Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 115

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 115
Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas@frettabladid.is Jólin eru líklega sá tími ársins þegar landsmenn halda hvað fastast í hefðirnar. Það ein- skorðast ekki við hvort það sé rjúpa eða hnetusteik á aðfanga- dagskvöldi heldur horfa líka margir á sömu jólamyndirnar ár eftir ár. Hvort sem það er Bruce Willis eða Chevy Chase sem verður fyrir valinu er vissulega notalegt að hjúfra sig í nostalgíu en á sama tíma missir fólk af skemmtilegu tækifæri. Hátíð ljóssins á sér nefni- lega stað á myrkasta tíma ársins sem er gróðrarstía fyrir gæsahúð og góðar hrollvekjur. Það er því um að gera að brjóta aðeins upp, fá sér salsasósu með rjúpunni og gefa jólahryllingsmyndum séns. Svört jól Slökktu á jólaseríunni, gefðu Kevin McCallister verðskuldaða pásu á jólunum og smelltu nokkrum jólahrollvekjum á skjáinn í myrkrinu. Black Christmas (1974) Vanmetin mynd sem hefur orðið költ á síðari árum. Stúlkur í háskólasystralagi fá perralegar upphringingar frá trufluðum ein- staklingi sem er ekki jafn meinlaus og hann hljómar í fyrstu. Sögu- þráðurinn kemur sífellt á óvart og mikið er gert fyrir lítinn pening. Ástæðan fyrir því að myndin hefur að mestu gleymst er líklega sú að lítið sést af morðingjanum sem er fyrir vikið ekki jafn einkennandi og kollegar hans Michael Myers og Jason. Það vita þó flestir ótta- sæknir að það ýtir aðeins undir óhugnaðinn. Gremlins (1984) Það er eiginlega mesta furða að gráðugir framleiðendur hafi ekki stokkið á Greppitrýnin í núverandi gósentíð endurgerðanna. Ungur strákur eignast einkennilegt gæludýr og því fylgja önnur og fleiri sem breytast í skrímsli við furðulegar aðstæður. Myndin er stórskemmtileg og mætti eigin- lega flokkast sem ævintýramynd þótt hún sé virkilega trufluð á köflum. Mælt er með að halda fyrir augun á þeim yngstu þegar örbylgjuofninn birtist á skjánum. Krampus (2015) Jólin eru ekki eins alls staðar. Íslendingar sitja uppi með Grýlu, en annars staðar þarf fólk að hafa áhyggjur af Krampusi gamla. Þegar ungur strákur missir hátíðar- andann á glötuðum jólum með vonlausum ættingjum, kallar hann yfir þau hinn djöfullega Krampus og hræðilegt fylgdarlið hans. Það er hughreystandi að vita að við erum ekki eina landið sem nýtur þess að hræða líftóruna úr ungum börnum á hátíð ljóss og friðar. Gleði í jólapakkann Rare Exports (2010) Ef það er einhver þjóð sem heldur jafnvel enn myrkari jól en við þá eru það Finnarnir. Hér bjóða þeir okkur upp á brenglað jólaævintýri þar sem Sveinki gamli er grafinn upp úr jörðinni, og hann er ekki alveg jafn rjóður og góður eins og við munum eftir honum. Myndin er blóðug og drepfyndin – frábær leið til að rífa sig úr hátíðarskap- inu sem á það til að halda sér allt of lengi. JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 994
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.