeir gera svo sitt besta til að svara þeim öllum um jólin. Mörg þeirra eru stíluð á Lappland og norðurpólinn en að sjálf- sögðu eiga þau að lenda hjá þeim í Dimmuborgum, sem og þau gera. Það hefur stundum verið smá bras að sumri að fá sveinana til að koma út úr hellunum sínum og oft eiginlega bara ekki hægt. Þeir kvarta yfir hversu heitt það er úti og yfir þessu gula apparati á himninum sem skín stundum aðeins of skært. Undanfarin sumur hefur líka verið frekar blautt í Mývatnssveit og það er heldur ekki beint uppá- halds veðrið þeirra. En þegar kólnar í lofti, snjórinn fer að falla og nálgast fer jólin eru þeir f ljótir að hlaupa út úr hellinum, gera snjóengla og fara í snjó- kast. Þeir bíða þess vegna óþreyjufullir eftir að vertíðin þeirra byrji og þeir geti farið að leika sér með gestunum í Dimmu- borgum í desember. Skolaðu skítinn Fyrir f lesta jólasveinana er jólabaðið hin mesta skemmtun og dýrmæt stund að geta tekið jólabaðið með öllu þessu frábæra fólki sem ákveður að skella sér í bað með þeim á hinum árlega jóla- baðsdegi. Þó eru nokkrir jólasveinar sem eru bara alls ekkert hrifnir af tilhugsuninni um jóla- baðið og eru algjörlega á móti hugmyndinni að það þurfi eitthvað að baða sig. Þá láta þeir afskaplega illa og eiga það til að fela sig svo hinir jóla- sveinarnir geti ekki dregið þá í baðið. Þótt þeir feli sig er samt aldrei langt í stríðnispúkann, þannig að þeir eiga það til að stríða og grínast aðeins í þeim jólasveinum sem fara í baðið. En eitt er á hreinu, þeir baða sig bara einu sinni á ári. Sveinarnir munu baða sig 7. desember í Jarðböðunum í sveitinni en sá dagur er sérstakur dagur. Sannkölluð aðventuhátíð Jólasveinarnir mæta í Dimmu- borgir á milli klukkan 11.00 til 13.00 og má búast við að það verði margt um manninn og mikið stuð, eins og gerist þegar jólasveinarnir koma saman. Um kl. 16 er komið að hinu fræga jólabaði sem er skemmtileg og fyndin upplifun fyrir alla fjöl- skylduna. Annan í aðventu, 8. desember, verða þeir svo skínandi hreinir og fínir að taka á móti gestum á Hallarflötinni. Búast má við miklu fjöri fram að jólum en Bjúgnakrækir og Kjöt- krókur ætla líka að halda kjöt- kveðjuhátíð þriðju helgi í aðventu. Það verður forvitnilegt að vita hvernig hún mun fara fram! Allir ættu að prófa einu sinni Hver og einn jólasveinn er að sjálf- sögðu einstakur út af fyrir sig, en umhverfið sem umvefur þá gerir þá sérstaklega einstaka og hvað þá upplifunin við að hitta þá. Það ættu allir að prófa að heimsækja Dimmuborgir í Mývatnssveit á aðventunni. Fólki, hvaðan sem það er af landinu, finnst þeir svo skemmtilegir að það rúllar til sveitarinnar enda margt hægt að gera í þessari einstöku perlu fyrir utan að sjá sveinana góðu. Sveinarnir eru komnir á Tix.is þar sem hægt er að kaupa miða, bæði á jólagleðina í Dimmuborg- um og í jólabaðið. Í desember er líka fjöldi fjölskyldujólahlaðborða og jólabrönsa í Mývatnssveit. Þá er opið er í Kaffi Borgum alla daga frá klukkan 11.00-14.00 – dásam- legt kaffihús með einstöku útsýni. Jólasveinarnir í Dimmuborgum Dimmuborgir í Mývatnssveit eru heimkynni jólasveinanna og hafa verið það frá örófi alda. Eða síðan Grýlu og Leppalúða fannst vera farið að þrengja að sér. Sveinarnir fara í sitt árlega jólabað, fá hundruð bréfa og hitta börn og fjölskyldur þeirra á Hallarflöt. Gluggagægir, Þvörusleikir og Gáttaþefur bregða á leik.Hópmynd af sveinunum góðu á sínum heimaslóðum. Stuðið er oft mikið á Hallarflötinni. Þvörusleikir og Gáttaþefur. Hurðaskellir bíður við hliðið. Dansað í kringum jólatréð. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Í Safnbúðinni eru eigulegir list-gripir, bækur, kort og plaköt, sem tengjast sýningunum, safn- eigninni og listinni almennt. Þessa dagana er safnbúðin að komast í jólaskapið og býður glæsilegt vöru- val í jólapakkana smáa og stóra. Vala Karen Guðmundsdóttir, umsjónarmaður verslunarinnar, segir vandað úrval af einstökum listgripum til sölu í Safnbúðinni. „Við erum stolt af miklu úrvali listaverkakorta og plakata sem safnið gefur sjálft út. Sömuleiðis breiðu úrvali listaverkabóka, sem gleðja augað og eru fallegar á sófa- borðinu. „Ég get til dæmis nefnt nýútkomna bók sem heitir 130 verk úr safneign Listasafns Íslands. Í henni eru 130 valin listaverk og ljósmynd og texti um hvert verk,“ upplýsir Vala Karen og bætir við að þetta sé „aðgengileg og flott bók sem kosti aðeins 6.700 krónur – tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir allt listaáhugafólk.“ Auk gjafakorta á hreinasta gjaf- verði, plakata og bókaúrvals, segir Vala að í búðinni leynist ýmsir dýr- gripir sem sumir sjáist ekki annars staðar. „Við erum með frumlega list og vandað handverk, svo sem gripi eftir íslenska leirlistamenn, armbönd úr roði og leðri, fugla og fé eftir Aðalheiði, silkislæður frá Sögu Kakala, Krílin frá Línu Rut og vörur frá Dimmalimm sem eru sívinsælar til ungbarnagjafa. Mér þætti líka flott gjöf að setja listrænt plakat frá Listasafninu í ramma.“ Fésbókarsíða búðarinnar birtir reglulega freistandi tilboð og þar sést hluti úrvalsins, en „auðvitað jafnast ekkert á við að fá fólk í búð- ina og njóta þess að veita því góða þjónustu,“ segir Vala að lokum. Safnbúð Listasafns Íslands er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 10-17. Eiguleg list hjá Listasafni Íslands Vala Karen er hér í fallegri verslun í Listasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er margt fagurra listgripa að finna í Safnbúðinni, meðal þeirra eru plaköt eftir þekkta listamenn. Fallega listgripi sem prýða heimilið má finna í Safnbúðinni í Listasafni Íslands. Listasafn Íslands við Tjörnina er skemmtilegt að heimsækja. Safnið er í fallegri byggingu þar sem spennandi sýningar laða gesti að. Einnig er þar glæsileg Safnbúð með eigulegum listgripum. KYNNING JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.