Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 114

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 114
Íslendingar elska góða sultu á ostana sína og ostabakkar eiga sinn fasta sess á hátíðarborðum þjóðarinnar. Frönsku gæðasulturn- ar og marmelaðið frá St. Dalfour henta einstaklega vel með ostum af öllu tagi enda úrvalið gott. Saga merkisins spannar um hundrað ár þannig að reynslan er umtalsverð enda Frakkar annálaðir sælkerar, ekki síst þegar kemur að ostum. Innihaldið skiptir máli Allt hráefni í vörurnar frá St. Dalfour er valið af kostgæfni til að tryggja gæði og ferskleika. Enginn viðbættur sykur er notaður í sulturnar okkar en í þeim er að sjálfsögðu náttúruleg- ur ávaxtasykur sem gefur alveg mátulegt magn af sætu og gerir það að verkum að bragðið af ávöxtunum nýtur sín en hverfur ekki í sykurlög. Val á sultu með ostum Það getur verið dálítil kúnst að velja saman sultur og osta svo vel fari en um það gildir reyndar að allt er leyfilegt því smekkur fólks er misjafn. Engu að síður eru til þumalfingursreglur um þetta eins og annað og á því sviði standa sultusérfræðingar St. Dalfour undir nafni. Þeir benda okkur á að hafa eftirfarandi meginreglu í huga: Þegar para á saman sultu og ost þannig að bragðgæði beggja njóti sín sem best er gott að hafa annars vegar í huga hversu bragðsterkur osturinn er og hversu sæt sultan er hins vegar. Það er vegna þess að almennt gildir að andstæður laða fram það besta hvor í annarri, ekki síst þegar sultur og ostar eiga í hlut – eins og reyndar í svo mörgu öðru en það er önnur saga. Sætari sultur með bragðsterkum ostum Því bragðsterkari sem osturinn er því betur á við að hafa með honum sætari og ferskari ber, til dæmis jarðarber eða hindber. Með mildari osti henta minna sæt ber og þá er gott að velja sultur gerðar úr súrari berjum, jafnvel villtum. Með mjúkum sætari ostum eins og Brie og Óðalsostum hentar að nota sultur úr súrari berjum eða jafnvel apríkósu- eða appelsínumarmelaði. Marmelaðið kemur nefnilega oft skemmtilega á óvart bæði fyrir bragð og áferð auk þess sem það ljær bakkanum „sólríkara“, ferskara og Žölskrúð- ugra yfirbragð. Á myndinni hér að ofan má sjá nokkur dæmi um osta og sultur sem eiga vel saman. Sérfræðingar St. Dalfour gefa ráð um val á ostum og sultum á ostabakkann Ostabakkinn - nokkur góð ráð • Veljið a.m.k. 4-5 mismunandi gerðir af ostum af mismunandi styrkleika. • Ostur er bestur við herbergishita. Takið ostana því út úr ískápnum að lágmarki tveimur tímum áður en til stendur að bera þá fram. • Raðið ostunum réttsælis á bakkann frá þeim mildasta til þess sterkasta. • Skiptið bakkanum í hluta og raðið viðeigandi meðlæti hjá hverjum osti svo það sé skýrt hvað er ætlað saman. • Gott er að setja litlar skálar með viðeigandi sultu hjá þeim osti/ostum sem þær passa við. • Notið ber eða skraut til að skipta bakkanum upp í hluta. 100% ávextir Engin aukefni Með mildum ostum mælum við með sultum úr súrari berjum, eða ávöxtum t.d. villtum bláberjum eða apríkósumarmelaði. Með mildum harðari ostum mælum við með sultum úr súrari eða villtum berjum, t.d. villtum bláberjum eða bláberjum & trönuberjum. Með millisterkum ostum passar mjög vel að vera með sultu úr blönduðum ávöxtum sem gefur skemmtilegt eftirbragð og tónar vel með ostinum. Sultur úr berjum sem gefa góða sætu og ferskleika leika við bragðlaukana með bragðmeiri ostum, t.d. hindberjasulta eða hindberja & granateplasulta. Með grænmygluostum mega sulturnar gjarnan vera úr sætum berjum. Við mælum með hindberja- eða jarðarberjasultu til þess að ostarnir njóti sín sem best.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.