Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 22

Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 22
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur-eyri, bauð tuttugu og fjóra flóttamenn frá Júgóslavíu vel-komna til bæjarins. Fólkið átti að baki langt og strangt ferðalag. Í hópnum eru þrettán fullorðnir og ellefu börn. Fólkið, sem er serbneskt að uppruna, var hrakið burt frá Krajina-héraði í Króatíu árið 1996 ásamt hundruðum þúsunda manna og hefur dvalið í flóttamannabúðum síðan.“ Þannig hófst frétt Fréttablaðsins þann 28. mars árið 2003 um komu flótta- manna til Akureyrar þremur dögum áður. Í þessum hóp voru meðal ann- ars Sava og Nedeljka Ostojic, ásamt 12 ára syni sínum, Sasa. Sasa hafði þá lifað meirihluta ævi sinnar á hrak- hólum í flóttamannabúðum. Á einu ári söfnuðu hjónin fyrir útborgun í íbúð á Akureyri. Sava vann hjá BM Vallá þar til honum var sagt upp árið 2010 í efnahagsþreng- ingunum. Nú starfa þau hlið við hlið í þvottahúsi öldrunarheimilisins Hlíðar. Gleðin skín af þeim þegar blaðamaður og ljósmyndari hitta þau í vinnunni. Þau lýsa lífi sínu sem gjörbreyttu frá því sem þau þekktu áður. „Það vantar bara sumar hérna á Íslandi, það er búið að vera svo kalt,“ segir Nedeljka og blaðamaður tekur heils hugar undir. Man vel eftir fyrsta deginum „Það var rosalega erfiður tími, þessi ár áður en við komum til Íslands, segir Nedeljka og rödd hennar breytist örlítið þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Það var stríð og við vorum glöð að komast í burtu. Við vorum á þess- um tíma án lands. Erum í bakgrunn- inn sem bæði Króatar og Serbar, einhvers konar blanda af þessu öllu saman.“ Allt frá falli Sovétríkjanna hefur Balkanskagi logað í illdeilum. Þjóð- ernishreinsanir, glæpir gegn mann- kyninu og frelsisbarátta þjóðarbrota með tilheyrandi átökum og borgar- stríðum voru daglegt brauð. Ekki er langt síðan kosið var í Kósóvó í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu ríkisins sem sjálfstæðs ríkis. Hún gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og átök brutust út svo að þurfti að endurtaka atkvæða- greiðsluna í nokkrum héruðum Kósóvó. Í kjölfar þess að Akureyrarbær ákvað að taka á móti flóttafólki var farið í sendiför til Belgrad til að kanna ástandið. Þetta var gert að frumkvæði fyrrverandi félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, og nú hefur flokkssystir hans, Eygló Harðardóttir, ákveðið að endurtaka leikinn. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsti yfir vilja íslenskra stjórnvalda til að taka á móti um 50 flótta- mönnum á næsta ári. Ísland yrði þannig þátttakandi í samvinnu Evrópu þjóða um móttöku svokall- aðs „kvótaflóttafólks“. Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið til að lýsa því yfir að það væri reiðubúið að taka við flóttafólki til sín. „Ástæðan fyrir því er í raun einföld,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Við teljum að okkur renni blóðið til skyldunnar til að hjálpa þessu fólki. Þetta upphófst þannig að bæjar- fulltrúar fóru að ræða saman sín á milli hvort það væri ekki eitthvað sem við Akureyringar gætum gert. Í framhaldinu fór þetta eðlilegar leiðir í kerfinu. Við viljum sýna að okkur er alvara með því að vera til staðar við komu flóttamanna til Íslands. Við höfum vissulega ágæta reynslu af einmitt því að bjóða fólk velkomið á þennan hátt því við tókum við 24 ein- staklingum, fimm fjölskyldum, árið 2003 frá gömlu Júgóslavíu.“ Reynslan er góð Árið 2003 komu til Akureyrar 24 flóttamenn frá Serbíu eftir erfið átök. Voru þetta fimm fjölskyldur sem höfðu átt í miklum erfiðleikum og þurft að hverfa frá heimkynnum sínum. Að mati Eiríks er reynsla Akureyringa góð af þessu og þær upplýsingar og gögn sem bæjar- félagið á um móttökuna og ferlið allt er öllum sveitarfélögum landsins opin. „Við sem þekkjum þetta vitum að þessi reynsla frá 2003 er mjög góð. Miðað við þá umræðu sem er í gangi nú er ákveðin siðferðisleg skylda okkar að bjóða fram krafta okkar á nýjan leik,“ segir Eiríkur og bendir á að nú tólf árum síðar eru allir þessir einstaklingar búsettir enn á Akur- eyri. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þessir einstaklingar eru bara eins og ég og þú, hluti af samfélaginu sem gengur til vinnu á daginn og sinnir sínu,“ og bætir við að bæjarstjóri og blaðamaður séu báðir aðkomu- menn í þessari sveit þótt ekki séu þeir flóttamenn. „Við eigum mikið af upplýsingum um hvernig okkur gekk árið 2003. Það sveitarfélag sem verður fyrir valinu nú getur fengið þessar góðu upplýsingar frá okkur. Eins er mikil- vægt að við látum einnig vita hvað gekk ekki upp eða hvað við hefðum mátt gera betur við komu flótta- mannanna árið 2003. Þær upp- Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn. Við vorum án lands Sava og Nedeljka höfðu verið fjarri heimkynnum í flóttamannabúðum í sjö ár þegar þau komu til Íslands. Þau eru ánægð með hlutskipti sitt, en segjast sakna sumarsins. Nedelkja og Sava Ostojics segi líf þeirra hafa gjörbreyst við komuna til Íslands. Mynd/Völundur Jónsson Ég hugSaði með mÉr hvort Ég ætlaði virkilega að búa hÉrNa leNgi. þetta var auðvitað allt öðruvíSi eN heima. Nedelkja Ostojics þetta var roSalega erfiður tími, þeSSi ár áður eN við komum til íSlaNdS. Nedeljka segir það hafa verið nokk- ur viðbrigði að koma norður á Akur- eyri fyrst. Áður en hópurinn kom norður höfðu þau eytt einum degi í höfuðborginni og fengið kynningar- ferð um svæðið. Þó að það séu nú rúm tólf ár síðan þau komu til Íslands man Nedeljka eftir fyrsta deginum á Akur- eyri alveg eins og hann hafi verið í gær. „Veðrið var ekki með besta móti þennan dag. Rigning og blautt og kalt og ég hugsaði með mér hvort ég ætl- aði virkilega að búa hérna lengi. Þetta var auðvitað allt öðruvísi en heima. Við fórum svo í Rauða krossinn þar sem okkur voru afhentir lyklar að íbúðunum okkar. Enginn sagði orð, það var allt rosalega hljótt. Við höfðum túlk lengi á eftir sem hjálpaði okkur en það er minnisstætt hversu lítið var talað. Það þögðu bara allir.“ Börnin voru fljót að ná íslenskunni „Það er erfitt að læra og eins og þú heyrir þá tala ég ekkert rosa mikið,“ segir Nedeljka og afsakar íslenskuna sína. Hún þarf þess heldur betur ekki enda skilst allt upp á punkt og prik sem hún segir. Á meðan við ræðum saman stendur Sava og brýtur saman fatnað og handklæði og fyllir upp í eyðurnar ef einhverjar eru. „En börnin voru fljót að ná þessu og sonur okkar talar hundrað prósent íslensku. Hann hlær að því að ég sé að tala við blaða- mann núna,“ segir hún. „Það var rosa gott að sjá hvað börnin voru fljót að ná þessu og nú er sonur okkar á leið í háskóla og allt gengur rosalega vel.“ Gekk vel að finna störf fyrir karla Í skýrslu sem Akureyrarbær gaf út ári eftir að flóttafólkið kom til landsins segir að vonum framar hafi gengið að koma þessum einstaklingum í vinnu. Samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð var í upphafi fékk full- orðna fólkið fulla framfærslu fyrstu sex mánuðina, tvo þriðju næstu þrjá mánuðina og þriðjung síðustu þrjá. Hins vegar var það svo að allar fyrirvinnur voru komnar í störf eftir þriggja mánaða veru á landinu. Teymið sem vann með flótta- fólkinu skoðaði menntun og reynslu þeirra sem komu og eftir þá skoðun var rætt við faggreinar sem pössuðu hverjum og einum. Þetta átti einkum við karlana í hópnum en mun erfið- ara var að finna vinnu við hæfi fyrir kvenfólkið. Það sem í boði var voru aðallega hlutastörf sem hentuðu fólki illa. Innan árs voru þó allir komnir í fulla vinnu. Heim annað hvert ár Nedeljka segir fjölskylduna reyna að fara annað hvert ár heim til Serbíu til að hitta frændfólk sitt. Þó hefur það verið erfiðara og erfiðara síðustu ár. „Hrunið 2008 skiptir okkur miklu máli því krónan er miklu lægri núna en hún var þannig að það er dýrara að fara til Serbíu,“ segir Nedeljka. Hún eigi frændur og frænkur nærri Belgrad og reyni að vera í góðum samskiptum við fólkið sitt. Foreldrar hennar séu þó fallnir frá og bræður hennar látnir. Halda vel hópinn Þessi 24 manna hópur býr enn allur á Akureyri. Aðspurð segir hún hópinn hittast reglulega. „Já við hittumst og spjöllum og borðum stundum saman á laugardögum. Það skiptir okkur máli að geta rætt við fólk með sama bakgrunn. Þessi hópur er ágætlega samrýmdur, þannig lagað séð, þótt auðvitað hafi menn farið sitt á hvað hér á Íslandi.“ Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is ↣ 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R22 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.