Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 37

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 37
Edda Karítas Baldursdóttir eddakaritas@frettabladid.is Holiday in the Wild Afrískt safarí er svo sannar- lega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á jólin. Þessi óhefðbundna jólamynd skartar töffaranum síunga Rob Lowe og Kristin Davis sem flestir ættu að kannast við úr þáttunum geysivinsælu Beðmál í borginni. Þessi rómantíska jólagamanmynd fjallar um konu sem eiginmaður- inn yfirgefur daginn fyrir ferð þeirra til Afríku. Hún ákveður því að halda til Sambíu ein síns liðs og hittir þar fyrir myndarlegan mann sem brennur fyrir verndun afríska fílsins. Jólagleðin streymir frá Netflix Mörgum getur þótt þreytandi að horfa á sömu jólamyndina í milljónasta skiptið. Þá getur Netflix bjargað jólunum með sínu mikla jólamyndaframboði sem nær yfir margar af þeim gömlu og góðu til sjóðheitra nýrra mynda beint úr Netflix-ofninum. Sjaldan er betra að hafa það náðugt en yfir góðu sjónvarps-efni í myrkasta skammdeginu. Sú óskrifaða regla að horfa skuli á Home Alone að minnsta kosti einu sinni yfir jólin á misvel við fólk þar sem sumum getur þótt það þreytandi að horfa á sömu jóla- myndirnar ár eftir ár. Það er því tilvalið að skoða það sem Netflix hefur upp á að bjóða og njóta jóla- slökunar yfir splunkunýju efni. Nailed It! Holiday! Sería 2 Nailed it er annar tveggja vinsælla bökunarþátta á Netflix en ólíkt hinum, Sugar Rush, er Nailed it! kaldhæðnislega nefnd keppni bakara sem eiga að reyna að herma eftir meistaralega skreytt- um kökum og öðru sætabrauði. Keppendurnir eru yfirleitt ekki þeir bestu í faginu og gera oftar en ekki bara hálfgerðar drullukökur. The Knight Before Christmas Vanessa Hudgens er á góðri leið með að festast í sessi sem jóla- drottning Netflix en um síðustu jól lék hún tvær persónur í The Princess Switch sem er einnig aðgengileg á streymisveitunni. Að þessu sinni fer hún með hlutverk kennara sem fellur fyrir breskum miðaldariddara sem ferðast hefur fram í tímann. Let it Snow Myndin, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu, fjallar um hóp unglinga sem láta ekki smá blind- byl á aðfangadagskvöld hafa áhrif á gleðina. Hér blandast saman táningahormónar og jólahátíðin þannig að ástin er vitanlega ekki langt undan. Klaus Framleiðendur Aulinn ég standa á bak við þessa einstöku jólateikni- mynd um sjálfselska bréfberann Jasper sem stendur sig sérlega illa í starfi. Hann er því sendur á eyju norður í ballarhafi þar sem búa aðeins nokkrar hræður og því ekki mikill póstur sem þarf að bera út. Þar tekst Jasper þó með hjálp nýrra kunningja, Kláusar og Ölvu, að dreifa jólagleðinni til hinna einangruðu eyjarskeggja. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort Jasper og félagar verða jafn vin- sælir og Aulinn sjálfur. Sugar Rush Christmas Baksturinn er eitt það helsta sem fólk gerir sér til dundurs og dægrastyttingar á jólunum þótt þau fyrirfinnist auðvitað sem vilja heldur njóta sætindanna og fylgjast með öðrum baka. Hér er á ferðinni jólaútgáfa vin- sællar Netflix-bökunarkeppni sem eflaust getur veitt mörgum bakaranum innblástur fyrir jóla- baksturinn. A Christmas Prince: The Royal Baby Þriðja myndin í þessari vinsælu jólamyndaseríu minnir hvað mest á konunglega ástarsögu Meghan og Harry prins um hvernig banda- rískri almúgastelpu tekst að vinna ástir prins frá fjarlægu landi. Að þessu sinni virðast handritshöf- undar sækja innblástur sinn í fæðingu litla prinsins Archie og hvernig það er að fæða konung- borðið barn í heiminn. Eflaust er ekki tekið út með sældinni að vera ólétt í sviðsljósinu og hvað þá ef maður telst til hátignar. Sannar gjafir eru lífsnauð-synleg hjálpargögn sem fólk getur keypt í nafni ástvina. „Þær eru keyptar í nafni þess sem viðkomandi vill gleðja,“ segir Esther Hallsdóttir sem starfar hjá UNICEF á Íslandi. Þau sem kaupa sannar gjafir fá gjafabréf í hendurnar sem er sniðugt að gefa í jólagjafir. „Þetta er mjög vinsæl jólagjöf. Það eru margir sem koma til okkar og kaupa fyrir alla fjöl- skylduna.“ Breitt verðbil Eins og má sjá á vefsíðu Sannra gjafa, sannargjafir.is, er fjölbreytt úrval sem hægt er að gefa. „Það er hægt að kaupa allt frá jarðhnetu- mauki sem hjálpar börnum með vannæringu og hlý teppi sem eru meðal annars send í f lóttamanna- búðir og aðra staði sem verður kalt á yfir veturinn.“ Svo er til dæmis hægt að kaupa hlý vetrarföt, bólu- setningar og töflur sem hreinsa vatn svo það verði drykkjarhæft. „Við erum með gjafir á mjög víðu verðbili,“ segir Esther. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir lágar upphæðir. Til dæmis kosta tvö þúsund vatnshreinsi- töflur aðeins rétt rúmlega þúsund krónur en hreinsa tíu þúsund lítra af vatni og gera það drykkjarhæft fyrir börn. Við erum með gjafir á allt frá undir þúsund krónum og upp í að kosta 150.000 krónur,“ en það er hægt að kaupa neyðar- tjald á um 150.000 krónur sem er reist meðal annars í f lóttamanna- búðum þar sem það hýsir til dæmis heilsugæslu eða barnvæn svæði. „En langflestar gjafirnar kosta innan við 10.000 krónur,“ segir Esther. UNICEF sér svo um að koma gjöfunum á áfangastaði, en þær fara þangað sem neyðin er mest. „UNICEF fylgist vel með hvar neyðin er mest og neyðargögnin eru send til barna sem þurfa mest á þeim að halda hverju sinni. Þau sem kaupa Sannar gjafir eru að kaupa raunveruleg hjálpargögn, ekki bara andvirði gjafanna.“ Fleiri kaupa Sannar gjafir Esther segir alltaf vera sérstak- lega skemmtilegt á skrifstofunni í kringum jólin, þegar fólk kemur þangað og vill kaupa Sannar gjafir. „Þá erum við með heitt á könnunni og það myndast voðalega skemmtilegt andrúms- loft á aðventunni.“ Fólk er alltaf velkomið að koma á skrifstofu okkar á Laugavegi 176, en það er líka hægt að kaupa Sannar gjafir í formi jólakorta í verslunum Lindex á Íslandi. „Við erum með nokkrar útgáfur af þeim, eitt jóla- kortanna gefur tuttugu skammta af bóluefni gegn mislingum til dæmis. Svo vorum við líka að byrja að selja Sannar gjafir í formi merkimiða.“ Esther segist taka eftir að það er vaxandi fjöldi fólks sem kaupir Sannar gjafir. „Það er mjög skemmtilegt að sjá að það eru alltaf f leiri og f leiri sem vilja gefa Sannar gjafir í jólagjöf. Það er mjög falleg hugsun sem býr þarna að baki.“ Falleg hugsun á bak við gjafirnar Esther Hallsdóttir segir að þeir sem kaupa sannar gjafir fá gjafabréf í hendurnar sem er sniðugt að gefa í jólagjafir. Það er alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem koma á skrifstofuna og kaupa gjafir Unicef. FRÉTABLAÐIÐ/STEFÁN Mikið úrval hjálpargagna á sannargjafir.is. Á myndunum eru skólatöskur, jarðhnetumauk og vatnshreinsitöflur. Sannar gjafir UNICEF hafa nú í þó nokkur ár hjálpað börnum í neyð um allan heim. Þær eru keyptar í nafni þess sem gjöfina fær. KYNNING JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 916
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.