Fréttablaðið - 27.04.2016, Qupperneq 4
Viðskipti Íbúðum í eigu Íbúða
lánasjóðs hefur fækkað um 834 eða
tæplega fjörutíu prósent á síðustu
tveimur árum. Í lok mars 2016 voru
1.287 eignir í eigu Íbúðalánasjóðs
samanborið við 2.121 í mars árið
2014. Stefnt er að því að þær verði 750
í árslok. Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúðalánasjóði er meirihluti íbúða
seldur einstaklingum. Eignir á Suður
nesjum hafa selst sérstaklega vel á
tímabilinu.
Íbúðalánasjóður hefur losað
fjölda eigna að undanförnu. Í des
ember síðastliðnum voru svo 504
eignir í fimmtán eignasöfnum settar
í söluferli og rann tilboðsfrestur út
þann 3. febrúar síðastliðinn. Í síð
ustu viku var tilkynnt að nú þegar
hafi Íbúðalánasjóður og Heima
vellir náð samkomulagi um sölu á
139 þeirra íbúða. Markmiðið er að
selja eftirstandandi eignir í safninu
á árinu.
Á síðustu tveimur árum hefur
íbúðum Íbúðalánasjóðs á öllu land
inu fækkað mismikið eftir lands
hlutum, eða um fimm til fimmtíu
og þrjú prósent. „Sala eigna hefur
tekið vel við sér á flestum markaðs
svæðum í landinu en þó misfljótt.
Nú er lífleg sala nánast um land allt
en mismikil þó eftir landsvæðum
eins og fram kemur um Suðurnes,“
segir Ágúst Kr. Björnsson, forstöðu
maður fullnustueigna Íbúðalána
sjóðs. Íbúðum í eigu sjóðsins hefur
fækkað um 432 á Suðurnesjum á
tímabilinu. Ágúst segir að mikil
eignasala á Suðurnesjum tengist að
líkindum sterkara atvinnulífi, upp
byggingu í ferðamannaþjónustu og
fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli.
Til stendur að selja níu hundruð
eignir á árinu 2016. Nú hafa 313
Fjörutíu prósent færri íbúðir
nú í eigu Íbúðalánasjóðs
Á tveimur árum hefur eignum Íbúðalánasjóðs fækkað um átta hundruð. Stefnt er að sölu níu hundruð
eigna á árinu. Mikil eignasala hefur átt sér stað á Suðurnesjum. Meirihluti íbúða er seldur einstaklingum.
eignir selst og búið að samþykkja
kauptilboð í 331 eign til viðbótar.
Á sama tíma er áætlað að þrjú
hundruð eignir bætist við safnið.
Markmiðið er því að í árslok 2016
verði eignir orðnar um sjö hundruð.
„Helsta ástæða þess að þrjú
hundruð eignir bætast við á árinu
er að nú er verið að ljúka úrvinnslu
þungra greiðsluerfiðleikamála þar
sem þessar eignir hafa verið í sér
stakri skuldameðferð sem ekki
hefur gengið upp eða hafa ekki náð
að fá lausn í slíkum úrræðum. Þá er
stundum um að ræða eignir þar sem
eigendur eru fluttir til annarra landa
og þar af leiðandi hefur tekið lengri
tíma að ná fram fullnustu. Ætla má
að til lengri tíma litið komi inn í
kringum 100 eignir að jafnaði á ári
af slíkum ástæðum,“ segir Ágúst.
Íbúðum í eigu fjármálastofnana
fækkaði verulega á síðustu tveimur
árum. Frá desember 2013 til des
ember 2015 fækkaði þeim úr 3.532
í 2.246, eða um 46 prósent.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íbúða lánasjóði er meirihluti eigna
seldur einstaklingum í gegnum fast
eignasölur. Frá ársbyrjun 2008 til 24.
apríl 2016 hefur sjóðurinn selt 3.159
eignir. Af þeim hafa 425 eignir farið í
tveimur pakkasölum til leigufélaga,
þá hafa 450 eignir farið í dótturfélag
sjóðsins, Leigufélagið Klett.
Ágúst segir að eignir Íbúðalána
sjóðs séu seldar á markaðsverði,
hvort sem þær séu seldar leigu
félögum eða öðrum. „Við sölu eigna
leggur Íbúðalánasjóður áherslu á
að verðleggja eignir sem allra best
í takt við markaðsvirði þeirra eftir
því á hvaða landsvæði þær eru og
eftir því í hvaða ástandi þær eru.
Rétt er að benda á að markaðsvirði
eigna er mjög mismunandi eftir
landsvæðum, hæst í Reykjavík og
á höfuðborgarsvæðinu og lægra í
öðrum landshlutum. Þá eru til svæði
þar sem markaðsverð er einungis
brot af verði sambærilegrar eignar
í Reykjavík,“ segir Ágúst.
saeunn@frettabladid.is
samtals
1.287
2.121
4000
3000
2000
1000
des. '13
✿ Íbúðir í eigu
fjármálastofnana
✿ Fullnustueignir ÍLs eftir landshlutum
des. '14 des. '15
39,3
%
Vestfirðir
52
71
Norðurland v.
19
20
27
%
5
%
Höfuðb.
215
394 45 %
Vesturland
145
250
42
%
suðurnes
382
814
53
%
suðurland
160
290
45
%
Austurland
231
175
32
%
Norðurland
e.
83
107
22
%
n Mars 2016
n Mars 2014
ReykjAVÍkuRboRg Mikill sandur á
götum veldur slysum á hjólreiðafólki
og eykur hættu á svifryksmengun. Nú
hefur verið ákveðið að falla frá þeirri
ákvörðun að spara í þvotti á götum
Reykjavíkurborgar og verður hafist
handa á næstu dögum.
„Við endurskoðuðum þessa hug
mynd um að spara húsagötuþvott,“
segir Hjálmar Sveinsson, borgar
fulltrúi Samfylkingar og formaður
umhverfis og skipulagsráðs.
Framsókn og flugvallarvinir lögðu
það til á borgarráðsfundi fimmta
apríl að götur borgarinnar yrðu
þrifnar með sama hætti og verið
hefur undanfarin ár og gagnrýndu
ákvörðun um að þvo ekki húsa
götur borgarinnar sem var tekin af
umhverfis og skipulagssviði Reykja
víkurborgar til þess gæta aðhalds í
rekstri borgarinnar. Sparnaðurinn
var áætlaður þrjár milljónir króna.
Kvartanir bárust vegna ákvörðun
arinnar frá hjólreiðafólki, gangandi
vegfarendum og almennum borg
urum. Kvartað var undan því að
sandur á götum auki hættu á svifryks
mengun. Þá ylli sandur á götum meiri
slysahættu. Hjól rynnu til í sand
inum eins og í hálku. Þá var almennt
kvartað yfir óþrifnaði og borgarbúar
bentu á að hluti af lögbundinni þjón
ustu sveitarfélaga væru þrif á götum.
„Það verður brugðist við þessu og
það verður byrjað að sópa og þvo á
mánudaginn. Það er byrjað núna
að forsópa götur, þá er verið að taka
upp það mesta áður en við gerum
allt spikk og span,“ segir Jón Halldór
Jónasson, upplýsingarfulltrúi Reykja
víkurborgar. – kbg
Borgin ætlar að bregðast við gagnrýni og þvo götur
Borgarbúar hafa kvartað undan miklum sandi á götum og stígum. Hafist verður
handa við þvott næstu daga. FréttaBlaðið/Heiða
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
Korputorg
112 Reykjavík
Sími 551 5600
utilegumadurinn.is
FERÐAVAGNAR
KAUPLEIGA
GRÆNIR BÍLAR
Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16
Þýsk
gæði
Karlmaðurinn sem lést eftir
að hafa fallið útbyrðis af báti
á veiðum á Húnaflóa austur af
Drangsnesi hét Ólafur Jóhannes
Friðriksson. Hann var fæddur
árið 1962. Ólafur Jóhannes var
til heimilis á Hólmavík. Kyrrðar
stund verður haldin í Hólma
víkur kirkju klukkan 17 á morgun.
Lést í sjóslysi
spáNN Pedro Sanches, leiðtogi
spænska Sósíalistaflokksins, hefur
gefið frá sér stjórnarmyndunar
viðræður. Hann segist ekki geta
myndað starfhæfan stjórnarmeiri
hluta á þingi.
Búist er við að gengið verði til
kosninga seinni partinn í júní, lík
lega þann 26.
Ekkert hefur gengið í stjórnar
myndunarviðræðum frá því þing
var kosið á Spáni stuttu fyrir síðustu
jól.
Tveir nýir eða nýlegir flokkar,
Podemos og Ciudadanos, unnu
stóra sigra en gömlu flokkarnir
tveir, Sósíalistaflokkurinn og
Þjóðar flokkurinn, guldu afhroð.
Gömlu flokkarnir tveir fengu
ekki nægan þingstyrk samtals til
að starfa saman. Vinstri flokkarnir
tveir, Sósíalistar og Podemos, náðu
heldur ekki nægum þingmanna
fjölda til stjórnarmyndunar og
sömu sögu er að segja um hægri
flokkana tvo, Þjóðarflokkinn og
Ciudadanos. – gb
Kosið verður
aftur á Spáni
Pedro Sanches, leiðtoga Sósíalista-
flokksins, tókst ekki að mynda stjórn.
FréttaBlaðið/ePa
Viðskipti Unnur Gunnarsdóttir, for
stjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að
ekki nægi fyrir framkvæmdastjóra líf
eyrissjóðs að tilkynna viðskipti með
aflandsfélög til stjórnar lífeyrissjóðs
ins. Samkvæmt lögum ber honum að
afla leyfis stjórnar.
Í lögunum er einnig tekið fram að
eignarhlutur í fyrirtæki teljist þátt
taka í atvinnurekstri nema um sé að
ræða óverulegan hlut sem ekki veitir
bein áhrif á stjórn þess.
„Komi upp það tilvik að fram
kvæmdastjóri lífeyrissjóðs stofni
eða kaupi verulegan eignarhlut í
fyrirtæki er honum því skylt að leita
fyrirfram samþykkis stjórnar fyrir
viðskiptum,“ segir Unnur Gunnars
dóttir.
Í umfjöllun Kastljóss á mánudag
kom fram að tveir framkvæmda
stjórar íslenskra lífeyrissjóða tengd
ust nokkrum aflandsfélögum.
Kári Arnór Kárason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins
Stapa, og Kristján Örn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Sameinaða líf
eyrissjóðsins, voru báðir skráðir
eigendur aflandsfélaga og hvorugur
þeirra aflaði leyfis stjórnar fyrir þátt
töku sinni í viðskiptunum.
Jón Bjarni Gunnarsson, formaður
stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins,
sagði í samtali við mbl.is að hann
teldi ekki víst að Kristján Örn hafi
gerst brotlegur með því að tilkynna
stjórninni ekki um félögin. Staða
Kristjáns Arnar verður rædd á stjórn
arfundi lífeyrissjóðsins í dag. – þv
Framkvæmdastjórum bar að afla leyfis
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins. FréttaBlaðið/ernir
Komi upp það tilvik
að framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðs stofni eða
kaupi verulegan eignarhlut í
fyrirtæki er honum því skylt
að leita fyrirfram samþykkis
stjórnar fyrir viðskiptum
Unnur Gunnarsdóttir,
forstjóri Fjármálaeftirlitsins
Nú er lífleg sala
nánast um land allt
en mismikil þó eftir land-
svæðum.
Ágúst Kr. Björnsson,
forstöðumaður
fullnustueigna
Íbúðalánasjóðs
2 7 . A p R Í L 2 0 1 6 M i ð V i k u D A g u R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A b L A ð i ð