Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 122
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
hátíðí bæ
Jólakúlur komu fyrst til Ameríku frá Þýskalandi. NORDICPHOTOS/GETTY
Jólakúlur eru mjög vinsælt jólaskraut víða um heim en óljóst er
hvaðan sú hefð kemur upprunalega. Sú hefð að hengja skraut á
grenitré um jólin er talin hafa byrjað í Þýskalandi á 16. öld en fyrsta
jólaskrautið var mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag. Trén voru
gjarnan skreytt með kertum, eplum og hnetum. Smám saman varð
skrautið íburðarmeira og handmálaðar blásnar glerkúlur og blýkúlur
fóru að verða algengt skraut á trjám. Það er ekki vitað hvenær sú
hefði byrjaði er vitað er til þess að ríkir Bandaríkjamenn hafi flutt
inn þýskar handgerðar jólakúlur og selt þær í verslunum í heima-
landi sínu fyrir árið 1890. Seinna meir jókst úrvalið af jólakúlum
og handgerðar þýskar kúlur fóru að keppa við fjöldaframleiddar
japanskar og evrópskar kúlur.
UPPRUNI JÓLAKÚLUNNAR
Það er gaman og gott að kyssast
undir mistilteini.
Koss undir mistilteini þykir
rómantísk hefð á jólum, ekki
síst í jólakvikmyndum og
jólatónlist. Það kitlar marga
að hafa mistiltein við höndina
yfir hátíðarnar ef sá rétti eða
sú rétta birtist því allir vilja
eiga jólakærasta eða jóla-
kærustu þegar jólaljósin
tindra og árstíminn býður
upp á endalaust kúr. Hefðin
að kyssast undir mistilteini
er ekki upprunnin í Banda-
ríkjunum heldur Norðurlönd-
unum, að talið er. Samkvæmt
henni þurfa allir sem standa
undir mistilteini á jólum að
kyssast en margir tryggja sér
mistiltein og draga hann upp
á óvæntustu stundum til að
hafa afsökun fyrir því að kyssa
þann sem þeir hrífast af.
KOSS UNDIR
MISTILTEINI
Sá siður breiddist hratt út í
Reykjavík, og síðar öðrum
kaupstöðum á Íslandi, að
börn settu skó sinn í glugga á
hverju kvöldi nokkru fyrir jól
í von um að jólasveinninn léti
í hann góðgæti sem fyndist
morguninn eftir. Sú von gerði
börnin oft þægari að sofna.
Siðurinn varð hins vegar
hamslaus eftir 1950. Sumir
settu skóinn út glugga í upp-
hafi jólaföstu, eða 1. desemb-
er, og stundum komu stórar
fjárfúlgur í skóinn. Olli slíkt
bæði metingi og sárindum
þegar börn báru sig saman í
skóla, og leiðindum fyrir alla
uppalendur. Ekki var þó gert
skipulagt átak til að hamla
gegn þessum ófögnuði.
Fóstrur og ömmur leituðu þó
ráða hjá þjóðháttadeildi Þjóð-
minjasafnsins og af hennar
hálfu var fjallað um málið í
Ríkisútvarpinu. Árangurinn
varð sá að upp úr 1970 tókst
smám saman að innræta
þá eðlilegu meginreglu að
ekkert kæmi í skóinn fyrr en
stærsti jólasveinninn kæmi til
byggða, 13 eða 9 nóttum fyrir
jól, og að ekki væri annað en
smáræði í skónum.
Heimild: Jólavefur Júlla
AÐ GEFA Í SKÓINN
JÓL 20192 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 101