Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 87

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 87
Við höldum í okkar jóla-hefðir og allt sem gefur góðan anda er í heiðri haft,“ segir listamaðurinn Aðalheiður Eysteinsdóttir. Þótt hún sé komin með starfsemi sína að mestu í Alþýðuhúsið á Siglufirði mun hún halda jólin í Freyjulundi með fjöl- skyldu sinni. Þar er stór stofa enda er Freyjulundur gamalt samkomuhús sem stendur miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur. „Ég smíða í stofunni minni og prjóna og eins og aðrir horfi ég á sjón- varpið.“ Jólatréð stendur innan um timburdót og skúlptúra. „Þetta er jólatré sem ég smíðaði sjálf, skreytt með fundnum hlutum og heimagerðu skrauti, alls konar munum sem við í fjölskyldunni höfum gert, barnabörn, ömmur, afar, systkini og frændfólk. En ég hef líka ljósaseríu á því og einstaka glitrandi kúlu, smá glimmer.“ Hún segir tréð í raun það eina sem hún skreyti fyrir jólin en auk þess geri hún lítil jólatré og hafi úti í glugga. Spurð af hverju tréð sé blátt, svarar hún: „Ég hugsa það sem blágreni.“ Talsvert ber á kattafígúrum á trénu og kringum það þegar það er fullskreytt, að sögn Aðalheiðar og hún útskýrir hvernig sú hefð er tilkomin. „Við eigum læðu sem eignaðist kettlinga um tveimur mánuðum fyrir jólin 2006, þeir voru heldur betur orðnir sprækir á aðfangadag og klifruðu stöðugt í trénu. Svo mér fannst kjörið að búa til spýtukett- linga. Þessir sem voru lifandi hafa eflaust haldið að ég hafi búið jóla- tréð til handa þeim.“ Opið hús um helgar Kattafígúrur eru list- munir sem Aðalheiður er orðin þekkt fyrir og hún segir þær alltaf að þróast. „Engir tveir kettir eru eins. Yfir allt árið set ég kubba í sérstakan kassa sem merktur er jólakettir. Svo þegar fer að líða að jólum fer ég að tína þá upp og vinna úr þeim. Við opnum heimili okkar og vinnu- stofu fyrstu og síðustu aðventu- helgina og á Þorláksmessu. Þá er gestum boðið að skoða verkin okkar sem hugsanlega gætu ratað í jólapakka,“ útskýrir hún. Þegar líður að jólum fjölgar á heimilinu í Freyjulundi. „Börnin mín eru orðin fullorðið fólk og fjölskyldan er svolítið á tvist og bast, sonur minn býr í Dan- mörku og yngsta dóttir mín er í Listaháskólanum í Reykjavík en er skiptinemi úti í Aþenu. Elstu dæturnar tvær búa á Akureyri með fjölskyldur sínar. Þau koma samt heim um jólin svo það verður ástvinafundur.“ Litfagurt grænmetisfæði Hvað borðað er á aðfangadags- kvöld segir Aðalheiður alltaf að breytast og engar hefðir séu í því matarvali nú orðið. „Við gerum alltaf einhverjar tilraunir og erum aðallega með litfagurt grænmetisfæði á aðfangadegi jóla. Á jóladag hefur hangikjötsveislan verið á undanhaldi og mun nú víkja fyrir alls konar girnilegum og framandi réttum. Laufa- brauðið fær þó að vera með, við leggjum mikið upp úr laufabrauðsskurði á heimilinu.“ Annan jólabakstur segir Aðalheiður hafa breyst mikið. „Það eru ekki margar sortir af smákökum, heldur er allt sem bakað er sykur- og hveiti- laust. En við erum með konfekt og gotterí sem við gerum saman, oft bara á meðan á annarri matargerð stendur. Það gerist allt á stund og stað. Við erum ekkert að farast úr stressi yfir jólaundirbúningi á mínu heimili, alls ekki. En við hlökkum alltaf til samverunnar. Fólk í fríum kemur heim og oft erum við líka með aukagesti hjá okkur, vini og vandamenn. Þetta er alltaf dásamlegur tími, jól og ára- mót, fjölskyldu- samvera með ástvinum. Við erum ekki mjög bókstafstrúuð fjöl- skylda en trúum á allt sem gott er.“ Trúum á allt sem gott er Bláa spýtujólatréð hennar Aðalheiðar Eysteinsdóttur myndlistarmanns er einstakt listaverk sem stendur í stofunni í Freyjulundi í Eyjafirði innan um tréfólk í raunstærð. Um jólin fyllist stofan líka af lífi og kærleika. Stofan í Freyjulundi er jafnframt vinnustofa og þar eru listaverk á hverju strái eftir heimilisfólkið. Kisurnar eiga eftir að verða meira áberandi þegar nær dregur jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is F all ega r g ers em ar JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 966
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.