Fréttablaðið - 26.11.2019, Qupperneq 141
Am e r i c a n M u s i c Awards verðlauna-hátíðin, eða AMA, fór fram í Los Angeles á sunnudagskvöld. Mikið var um dýrðir
að vanda en það var söngkonan
Ciara sem var kynnir kvöldsins.
Sigurvegari kvöldsins var þó vafa-
laust söngkonan Taylor Swift, sem
var valin listamaður áratugarins.
Hún kom einnig fram og söng brot
af nokkrum af sínum bestu lögum
í gegnum tíðina ásamt titillaginu af
nýjustu plötu sinni, Lover.
Í upphafi atriðisins stóð Taylor á
sviðinu í skyrtu merktri fyrstu sex
plötum hennar og söng lagið The
Man. Hún hlaut sex verðlaun alls.
Athygli vakti að söngkonan Lizzo
sem hefur stolið hug og hjörtum
hlustenda vestanhafs fyrir öryggi
og f lotta framkomu hlaut engin
verðlaun á hátíðinni, en hún vakti
þó mikla athygli á rauða dreglinum
fyrir val á fylgihlut. Stjörnuparið
Shawn Mendes og Camila Cabello
var sjóðheitt á sviðinu. Þar tóku þau
lagið Señorita, en þau hlutu verð-
laun fyrir besta tónlistarsamstarf
ársins.
Athygli vakti að tónlistarkonan
Ariana Grande hlaut engin verð-
laun, en hún var tilnefnd til sex.
Taylor Swift
senuþjófur
kvöldsins
Á sunnudaginn fór fram verðlaunahátíðin
American Music Awards í Los Angeles.
Fræga fólkið lét sig ekki vanta, en senu-
þjófur kvöldsins var söngkonan Taylor
Swift. Hún kom, sá og sigraði og hlaut
einnig mikið lof fyrir atriði sitt þar sem
hún tók syrpu af sínum vinsælustu lögum.
Billie
Eilish er
kannski ung að
árum en hefur sýnt það
og sannað að hún gefur
ekkert eftir þegar kemur að
gerð góðrar tónlistar. Hún
hlaut verðlaun sem besti
nýi listamaðurinn.
Söngkonan
Ciara var kynnir
á hátíðinni og
þótti standa sig
með
prýði.
Söngkonan
Halsey mætti ekki
með nýja kærastann,
leikarann Evan Pet-
ers, á rauða dregilinn,
en þau opinberuðu
samband sitt
nýverið.
Tónlistar-
maðurinn
og spaugarinn
Diplo mætti í
þessari múnd-
eringu.
Selena
Gomez kom
fram á hátíðinni,
en hún hefur verið
að gefa út tónlist
af fullum krafti
undan-
farið.
Taylor kom
sá og sigraði, en
hún hlaut alls sex
verðlaun á hátíðinni.
Þar af ein fyrir að
vera tónlistarmað-
ur áratugarins.
Lizzo
var tilnefnd til
þrennra verðlauna
en hlaut engin í þetta
skipti. Hún fékk þó mikla
athygli fyrir smágerða
handtösku frá Christian
Dior. NORDICPHOTOS/
GETTY
Post
Malone var til-
nefndur til flestra
verðlauna á hátíðinni
í ár, eða sjö, en hann
vann einungis ein
þeirra.
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ