Fréttablaðið - 27.04.2016, Side 2
Veður
Í dag er útlit fyrir stífa norðanátt með
kólnandi veðri og éljum fyrir norðan
og austan. Sunnan og vestan til
stefnir í nokkuð bjartan dag þó að hiti
fari ekki mikið yfir 6 stig. sjá síðu 18
Garðbæingar í hreinsunarátaki
Hjónin Inga Þyri Kjartansdóttir og Bergþór G. Úlfarsson fara með svarta plastpoka með sér í sinn daglega göngutúr með hundinn og tína rusl í
Garðabænum. Bærinn stendur fyrir átaki í apríl með það að markmiði að verða snyrtilegasti bær landsins. Hjónin láta ekki sitt eftir liggja og hafa
fyllt sjö poka á síðustu þremur dögum. Fréttablaðið/Vilhelm
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir, Fjarðarkaup og Þín verslun Seljabraut
Öflug hita- og
kælimeðferð
NÁTTÚRULEGT
VERKJAGEL
lögreglumál „Þetta er náttúrlega
algerlega óþolandi. Ef menn eru
ósáttir eiga þeir að beina reiði sinni
að þeim sem setja reglurnar en ekki
að starfsfólkinu á planinu,“ segir
Björn Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Sorpu, um viðskiptavini sem
neita að borga uppsett gjöld og beita
jafnvel starfsfólkið ofbeldi.
Björn bendir á tvö nýleg tilvik. Fyrr
í þessum mánuði hafi viðskiptavinur
reynt að hrinda starfsmanni og hótað
honum lífláti. Í desember síðastliðn-
um hafi svo maður sem var beðinn að
hætta að gramsa í gámi nærri ekið yfir
starfsmann. „Hann gat ekki annað en
séð starfsmanninn en keyrði samt
áfram,“ segir Björn sem kveður vitað
um hvaða menn sé að ræða.
„Þetta snerist um það að þessi
maður neitaði að borga 1.200 krón-
ur,“ segir Björn um fyrrnefnda málið
þar sem miðaldra karlmaður hafi
hótaði starfsmanni Sorpu í Jafna seli
lífláti er hann var rukkaður um gjald
vegna losunar á byggingarefni. „Hann
réðst á starfsmanninn og hótaði lík-
amsmeiðingum og setti fram morð-
hótun.“
Aðspurður segir Björn að enn hafi
ekki verið haft samband við ofbeldis-
mennina. „En það verður gert,“ segir
hann.
Til eru upptökur úr eftirlitsmynda-
vélum af þessum tveimur atvikum
og voru þær lagðar fram á síðasta
stjórnar fundi Sorpu þar sem Björn
kynnti „stjórn tvö atvik þar sem starfs-
menn SORPU voru beittir ofbeldi og
máttu sæta morðhótunum vegna
innheimtu á gjaldskyldum úrgangi“,
eins segir um málið í fundargerð
stjórnarinnar.
Ofbeldi viðskiptavina á endur-
vinnslustöðvum Sorpu hefur áður
verið til umræðu í stjórn fyrirtækis-
ins, til dæmis í desember 2011.
„Þá réðst einn viðskiptavinur á Dal-
vegi á starfsmann með hníf,“ rifjar
Björn upp. Ágreiningur hafi komið
upp um skilagjöld vegna drykkjar-
umbúða. Breytingar hafi verið gerðar
í kjölfarið. „Meðal annars var eftirlit
myndavéla aukið og starfsmönnum
var kennt hvernig þeir ættu að bregð-
ast við.“
Halldór Auðar Svansson, fulltrúi
í stjórn Sorpu, segir að langoftast
snúi þessi mál að því þegar starfs-
menn rukka viðskiptavini um gjöld
sem fylgja tilteknum efnisflokkum.
Til greina komi að láta þá sem neita
að borga einfaldlega fara sína leið og
senda þeim síðan reikning eftir bíl-
númerinu.
Halldór bendir á að um gjaldtökuna
gildi reglur og fólk megi búast við því
að vera rukkað samkvæmt þeim.
„Starfsfólkið fer einfaldlega eftir þess-
um reglum og það er ekkert persónu-
legt í því,“ segir hann.
Björn segir að farið verði yfir verk-
lag og það hvernig bregðast eigi við.
„Við erum að skoða hvort þeir sem
þetta stunda verði settir á svartan lista
og fái ekki aðgang að endurvinnslu-
stöðvunum. “ gar@frettabladid.is
Hóta starfsfólki Sorpu
lífláti vegna gjaldtöku
Miðaldra karlmaður réðst að starfsmanni Sorpu og er sagður hafa hótað honum
lífláti vegna 1.200 króna gjalds fyrir losun byggingarefnis. Annar viðskiptavinur
ók starfsmann nærri niður vitandi vits. Stjórn Sorpu hugleiðir aðgerðir.
ekki vilja allir viðskiptavinir hlíta reglum Sorpu. Fréttablaðið/Vilhelm
Hann gat ekki
annað en séð
starfsmanninn
en keyrði samt
áfram.
Björn Halldórsson,
framkvæmdastjóri
Sorpu
halldór auðar
Svansson,
fulltrúi í stjórn
Sorpu
fjölmiðlar ICIJ, Alþjóðasamtök
rannsóknarblaðamanna, munu
opna fyrir aðgengi að gagnagrunni
með upplýsingum úr Panama-skjöl-
unum svokölluðu þann 9. maí næst-
komandi.
Í gagnagrunninum verður að
finna upplýsingar um rúmlega 200
þúsund aflandsfélög sem tengj-
ast lögfræðistofunni panamísku
Mossack Fonseca.
Samkvæmt tilkynningu frá sam-
tökunum verða ekki birtar persónu-
legar upplýsingar um millifærslur,
bankareikninga, tölvupóst eða
önnur persónuleg samskipti. Þau
gögn sem verða birt verða birt með
almannahagsmuni í huga.
Hægt verður að fletta upp í gagna-
grunninum og koma þar fram upp-
lýsingar um aflandsfélög og þá ein-
staklinga, í um 200 löndum, sem
standa að baki þeim. – þv
Aflandsgögn
verða birt í maí
Dómsmál Ríkissaksóknari hefur
gefið út ákæru á hendur átta ein-
staklingum sem grunaðir eru um
stórfelld skattalagabrot. Þeim er
gefið að sök að hafa svikið allt að
300 milljónir króna af hinu opinber.
Einn af ákærðu er fyrrverandi
starfsmaður Ríkisskattstjóra og er
hann talinn hafa aðstoðað hina
grunuðu við fjársvikin auk þess að
hafa gegnt lykilhlutverki í málinu.
Málið er eitt það umfangsmesta
sinnar tegundar hér á landi og
hefur verið til meðferðar hjá lög-
regluyfirvöldum og saksóknara frá
árinu 2010.
Talið er að ákærðu hafi sett á fót
sýndarfyrirtæki sem höfðu enga
raunverulega starfsemi í þeim til-
gangi að svíkja fé út úr skattkerfinu.
Málið verður tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjaness í næsta mánuði.
– sks
Ákærð fyrir
300 milljóna
skattalagabrot
NOregur Eftir 20 ár mun Noreg
vanta nær 30 þúsund hjúkrunar-
fræðinga. Skortur á sérhæfðum
hjúkrunarfræðingum, einkum
barnahjúkrunarfræðingum, er sér-
lega mikill að því er kemur fram í
nýrri skýrslu norsku vinnumála-
stofnunarinnar.
Fjöldi sviðsstjóra við norsk
sjúkrahús kveðst ekki hafa nógu
marga sérhæfða hjúkrunarfræðinga
við störf til að geta veitt fullnægj-
andi þjónustu. Meirihluti þeirra
sem eru við störf nú fer bráðum á
eftirlaun. – ibs
Þurfa fleira fólk
við hjúkrun
200
þúsund aflandsfélög eru í
gögnunum sem birt verða.
2 7 . a p r í l 2 0 1 6 m i ð V i K u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð