Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 6
verða búa hins vegar við allt önnur
starfskjör en skipaðir dómarar enda
aðeins með tímabundna ráðningu
við réttinn.
Reglur um skipun og starfskjör
dómara eru mikilvægur þáttur fyrir
sjálfstæði dómsvaldsins. Reglu um
æviráðningu dómara er ætlað að
tryggja að dómari þurfi ekki að ótt-
ast starfsmissi eða önnur óþægindi
vegna dóma sem þeir kveða upp og
gætu farið gegn vilja valdhafa eða
áhrifaafla í samfélaginu.
Stjórn Dómstólasýslunnar hefur
ítrekað lagt til við ráðherra að skip-
uðum dómurum verði fjölgað við
Landsrétt með lagabreytingu til
að bregðast við vanda Landsréttar
vegna dóms MDE. Dómurum verði
svo fjölgað aftur með sólarlags-
ákvæði í lögunum.
Lagði stjórn Dómstólasýslunnar
þessa leið til við ráðherra eftir að
dómur MDE var kveðinn upp í mars
og aftur eftir að yfirdeild réttarins
samþykkti að taka málið til endur-
skoðunar. Við það tækifæri sagði
Benedikt Bogason, formaður Dóm-
stólasýslunnar, að tillagan væri
gerð með hliðsjón af grundvallar-
reglu réttarríkisins um sjálfstæði
dómsvaldsins og mikilvægi þess að
dómarar njóti sjálfstæðis í störfum
sínum. „Við teljum mjög óheppilegt
að stór hluti dómara við Landsrétt
eða allt að þriðjungur sitji í rétt-
inum með tímabundna setningu,“
sagði Benedikt í samtali við Frétta-
blaðið 11. september síðastliðinn.
Ef frumvarp um tillögu Dóm-
stólasýslunnar hefði verið lagt fram
strax á síðasta vorþingi eða jafnvel
fyrr í haust hefði verið unnt að skipa
fleiri dómara nú fyrir áramót. Slíkt
frumvarp hefur ekki verið lagt fram
enn. En jafnvel þótt frumvarpið yrði
lagt fram strax í dag og því hraðað
gegnum þingið er ljóst að ekki
myndi gefast tími til að auglýsa
embættin né gefa hæfisnefnd tíma
til að leggja mat á umsækjendur
áður en skipa þyrfti í embættin um
áramót. adalheidur@frettabladid.is
Við teljum mjög
óheppilegt að stór
hluti dómara við Landsrétt
eða allt að þriðjungur sitji í
réttinum með tímabundna
setningu.
Benedikt
Bogason,
formaður Dóm-
stólasýslunnar
GLÆNÝR
FOCUS ACTIVE
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16 ford.is
KRÖFTUGUR OG FJÖLHÆFUR
Í JEPPASTÍL!
Ford Focus Active
Verð frá 3.690.000 kr.
Ford tekur þig lengra
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Focus Active
• Árekstrarvari að framan, nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur
• Veglínuskynjari og umferðaskiltalesari
• Leðurklætt stýrishjól
• Loftkæling
• Aksturstölva
• My Key (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða ofl.)
• ECO mode eldsneytissparnaðarkerfi
• SYNC3 raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu í 112
• Apple CarPlay og Android Auto
• 8” snertiskjár
• Stillanlegir akstursmátar (Normal/Eco/Sport/Trail og Snow)
• Easy fuel eldsneytisfylling án loks
• ESC stöðugleikastýrikerfi
• TC spólvörn
• TVC (Torque Vectoring Control)
• LED dagljós með birtuskynjara
• Hraðatakmarkari
• Brekkuaðstoð
STJÓRNSÝSLA Dómstólasýslan hefur
fallist á beiðni þeirra fjögurra dóm-
ara sem dómur Mannréttindadóm-
stóls Evrópu (MDE) í Landsréttar-
málinu tekur til, um launað leyfi til
1. júlí næstkomandi.
Dómararnir f jórir hafa ekki
dæmt mál frá því dómur MDE var
kveðinn upp í mars síðastliðnum.
Um skeið sinntu því aðeins ellefu
dómarar dómstörfum með þeim
afleiðingum að mál tóku að safnast
upp við réttinn.
Auk dómaranna f jögurra er
einn dómari við réttinn í náms-
leyfi til 1. mars á næsta ári. Tveir
dómarar óskuðu í september eftir
launuðu leyfi til áramóta og voru
þá settir þrír dómarar við réttinn
tímabundið. Setning tveggja þeirra
rennur út um áramót en þess þriðja
í lok febrúar á næsta ári.
Þar eð samþykkt hefur verið að
veita dómurunum fjórum leyfi í
sex mánuði frá áramótum er unnt
að setja fjóra dómara við réttinn
þann tíma, án auglýsingar.
Björn L. Bergsson, skrifstofu-
stjóri Landsréttar, staðfestir í svari
til Fréttablaðsins að slíkri ósk hafi
þegar verið komið á framfæri við
dómsmálaráðuneytið.
Þetta þýðir að fjórir af fimmtán
starfandi dómurum við réttinn eru
ekki skipaðir á grundvelli opins
skipunarferlis sem hefur það mark-
mið meðal annars að tryggja sjálf-
stæði dómsvaldsins.
Stöðurnar eru ekki auglýstar og
hæfnisnefnd mun því ekki skila
áliti um þá sem hæfastir eru. Á
grundvelli 26. gr. dómstólalaga
mun ráðherra hins vegar setja í hin
tímabundnu embætti á grundvelli
tillögu hæfisnefndar. Í ákvæðinu
er mælt fyrir um að settir dómarar
skuli koma úr röðum fyrrverandi
dómara. Sé það ekki mögulegt þá úr
röðum annarra sem fullnægja skil-
yrðum til að hljóta skipun í embætti
landsréttardómara.
Dómararnir f jórir sem settir
Þriðjungur dómara settur tímabundið
Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til við-
bótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbótar verða settir tímabundið án auglýsingar.
Lögum samkvæmt á Landsréttur að hafa aðsetur í Reykjavík en dómstólnum var tímabundið komið fyrir í Kópa-
vogi með sérstakri heimild í bráðabirgðaákvæði í dómstólalögum sem gildir til 1. janúar 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fjöldi dómara við
Landsrétt árið 2019
Mars
n Fjórir dómarar sem dómur
MDE tekur til leggja niður
dómarastörf að svo stöddu.
n Ellefu af fimmtán dómurum
réttarins sinna dómstörfum.
Júlí
n Jón Finnbjörnsson óskar eftir
launuðu leyfi frá réttinum
til áramóta. Sigríður Ingvars-
dóttir er sett tímabundið í
hans stað.
Ágúst
n Ásmundur Helgason óskar
eftir launuðu leyfi frá rétt-
inum til áramóta. Arngrímur
Ísberg er settur tímabundið í
hans stað.
September
n Ingveldur Einarsdóttir fer í
námsleyfi til 1. mars 2020.
Eggert Óskarsson er settur
í hennar stað til 28. febrúar
2020.
n Frá september hafa tíu
skipaðir dómarar af fimmtán
sinnt dómstörfum. Þrír dóm-
arar til viðbótar hafa verið
settir tímabundið til áramóta.
Nóvember
n Beiðnir Jóns Finnbjörnssonar,
Ásmundar Helgasonar, Arn-
fríðar Einarsdóttur og Ragn-
heiðar Bragadóttur um leyfi
frá 1. janúar til 1. júlí á næsta
ári eru samþykktar.
n Landsréttur hefur óskað
eftir því við ráðherra að dóm-
arar verði settir tímabundið í
þeirra stað.
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð