Fréttablaðið - 27.04.2016, Side 14
Í dag
18.30 Atletico - Bayern Sport
20.45 Meistaradeildarmörk Sport
19.30 Grótta - Fram Seltjarnarnes
19.30 Haukar - Stjarnan Ásvellir
Breiðablik – 4. sæti
ÞjálFAri Arnar Grétarsson
Arnar stóð sig frábærlega á sínu fyrsta tímabili og náði silfrinu
með uppeldisfélaginu. Nú þarf hann að fylgja því eftir.
Ef allt gengur upp hjá Blikum og varnarleikurinn helst jafngóður
getur liðið aftur barist um titilinn en annars misst af Evrópu.
í besta/versta falli
stærsta nafnið sem kom stærsta nafnið sem fór
GenGi breiðabliks undanfarin sex sumur
2010
A-deild
2011
A-deild
2012
A-deild
2013
A-deild
2014
A-deild
2015
A-deild
Daniel Bamberg
Svíi sem mikið er talað um en
hefur ekki enn spilað mótsleik.
Kristinn jónsson
Kristinn var stoðsendinga-
hæsti leikmaðurinn í fyrra.
12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1
spá íþróttadeildar 365
1. sæti ? 5. Valur 9. ÍBV
2. sæti ? 6. Víkingur 10. ÍA
3. sæti ? 7. Fylkir 11. Víkingur Ólafsvík
4. Breiðablik 8. Fjölnir 12. Þróttur
pepsi
spáin
2016
nánar á vísi
Höskuldur Gunnlaugsson varð ein af stjörnum deildarinnar í
fyrra. Hann var nálægt því að fara í atvinnumennsku í vetur en
verður nú að stilla sig inn á annað tímabil með Breiðabliki.
↣
1 7 26 2 4
körfubolti „Það er alveg geggjað að
taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin
er ólýsanleg,“ sagði brosmild og
kampakát Berglind Gunnarsdóttir,
leikmaður Snæfells, eftir að stúlk-
urnar úr Stykkishólmi tryggðu sér
Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í
röð með sigri á Haukum í oddaleik á
útivelli, 67-59, í gærkvöldi.
Snæfell, sem varð einnig bikar-
meistari fyrr á tímabilinu í fyrsta
sinn, hefur verið besta lið landsins
undanfarin ár og heldur þeim titli
með glans. Haukarnir höfðu Helenu
Sverrisdóttur en Snæfell Haiden
Palmer, liðsheild og óþreytandi
sigurvilja sem skín úr andliti hvers
leikmanns.
Sigurinn í gær var liðssigur eins og
þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnar-
leikurinn frábær, samheldnin í
liðinu eins og hún verður best og
svo er erfitt að tapa fyrir framan alla
Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í
gærkvöldi.
„Ég veit ekki hver er að passa
bæinn. Löggan eða eitthvað nema
hún hafi komið líka. Það er eng-
inn heima,“ sagði Berglind og hló
aðspurð hver hefði fengið það
hlutverk að passa upp Hólminn
á meðan íbúarnir óku suður og
fögnuðu með stúlkunum sínum.
Úrslitarimman var alveg mögnuð en
Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar
naumt á Ásvöllum áður en liðinu
tókst loksins að vinna á Ásvöllum.
Þetta var fyrsti sigur liðsins á heima-
velli Haukanna í vetur. „Við völdum
rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berg-
lind glöð í bragði og hélt áfram:
„Þetta er búinn að vera körfubolti
fyrir allan peninginn og áhorfendur
hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi.
Þetta er ástæðan fyrir því að maður
er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á
Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að
vinna þetta þriðja árið í röð en þetta
er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind.
Landsliðskonan, sem blaðamaður
þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum
og kossaflensi við áhorfendur til
að ná tali af henni, þurfti að taka
ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti
haldið áfram að spila körfubolta fyrir
nokkrum árum vegna þrálátra axlar-
meiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin
er vafin.
„Það eru þessir leikir og þessi til-
finning sem heldur manni gangandi.
Þetta er ástæðan fyrir því að maður
heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan
fyrir því að maður er lætur sig hafa
það að vera teipaður á hverri einustu
helvítis æfingu því maður er alltaf að
fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem
var eðlilega í sigurvímu er hún horfði
yfir stuðningsmennina í stúkunni.
„Að spila fyrir þennan klúbb, vá,
fyrir þetta fólk og þennan klúbb er
ólýsanlegt.“
Berglind sagði að nú væri stefnan
sett á að vinna titilinn fjórða árið
í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár
sem var nýtt. Nú höldum við bara
ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð
hvort það sé bara eitt stórveldi á
Íslandi í dag var hún fljót að svara:
„Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í
dag.“ tomas@365.is
„Eitt stórveldi á Íslandi í dag“
Berglind Gunnarsdóttir þurfti að taka ákvörðun fyrir nokkrum árum um hvort hún ætlaði að halda áfram
að spila körfubolta vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún gafst ekki upp og varð Íslandsmeistari með Snæfelli.
Systurnar sigursælu, Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. FréttABlAðið/ernir
domino´s deild kvenna, úrslit
Haukar - Snæfell 59-67
Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/17 fráköst,
Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/7 fráköst/3
varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5
fráköst/3 varin skot, Pálína María Gunn-
laugsdóttir 5/8 fráköst, Auður Íris Ólafs-
dóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna
Arnardóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 0/4
fráköst
Snæfelli: Haiden Denise Palmer 21/12
fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/9
fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12,
Berglind Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Alda
Leif Jónsdóttir 3/3 varin skot, Andrea Björt
Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Hugrún
Eva Valdimarsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðar-
dóttir 0/5 fráköst.
Snæfell vann einvígið 3-2 og er Íslands-
meistari þriðja árið í röð.
1. deild karla í körfubolta
Fjölnir - Skallagrímur 75-91
Stigahæstir: Collin Anthony Pryor 23/12
fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 14/5 frá-
köst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson
13/5 fráköst/9 stoðsendingar - Kristófer
Gíslason 24/6 fráköst, Jean Rony Cadet
22/22 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot,
Sigtryggur Arnar Björnsson 14/4 fráköst.
Skallagrímur tryggði sér sæti í
Domino´s deild karla í gærkvöldi og
fer upp ásamt Þór Akureyri en FSU
og Höttur féllu í 1. deildina í vor.
meistaradeildin, undanúrslit
Man. City - real Madrid 0-0
Cristiano Ronaldo lék ekki með
Real Madrid á Etihad vegna meiðsla.
Leikurinn var afar bragðdaufur en
leikmenn Real fengu hættulegri færi
og Joe Hart þurfti tvisvar að taka á
honum stóra sínum í marki City.
Seinni leikurinn fer fram á Santiago
Bernabeu eftir viku.
SLæMAR FRÉTTiR AF SöRU
Íslenska landsliðskonan Sara Björk
Gunnarsdóttir meiddist aftan í
læri á æfingu með sænska liðinu
Rosengård og séu þessi meiðsli
eins slæmt og óttast er þá gæti
þetta haft áhrif á þátttöku hennar
í mikilvægum leik á móti Skotum
eftir rúman mánuð. Meiðslalisti
Rosengård-liðsins er orðinn mjög
langur og þjálfarinn
segist þurfa
að fara að
endurskoða
æfingaplan
liðsins.
Sara er
einn
mikil-
vægasti leik-
maður íslenska
liðsins og
ómissandi
á miðj-
unni.
Til hamingju Snæfells-
stelpur og Ingi Þór er maður-
inn. Gullstyttan af honum er
in the making. #dominos365
Hermann Hauksson
@HemmiHauks
2 7 . a p r í l 2 0 1 6 m i ð v i k u d a G u r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
SporT