Fréttablaðið - 27.04.2016, Side 18
„Þetta er hefur verið mjög dapur-
legt. Ég vann þarna í þrjú ár í mis-
munandi nefndum og þekki marga
þarna,“ segir Calderón um FIFA-
hneykslið svokallaða.
Margir af æðstu stjórnendum FIFA
sæta rannsókn hjá FBI, meðal ann-
ars vegna gruns um að hafa selt
atkvæði sín þegar val á stórmótum
fór fram. Sepp Blatter, sagði af sér
sem forseti FIFA í febrúar síðast-
liðnum eftir 18 ár í starfi.
Calderón segir að meðferðin
á Blatter hafi að sumu leyti verið
ósanngjörn. „Ég tel að í tilfelli for-
setans séu hlutirnir ekki alveg
skýrir. Ég held að hann hafi ekki
hagnast eins og hann var sakaður
um að hafa gert. Kannski gat hann
ekki stýrt gjörðum annarra,“ segir
Calderón. „Þeir misnotuðu stöðu
sína til að draga sér fé ólöglega. For-
setinn gerði það ekki.“
„Ég þekki hann vel, hann hefur
unnið allt sitt líf fyrir fótboltann,
markmið hans var að styðja við
fótboltann, en ekki að hagnast. Það
var eitthvað sem aðrir gerðu, sem
stundum er ekki hægt að stýra,“
segir Calderón um Blatter.
Calderón hefur trú á að nýkjör-
inn forseti FIFA, Gianni Infantino,
geti stuðlað að siðbót innan FIFA.
Hann þekki Infantino af góðu einu
frá tíð hans sem framkvæmdastjóri
UEFA. „Það sem hefur gerst hefur
haft slæmar afleiðingar fyrir ímynd
knattspyrnunnar, það er ekki
spurning. Við verðum að berjast
til að breyta þessu.“
Telur meðferðina á Blatter
að sumu leyti ósanngjarna
Það er ekki ofsögum sagt að Real Madrid sé stærsta knattspyrnulið heims. Ell-efu ár í röð hefur það verið tekjuhæsta knattspyrnu-
lið í heimi og hefur unnið spænsku
deildina og Meistaradeild Evrópu
oftast allra. Þegar Ramón Calderón
tók við sem forseti Real Madrid árið
2006 hafði liðið ekki unnið titil í
þrjú ár þrátt fyrir að fráfarandi for-
seti, Flor entino Pérez, hefði fjárfest í
mörgum af stærstu stjörnum knatt-
spyrnuheimsins, leikmönnum á borð
við hinn brasilíska Ronaldo, Zinedine
Zidane og David Beckham.
Hugarfarið ekki rétt
Calderón segist hafa viljað breyta
hugarfarinu hjá félaginu þegar hann
Hugarfar
leikmanna
var ekki rétt
Ingvar
Haraldsson
ingvar@frettabladid.is
tók við sem forseti. Hann hafði hafið
bein afskipti af Real Madrid um alda-
mótin og starfaði sem stjórnarmaður
til ársins 2006. „Þau sex ár sem ég var
stjórnarmaður var módelið mjög
gott að mörgu leyti. Því við vildum fá
bestu leikmennina, á hinu svokölluðu
Galácticos-tímabili. En við gleymdum
að með hæfileikum og leikni þyrfti
vinnusemi, fórnfýsi og aga, sem er
nauðsynlegt til að ná árangri í lífinu
og í íþróttum,“ segir Calderón.
„Þegar forsetinn hætti sagði hann
að hann hefði að sumu leyti ofdekrað
leikmennina. Með hjálp þjálfarans,
Capello, og Mijatović, yfirmanns
knattspyrnumála, tókst okkur að
halda bestu leikmönnunum en
einnig að innleiða það hugarfar að
búningurinn og merkið væri ekki nóg
til að vinna leiki. Við skiptum um 14
leikmenn á einu ári og unnum deild-
ina tvö ár í röð. Við unnum Barcelona
með sömu leikmenn og þeir hafa nú,
Messi, Iniesta, Xavi, leikmennina sem
allir þekkja.“
„Ég ákvað að setja borða í alla bún-
ingsklefa hjá liðinu, þar á meðal á
Bernabeu-vellinum, þar sem stóð: Við
getum tapað þótt við leggjum hart að
okkur en ef við leggjum ekki hart að
okkur þá höfum við tapað. Það var
heimspekin sem við ákváðum að
vinna eftir.“
Stuðningsmennirnir aldrei saddir
Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið
heims eru stuðningsmenn Real
Madrid sjaldan fyllilega sáttir. „Það
finnst öllum að þú verðir að vinna
alla titla sem í boði eru á hverju ári og
spila vel og skora fleiri mörk en allir
aðrir. Það er ekki hægt. Ég reyndi að
útskýra að það liðu 32 ár frá því að við
unnum sjötta meistaradeildartitilinn
árið 1966 þar til við unnum þann sjö-
unda árið 1998,“ segir Calderón.
Því tók Calderón þá ákvörðun
að segja upp þjálfaranum, Fabio
Capello, sumarið 2007, eftir ár
í starfi þrátt fyrir að hann hefði
tryggt liðinu fyrsta titilinn í fjögur
ár. Liðið þótti ekki leika nægilega
áferðarfallega knattspyrnu. „Ég vissi
sem stjórnarmaður að pressan væri
mikil. En þegar þú ert forseti ertu í
æðsta embættinu og berð mesta
ábyrgð. Þú veist að milljónir eru
að fylgjast með, hvort leikmenn-
irnir sem þú kaupir séu þeir réttu,
hvort þjálfarinn sé sá rétti. Mikil-
vægi félagsins er gífurlegt,“ segir
Calderón.
Laða þá bestu til Madrid
Viðskiptamódel Real Madrid hefur
byggst á því að vera tilbúið að greiða
háar upphæðir fyrir bestu leik-
menn heims, sem tryggja eiga lið-
inu styrktaraðila og áframhaldandi
árangur. „Þetta er það sem við köll-
um jákvæða hringrás. Með því að
laða að sér bestu leikmennina færð
þú meira fé í styrktarsamninga því
fyrirtæki hafa meiri áhuga á félag-
inu, verðmætari sjónvarpssamninga
því sjónvarpsstöðvarnar hafa meiri
áhuga á að sýna leikina þína og með
bestu leikmönnunum vinnur liðið
fleiri titla sem gefa af sér meira fé.
Þú þarft að nýta peningana sem þú
færð á ábyrgan hátt, til að kaupa
bestu leikmennina þegar þeir eldri
fara að hætta eða fara til annarra
liða. Það er hugmyndin og kerfið
sem hefur verið við lýði og skilað
okkur miklum árangri.“
Að sögn Calderóns urðu tals-
verðar breytingar hjá Real Madrid
fjárhagslega í forsetatíð hans, tekjur
af sjónvarpssamningum hafi þre-
Ramón Calderón segir álagið sem fylgir starfi forseta
Real Madrid gífurlegt. Liðið vann deildina tvívegis á
ríflega tveimur árum. Hann hætti svo á miðju kjör-
tímabili, búinn að fá nóg af ferðalögum og deilum.
Hann vill kynna Ísland fyrir heiminum.
Calderón fagnar deildarmeist-
aratitli eftir sitt fyrsta tímabil
sem forseti Real Madrid.
NoRdiCpHotoS/getty
Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir haust-
prófum í verðbréfaviðskiptum sem hér segir:
Próf úr I. hluta
10. ágúst 2016 Íslensk réttarskipun og Evrópu-
réttur, Ábyrgðir, Ágrip úr réttarfari.
11. ágúst 2016 Viðfangsefni úr fjármunarétti,
Félagaréttur.
12. ágúst 2016 Viðskiptabréfareglur, Veðréttindi,
Þinglýsingar
Próf úr II. hluta
15. ágúst 2016 Grunnatriði í fjármálafræðum.
16. ágúst 2016 Þjóðhagfræði.
17. ágúst 2016 Greining ársreikninga.
Próf úr III. hluta
18. ágúst 2016 Lög og reglur um fjármagns-
markaðinn.
19. ágúst 2016 Markaðsviðskipti og viðskipta-
hættir.
22. ágúst 2016 Helstu tegundir verðbréfa og
gjaldeyrir: Hlutabréf, Skuldabréf,
Afleiður og gjaldeyrir.
23. ágúst 2016 Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa
og sjóðastýring, Ráðgjöf
og skattamál.
Próftími er 4 klukkustundir og tímasetning hvers
prófs er 17:00-21:00.
Prófsefni greinir í prófsefnislýsingu prófnefndar
verðbréfaviðskipta. Í henni er jafnframt útlistað
hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum.
Prófsefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði próf-
nefndar verðbréfaviðskipta á heimasíðu fjármála-
og efnahagsráðuneytis:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/nefndir/
nr/16884
Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um
próf í verðbréfaviðskiptum.
Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum
og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast
verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k.
7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur
þreytt. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf
hljóti hann lægri einkunn en 5,0.
Skráning í haustprófin fer fram á vefsíðu
Opna háskólans í HR
http://www.ru.is/opnihaskolinn/prof-i-verdbrefavid-
skiptum/
Skráningu í haustpróf lýkur 20. júní 2016.
Prófgjald vegna haustprófa er kr. 16.500 fyrir hvert
próf. Vakin er athygli á að haustpróf verður ekki
haldið nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í við-
komandi próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um
próf í verðbréfaviðskiptum. Haustprófin verða haldin
í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, framkvæmda-
raðila verðbréfaviðskiptaprófs veturinn 2015-2016.
Tilkynning um þau haustpróf sem verða haldin,
verða send út til skráðra próftaka 27. júní 2016.
Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir út vegna
prófa sem verða haldin. Skráning í próf er bindandi
og og greiðsluseðlar verða ekki felldir niður.
Reykjavík, 27. apríl 2016.
Prófnefnd verðbréfaviðskipta
Haustpróf
í verðbréfaviðskiptum
2016
Þekkt umboð
fyrir eldhús-
innréttingar
Vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins er innréttingadeild
þess til sölu. Fyrirtækið hefur umboð fyrir þekkt evópskt
merki á sviði eldhúsinnréttinga og fataskápa.
Gott tækifæri fyrir fyrirtæki eða aðila í skyldum rekstri. Lítil
fjárbinding í lager. Árleg velta á bilinu 70 - 100 milljónir.
Áhugasamir hafi samband við Gunnar Svavarsson;
gunnar@kontakt.is – sími 414 1200
H
au
ku
r
0
4
.1
6
Til sölu:
2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r4 markaðurinn