Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 81

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 81
Ein vinsælasta spurning barna víða um heim er þessi: Er jólasveinninn til? Frægasta svar við þeirri spurningu er leiðari dagblaðsins The Sun í New York árið 1897. Svarið var afdráttarlaust og svo afgerandi og heillandi að enn þann dag í dag er vitnað til þess. Forsagan er sú að þetta ár, 1897, spurði átta ára gömul stúlka í New York, Virginia O’Hanlon, föður sinn að því hvort jólasveinninn væri raunverulega til. Hann stakk upp á því að hún skrifaði The Sun, þar Jólasveinninn er til Virginia vildi vita hvort jólasveinninn væri til. Virginia á efri árum. Henni bárust fjölmörg bréf vegna leiðarans fræga. Leiðarinn og leiðarahöfundurinn sem var mikill efasemdamaður. Já, Virginia, jóla- sveinninn er til. Hann er jafn örugglega til og ást og örlæti og holl- usta, og þú veist að slíkt fyrirfinnst í ríkum mæli og gæðir lífið hinni æðstu fegurð og gleði. Frægasti leiðari í sögu Bandaríkjanna fjallaði um tilvist jólasveinsins og var skrifaður af miklum efasemdamanni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is sem það væri áreiðanlegt dagblað sem færi ekki með fleipur. Virginia litla settist niður og skrifaði stutt bréf: „Kæri ritstjóri. Ég er átta ára gömul. Sumir litlir vinir mínir segja að jólasveinninn sé ekki til. Pabbi segir: Ef það stendur í The Sun þá er það rétt. Viltu segja mér sannleikann: Er jóla­ sveinninn til? Trúleysingi bregst við Bréfið kom á borð ritstjórans Francis Pharcellus Church sem var kaldhæðinn trúleysingi. Hann svaraði Virginiu í 500 orða leiðara blaðsins og þar var tónninn alls ólíkur því sem venja var í skrifum hans. Leiðarinn var ómerktur því Church vildi ekki leggja nafn sitt við þennan hlýja og heimspekilega leiðara, sem síðan hefur verið endurbirtur ótal sinnum og er sagður frægasti leiðari í bandarískri blaðasögu. Hann hóf leiðarann á orðunum: „Virginia, litlu vinirnir þínir hafa á röngu að standa. Þeir eru undir áhrifum vantrúar á öld efahyggj­ unnar. Þeir trúa einungis því sem þeir sjá. Það sem hugur þeirra skilur ekki flokka þeir sem ómögu­ legt …“ Seinna í leiðaranum sagði Church: „Já, Virginia, jólasveinninn er til. Hann er jafn örugglega til og ást og örlæti og hollusta, og þú veist að slíkt fyrirfinnst í ríkum mæli og gæðir lífið hinni æðstu fegurð og gleði. Hve drungaleg veröldin væri án jólasveinsins. Hún væri jafn drungaleg og ef það væru engar Virginiur til. Þá væri engin barnsleg trú, enginn skáldskapur eða sögur til að gera þessa tilveru bærilega …“ Og Church hélt áfram: „Þú gætir fengið pabba þinn til að ráða menn til að vakta alla strompa á jólanótt í von um að handsama jólasveininn, en væri það einhver sönnun ef þeir sæju hann ekki? Það raunveru legasta í þessum heimi er það sem hvorki börn né menn geta fest augu á. Sástu einhvern tímann álfa dansa á gras­ flötinni? Auðvitað ekki, en það er engin sönnun þess að þeir séu ekki þarna. Enginn getur skilið eða ímyndað sér öll þau undur sem eru hulin og ósýnileg.“ Leiðaranum lauk á orðunum: „Enginn jólasveinn! Guði sé lof að hann lifir og það eilíf lega. Að þúsund árum liðnum, Virginia, nei, eftir tíu sinnum tíu þúsund ár, mun hann enn gleðja barns­ hjörtun.“ Jákvæð áhrif Virginia litla varð ung kona og giftist en eiginmaðurinn yfirgaf hana áður en dóttir þeirra fæddist. Hún varð farsæll kennari og síðar skólastjóri. Alla ævi streymdu til hennar bréf vegna leiðarans fræga og svaraði hún þeim flestum. Í viðtali seint á ævinni sagði hún leiðarann hafa haft afar jákvæð áhrif á líf sitt. Hún lést árið 1971, 81 árs gömul. Leiðari Church hefur verið innblástur að sjónvarpsþáttum, teiknimyndum og tónverkum og er reglulega rifjaður upp í heims­ pressunni. HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð, enda skapar það sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu. Veldu gæði - veldu Kjarnafæði JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 960
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.