Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2019, Qupperneq 143

Fréttablaðið - 26.11.2019, Qupperneq 143
VIÐ ERUM MEÐ ALVEG EINSTAKAN HÓP SEM STENDUR VAKTINA SAMA HVAÐA DAGUR ER OG VILL ALLT FYRIR SKJÓLSTÆÐINGANA OKKAR GERA. Elísabet Brynjarsdóttir ÞETTA BLUNDAÐI SVO BARA Í OKKUR ÞANGAÐ TIL VIÐ SÁUM FYRSTA KLIPPIÐ OG FUNDUM AÐ VIÐ BARA YRÐUM AÐ GERA ÞETTA. VEGNA ÞESS AÐ OKKUR FANNST SENAN SVO STERK OG HÚN SAT SVO Í OKKUR. Lilja Ósk Snorradóttir Við pökkum inn jólunum með bestu jólatónlistinni! Jólastöðin þín Leikstjórinn og handrits-höfundurinn Rúnar Rún-arsson fléttar í sinni nýj-ustu kvikmynd saman 58 örsögur sem allar eiga sér stað á aðventunni og síðustu dögum ársins 2018 og endurspegla íslenskan veruleika í brotakenndri heild skyndimynda. Eitt þessara spegilbrota sýnir samskipti skjólstæðings og hjúkr- unarfræðings í skaðaminnkunar- bílnum Frú Ragnheiði. „Þetta er auðvitað leikin sena þar sem reynt er að endurspegla á raunsæjan hátt komu fólks í bílinn til okkar í kringum jólin,“ segir Elísabet Brynj- arsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar, sem segja má að leiki einhvers konar útgáfu af sjálfri sér í Bergmáli. „Ég er ekki búin að sjá þetta en mæti á styrktarsýninguna. Ég fékk nokkur skilaboð eftir frumsýning- una um að þetta hefði verið mjög átakanleg en falleg sena og er bara spennt að sjá.“ Óvæntur jólaglaðningur Elísabet segir að þótt Frú Ragnheið- ur sé í grunninn nálaskiptiþjónusta með áherslu á skaðaminnkun þá sé mannlegi þátturinn öllum sem að verkefninu koma efstur í huga. „Hann er rosalega mikilvægur hluti af verkefninu okkar og það er ótrú- lega fallegt og snertir við okkur í Ragnheiði að leikstjórinn og fram- leiðendurnir hafi viljað halda sér- staka styrktarsýningu fyrir okkur. Við erum auðvitað bara fjár- mögnuð á styrkjum og þurfum á öllum peningum að halda og erum að fara að undirbúa jólin en undan- farin ár höfum við verið með jóla- gjafir í bílnum og dreifum þeim til skjólstæðinga okkar viku fyrir jól og á aðfangadag,“ segir Elísabet og bendir á að Ragnheiður ekur alltaf sinn rúnt, sex sinnum í viku, virka daga sem og stórhátíðisdaga. „Þau vissu að Frú Ragnheiður keyrir um jólin og aðstoðar skjól- stæðinga og þess vegna hugsuðu þau til okkar þar sem myndin á í raun að endurspegla jólin frá mis- munandi sjónarhornum.“ Frú Ragnheiður dreifir einnig mat og hlýjum fatnaði til skjólstæðinga sinna en Elísabet segir velvilja fjölda fólks og fyrirtækja úti um allan bæ gera þeim þetta mögulegt. „Við erum með þessar jólagjafir og mikið um góðhjartað fólk úti um allan bæ sem er að prjóna fyrir okkur þannig að við gefum húfur, vettlinga, sokka og svona.“ Að ógleymdum þessum „félagsskap, sálræna stuðningi og mannlegu nánd sem allir þurfa“. Einstakur hópur á ferð „Þessi hugmynd kviknaði fyrst í raun bara alveg strax eftir tök- urnar,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi hjá Pegasus, um sýn- inguna á morgun. „Þetta blundaði svo bara í okkur þangað til við sáum fyrsta klippið og fundum að við bara yrðum að gera þetta. Vegna þess að okkur fannst senan svo sterk og hún sat svo í okkur,“ segir Lilja sem telur óhætt að fullyrða að aldrei áður hafi verið gerð „önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd“, og Bergmál. „Jólin eru ótrúlega sérstakur og að mínu mati bara yndislegur tími hjá okkur í Frú Ragnheiði,“ segir Elísabet þegar talið berst að þeim um um það bil 100 sjálfboðaliðum sem skiptast á að standa vaktina í bílnum. „Við erum með alveg ein- stakan hóp sem stendur vaktina sama hvaða dagur er og vill allt fyrir skjólstæðingana okkar gera,“ segir Elísabet og bætir við að fyrst og fremst treysti heimilislausir og sprautufíklar með fjölþættan vímuefnavanda á Frú Ragnheiði. Harmurinn í fegurðinni Jólavaktir Frú Ragnheið- ar vega þungt í huga Elísabetar vegna þess að skortur og sárar tilfinningar hafa tilhneigingu til að magnast í birtu j ó l a l j ó s a n n a . „Þess vegna finnst mér svo dýrmætt að sjálf boðaliðarnir okkar séu til- búnir að standa vaktina óháð því hvaða dagur er til þess að geta veitt þessa mannlegu nánd og sálrænan stuðning. Jólin eru einstakur tími og ég kemst alla vega ekki í jóla- skap án þess að taka vakt í Frúnni í kringum jólin.“ Elísabet segir tilfinningatenging- una milli sjálfboðaliðanna og skjól- stæðinganna mögulega vegna þess einstaka trausts sem Rauði kross- inn og Frú Ragnheiður hafa náð að byggja upp í gegnum árin. „Skjólstæðingarnir okkar treysta okkur mjög vel og það er alveg ómetanlegt og dýrmætt fyrir verk- efnið okkar. Við gætum náttúrlega ekki starfað án þess að hafa traust þeirra. Þau vilja leita til okkar á sínum forsendum og það er svo dýrmætt í öllum þessum samskiptum, sérstaklega einmitt svona í k r ing um jólin þegar erfiðar aðstæður geta mögu- lega oft orðið ennþá erf iðari í ljósi þess hvernig allt á að vera.“ toti@frettabladid.is Rúntar með sprautunálar og ullarsokka Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður kemur við örsögu í Bergmáli eftir Rúnar Rúnarsson. Atriðið snart aðstandendur myndarinnar svo djúpt að þau ákváðu að styrkja sprautubílinn góða með sérstakri sýningu í Háskólabíói annað kvöld. Skjólstæðingur leitar til Frú Ragnheiðar í aðdraganda jóla í einni þeirra tæplega sextíu örsagna sem verðlaunaleik- stjórinn Rúnar Rúnarsson fléttar saman í sinni nýjustu kvikmynd, Bergmál. Skaðaminnkun Frú Ragnheiðar Frú Ragnheiður – skaðaminnkun var sett á laggirnar árið 2009 og byggir á hugmyndafræði skaða minnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra ein- staklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaða minnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Frú Ragn- heiðar bíllinn er sérinnréttaður til að veita slíka þjónustu á vett- vangi og þjónustar einstaklinga á öllu höfuðborgarsvæðinu sex kvöld í viku frá 18.00-21.00. Árið 2018 leituðu 455 ein- staklingar til Frú Ragnheiðar, heimsóknir voru 3.854 talsins og fargaði verkefnið 2.670 lítrum af notuðum sprautubúnaði. www.raudikrossinn.is Styrktarsýning Frú Ragnheiðar Íslenska kvikmyndin Bergmál verður sýnd í Háskólabíói á sérstakri styrktarsýningu fyrir Frú Ragnheiði klukkan 18 mið- vikudaginn 27. nóvember. Allur ágóði af miðasölu mun renna til skaðaminnkunarverkefnisins og skjólstæðinga þess. Hjúkrun- arfræðingurinn Elísabet Brynjars- dóttir stendur vaktina í Frú Ragnheiði og bíður spennt eftir því að sjá sjálfa sig í hlutverki stall- systur sinnar á hvíta tjaldinu í Háskóla- bíói. 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.