Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 14

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 14
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Mánudag til Laugardags Opnunartímar 10:00 - 18:00 BLACK FRIDAY! Af fart ölvum Allt að 50.000 Afslátt ur 25.-30. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að 4,98% lán tökugjald og 995 kr. jólareiknin gsgjald 27” IPS SKJÁ R Lúxus 27 ” IPS skj ár með örþu nnan skjáramm a! TILBOÐ DAGSINS Gildir aðeins þriðjudag 19.994 VERÐ ÁÐUR 29.990 Aðeins 30 stk1 stk á mann! 33%Afsláttur Á VERÐI FRÁ 29.994 SONY PS4 26. nóvem ber 2019 • B lack Friday tilboð gilda 25-30. nóvem ber eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Það fór varla fram hjá neinum fyrir stuttu þegar konu á 36. viku meðgöngu var vísað úr landi ásamt tveggja ára syni og eiginmanni sínum. Sem hjúkr- unarfræðingur og nefndarmeð- limur um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd á Landspítal- anum hef ég miklar áhyggjur af þessum viðkvæma hópi og finn ég mig því knúna til að skrifa þessa grein. Umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi búa við afar skerta heilbrigðisþjónustu þar sem sam- kvæmt lögum einungis lífsnauð- synlegum meðferðum á að sinna. Þó sýna rannsóknir fram á það að þessi jaðarsetti hópur, sem og aðrir jaðarsettir hópar, hafa meiri þörf fyrir góða alhliða heilbrigðis- þjónustu. Þetta stafar af mörgum orsökum m.a. vegna þess að þessir hópar eru líklegri til að hafa upp- lifað stór andleg og/eða líkamleg áföll í heimalandi sínu eða á veg- ferð sinni til betra lífs. Eins hafa rannsóknir sýnt fram á verra heilsulæsi hjá þessum hópi ásamt meiri heilsukvíða. Þungaðir ein- staklingar í þessum hópi eru jafn- framt sjö sinnum líklegri til að upplifa áhættumeðgöngu. Eins og nýliðnir atburðir hafa sýnt okkur þá er að verða æ erfið- ara fyrir heilbrigðisstarfsfólk að sinna þessum hópi svo vel skyldi. Ég er uggandi yfir þeirri þróun að aðrar ríkisstofnanir geta tekið fram fyrir hendur sérfræðinga á Landspítalanum og túlkað gögn sem við gefum frá okkur um heilsu þessara sjúklinga að vild. Þessar sömu stofnanir nýta sér lækni göngudeildar sóttvarna til að gefa út vottorð um einstaklinga sem sá sami læknir hefur aldrei séð eða sinnt. Vegna rétts lagalegs orða- lags er það vottorð tekið fram yfir vottorð frá spítalanum þrátt fyrir að umræddur læknir er lungna- læknir en ekki kvenlæknir og hafði eins og áður sagði ekki hitt sjúkl- inginn. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með þessum hætti kallar skömm yfir okkar stéttir og rýrir trúverðugleika okkar. Mikilvægt er að sjúklingar okkar treysti því að eiga öruggt skjól Landspítalanum og að orð okkar standist í sam- skiptum við aðrar ríkisstofnanir. Heilbrigðisþjónusta óháð uppruna Annað í þessu máli sem kom illa við mig, ásamt mörgu f leira heil- brigðisstarfsfólki, var að á meðan konan dvaldi á Landspítalanum var lögreglan fyrir utan með blikkandi lögregluljós á bíl sínum. Ég sé ekki að tilgangurinn með því hafi verið nokkur nema til að ógna konunni og jafnvel til að undirstrika fyrir starfsfólki að hér væri á ferð kona sem væri ólögleg í okkar landi. Að sinna fólki undir þessum kringum- stæðum og jafnframt geta ekki veitt sjúklingi öryggi fyrir utan- aðkomandi ógn eins og þessari er algjörlega ólíðandi að mínu mati og gerir okkur erfitt fyrir að sinna þessum sjúklingahópi jafn vel og öðrum. Þetta atvik sýnir okkur að það er nokkuð greinilegt að ríkis- stofnanirnar vinna ekki að sama markmiði: sanngirni og velferð þjónustuþega sinna. Heilbrigðisstarfsfólk sver þess eið að sinna öllum sem til þess leita jafnt og af alúð. Við eigum að vera málsvarar sjúklinga okkar og einungis vinna að hag þeirra. Við erum ekki varðhundar útlend- ingastefnu landsins eða féhirðar ríkisins. Mikilvægt er að heil- brigðisstarfsfólk geti sinnt skjól- stæðingum sínum þvert á uppruna og sama hvaða samfélagshópum skjólstæðingarnir tilheyra. Það getum við því miður ekki gert fyrr en allir sjúklingar okkar fá jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu. Ég hvet lesendur þessa bréfs til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekki greitt aðgengi að heilbrigðis- þjónustu og reyna að sjá fyrir sér samfélag og heilbrigðiskerfi sem tekur fólki með opnum örmum óháð uppruna. Eins hvet ég heil- brigðisstarfsfólk til að láta í sér heyra þegar sjúklingar okkar eru beittir óréttlæti. Á Íslandi er mikil velmegun og það er til skammar að við viljum ekki deila þeim gæðum með þeim sem minnst mega sín. Við verðum að gera betur. Heilbrigðisstarfsfólk sver þess eið að sinna öllum sem til þess leita jafnt og af alúð. Við eigum að vera málsvarar sjúklinga okkar og einungis vinna að hag þeirra. Við erum ekki varðhundar út- lendingastefnu landsins eða féhirðar ríkisins. Anna Kristín B. Jóhannesdóttir hjúkrunar­ fræðingur Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.