Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 6
Tsjernóbyl minnst
Kveikt á kerti við minnismerki um slökkviliðsmenn sem létust eftir störf á vettvangi Tsjernóbyl-slyssins.
Þrjátíu ár eru liðin frá því sprenging varð í einum ofna kjarnorkuversins í Tsjernóbyl. Nordicphotos/AFp
Á morgun 28. apríl gefur Íslandspóstur út fjórar
frímerkjaraðir þar sem þemað er eldgosið í Holuhrauni,
árstíðirnar, ferðamannafrímerki og Evrópufrímerki.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum lis taverkum
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
UP! MEÐ
ÖRYGGIÐ
VW Up! frá aðeins:
1.890.000 kr.
ferðaþjónusta Farþegar hvala-
skoðunarfyrirtækja á Íslandi voru
42 þúsund fleiri í fyrra en árið 2014.
Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun
farþega fyrirtækjanna numið tugum
þúsunda hvert einasta ár, eða frá 25
til 44 þúsund manns. Sú fjölgun jafn-
gildir árlega öllum þeim fjölda ferða-
manna sem nýttu sér þessa afþrey-
ingu í kringum aldamótin.
Þetta sýna tölur Samtaka ferða-
þjónustunnar (SAF), sem teknar voru
saman fyrir Fréttablaðið, og byggja
á tölfræði Hvalaskoðunarsamtaka
Íslands. Þær sýna að viðskiptavinir
hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið
2015 voru 272 þúsund, eða tæplega
100 þúsund fleiri en árið 2012. Árleg
fjölgun hefur verið 15 til 34 prósent.
Fréttablaðið óskaði jafnframt
eftir því að SAF gæfi upp spá sína
um fjölgun ferðamanna á skipsfjöl
hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum á
þessu ári, og samkvæmt henni verða
það tæplega 327 þúsund manns sem
nýta munu þessa þjónustu, sem jafn-
gildir um það bil íbúafjölda landsins.
Því er ljóst að 20 til 25 prósent þeirra
ferðamanna sem sækja landið heim
hafa farið í hvalaskoðunarferð á
undanförnum árum, enda 99 prósent
viðskiptavina fyrirtækjanna erlendir
gestir.
Tugþúsunda fjölgun í
hvalaskoðun árlega
Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin
á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. Farþegaspá þessa árs er í anda
þeirrar fjölgunar ferðamanna sem stefna hingað til lands og slær öll fyrri met.
Í gögnum SAF kemur jafnframt
fram að tólf fyrirtæki muni bjóða
hvalaskoðunarferðir á þessu ári.
Þeim hefur fjölgað hægt en örugg-
lega á undanförnum árum en þau
voru níu árið 2005 en tíu árið 2010,
og tólf voru þau í fyrra. Starfs-
mannafjöldi þessara fyrirtækja var
um 100 yfir sumartímann árið 2005
en losaði 250 í fyrra. Tvö þessara
fyrirtækja gerðu út frá Reykjavík,
fjögur frá Húsavík, þrjú í Eyjafirði
og eitt fyrirtæki starfar á Ólafsvík, í
Vestmannaeyjum og á Ísafirði.
Samtök ferðaþjónustunnar eiga
fund með sjávarútvegsráðherra í
næstu viku þar sem samtökin munu
leggja áherslu á mikilvægi þess að
stækka griðasvæði hvala á Faxa-
flóa. „Við viljum meina að verið
sé að skerða atvinnufrelsi hvala-
skoðunarfyrirtækja á Faxaflóa þar
sem veiðar á hrefnu eru stundaðar
á nánast sama svæði og hvalirnir
eru skoðaðir. Að okkar mati er
þetta spurning um skipulag og
hvetjum við sjávarútvegsráðherra
til að stækka griðasvæði á Faxaflóa
í samræmi við óskir ferðaþjónust-
unnar,“ segir Skapti Örn Ólafsson,
upplýsingafulltrúi Samtaka ferða-
þjónustunnar.
svavar@frettabladid.is
Við viljum meina að
verið sé að skerða
atvinnufrelsi hvalaskoðunar-
fyrirtækja á Faxaflóa þar
sem veiðar á hrefnu eru
stundaðar á nánast sama
svæði og hval-
irnir eru
skoðaðir.
Skapti Örn Ólafs-
son, upplýsingafull-
trúi SAF
150.000 manns fóru í hvalaskoðun frá
reykjavík í fyrra. FréttAblAðið/pjetur
efnahagsmál Meðalverð á fer-
metra í leiguíbúðum var rúmlega
2.200 krónur í vesturhluta Reykja-
víkur á fyrsta ársfjórðungi. Annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu var
verðið um 85-90% af þeirri tölu. Á
Akureyri var meðalverðið um 70%
af dýrasta svæðinu á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta kemur fram í Hagsjá
Landsbankans
Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði um 2,1% á milli
febrúar og mars og hefur hækkað
um 6,2% undanfarna 12 mánuði.
Síðustu 12 mánuði hefur kaupverð
fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu
hækkað um 8,7% sem er töluvert
meira en nemur hækkun leiguverðs.
Kaupverð fjölbýlis hefur þannig
hækkað 2,1% meira en leiguverð
frá upphafi ársins 2011.
Þar kemur jafnframt fram að á
1. ársfjórðungi var leiguverð að
jafnaði hæst í vesturhluta Reykja-
víkur og var hæsta leiguverðið fyrir
2ja herbergja íbúðir á því svæði.
Leiguverðið var svo svipað á öðrum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu. – jhh
Meðalverð á fermetra í
Vesturbæ er 2.200 krónur
6%
hækkun hefur orðið á
vísitölu leiguverðs á höfuð-
borgarsvæðinu undanfarna
12 mánuði
Hæsta leiguverðið er að
jafnaði í vesturhluta Reykja-
víkur. Leiguverð var svo
svipað á öðrum stöðum á
höfuðborgarsvæðinu.
2 7 . a p r í l 2 0 1 6 m I ð V I K u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð