Fréttablaðið - 27.04.2016, Page 20

Fréttablaðið - 27.04.2016, Page 20
Espetinhos er nafn á brasilískum grillspjótum. Þá er notað nautakjöt eða kjúklingur, grillað og borið fram með góðri sósu. Hér er notað nautakjöt og uppskriftin miðast við fjóra. Brasilískt grillspjót 800 g nautalund eða filet Grillsósa 1 dl tómatsósa ½ dl vatn 2 msk. rauðvínsedik 1 msk. kaffiduft 1 tsk. kajennpipar 1 tsk. kóríander 2 hvítlauksrif 4 msk. olía ½ tsk. sykur ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Bauna- og jógúrtídýfa 1 dós (400 g) stórar hvítar baunir (butterbeans) ½ laukur, smátt skorinn 2 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1 msk. fersk minta, smátt skorin 100 g grísk jógúrt eða hrein jógúrt ½ tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður pipar Byrjið á því að laga grillsósuna. Blandið saman öllu sem á að fara í sósuna. Skolið baunirnar undir rennandi vatni. Setjið þær í matvinnsluvél ásamt öllu öðru sem upp er talið í uppskriftinni. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið kjötið í 4 cm bita. Salt­ ið yfir. Setjið um það bil 200 g af kjöti á hvert grillspjót. Hafið bil á milli bitanna. Ef notaðir eru trép­ innar þurfa þeir að liggja í vatni í hálftíma fyrir notkun. Leggið grillspjótin á grillið og snúið reglulega. Berið kjötið fram með grillsósunni og jógúrt­ ídýfunni. grillaðar sætar kartöflur Grillaðar sætar kartöflur eru mjög hollar og góðar sem meðlæti með kjöti eða fiski. Hér er góð upp­ skrift sem vert er að prófa. 800 g sætar kartöflur 6 dl appelsínusafi 1 msk. olía 40 g furuhnetur ½ tsk. salt 4 msk. ólífuolía 2 msk. ferskt estragon Skerið kartöflurnar í 2 cm þykk­ ar sneiðar. Setjið sneiðarnar í pott og hellið appelsínusafa yfir. Bætið smá vatni saman við og sjóðið í fimm mínútur. Ristið furuhnetur á þurri pönnu og kryddið með salti. Takið kartöflur upp og þerrið þær. Penslið þær með olíu og legg­ ið á heitt grillið. Tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið kartöflusneið­ arnar á fat og dreifið olíu, furu­ hnetum og estragoni yfir. Mangósalsa Mangósalsa er ferskt og gott. Það passar vel með flestum mat. Hægt er að breyta uppskriftinni, bæta til dæmis við chili­pipar, smátt skorn­ um tómötum eða lárperu. 3 þroskuð mangó 1 rauðlaukur 2 límónur 4 ástríðuávextir (passion fruit) 4 msk. ólífuolía ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Skrælið mangóið og skerið það í bita. Skerið rauðlaukinn smátt. Kreistið límónusafa yfir. Takið innan úr ástríðuávextinum og setjið í aðra skál ásamt olíu, salti og pipar. Hrærið og hellið yfir mangóbitana. nautakjöt á spjóti Með sætuM Þegar vorar í lofti langar mann til að njóta birtunnar, grilla úti og borða eitthvað virkilega gott. Hér er hugmynd að góðum kvöldverði. Mangósalsa er ljúffengt, bæði með kjöti og fiski. Sætar kartöflur má vel grilla. Nautakjöt á spjóti. Frábær helgarmatur. fólk er kynn- ingarBlað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig gísla- dóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einars- dóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Í sérblaðinu Grandinn, sem fylgdi Fréttablaðinu þann 23. apríl, birtist viðtal við Hjálm­ ar Sveinsson, borgarfulltrúa og formann umhverfis­ og skipu­ lagsráðs Reykjavíkurborgar. Í umfjöllun um deiliskipu­ lag svæðisins svaraði Hjálmar spurningu blaðamanns á þann veg að „í deiliskipulagi svæð­ isins er kveðið á um þar verði byggðar íbúðir eða hótel. Það er mikilvægt að mínu mati.“ Þar ætlaði Hjálmar hins vegar að segja „Í deiliskipulagi svæðis­ ins er kveðið á um að þar verði ekki byggðar íbúðir eða hótel. Það er mikilvægt að mínu mati.“ Að sögn Hjálmars er talsverð­ ur þrýstingur á borgar yfirvöld á að fá að byggja hótel og íbúð­ ir á þessu svæði en ekki stend­ ur til að leyfa það næstu árin. Leiðrétting vegna viðtals við Hjálmar Sveinsson Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. MYND/PJETUR 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X Nánari upplýsingar á Texasborgarar.is og Facebook BLT-SAMLOKA MEÐ FRÖNSKUM 1.490 KR. Alsæla með spældu eggi og bernaise fyrir klink af BLT-samloku með frönskum gegn framvísun þessa miða. Aðeins 1.490 kr. fyrir tvo. Klipptu miðann út og taktu með þér. Gildir til 25. maí 2016. 2 FYRIR 1 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! F ó l K ∙ I ∙ l í F s s t í l l

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.