Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 26
Það kemur sér vel að ljósmyndarinn er kunnugur í Mos­fellsbæ þegar við leitum að húsinu hennar Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Í það grillir ekki fyrr en komið er í hlað, svo er skógurinn kringum það þéttur. Guðrún er 87 ára, snaggaraleg í hreyf­ ingum og heilsar með hlýlegu brosi. Við byrjum á að ganga um landið sem hún og maður hennar, Páll Aðalsteins­ son, kennari og skólastjóri, breyttu úr hrjóstrugum mel í myndarlegan trjá­ lund. „Hér var bara urð og grjót,“ segir hún, nú er erfitt að sjá þennan grósku­ lega garð fyrir sér þannig. Páll lést fyrir tæpum þremur árum en afkomend­ urnir halda reitnum við með henni. Gróðurhús er fullt af jarðarberja­ plöntum sem hafa skilað sínu þetta árið. Utan við eru tré í uppeldi. Í bakaleiðinni vekur vöxtulegur hlynur við eina hlið íbúðarhússins athygli og við innkeyrsluna stendur reynir sem Guðrún segir hafa verið örlátan á fræ til sáningar. En Guðrún hefur ekki bara sinnt ræktun í eigin garði heldur víða í landi bæjarins með Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, þar gegndi hún for­ mennsku í tuttugu ár og er heiðurs­ félagi þess. Meltúnsreitur, sem hún átti þátt í að yrkja, verður opnaður sem almenningsgarður í dag, 29. ágúst, á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Átta börn á ellefu árum Æskuheimili Guðrúnar var á Njáls­ stöðum, milli Blönduóss og Skaga­ strandar. Hún sýnir mér mynd af bænum, með Laxá í forgrunni, sem hangir yfir stofusófanum og nú fæ ég að vita meira um líf hennar og störf. Hún fór í Reykholtsskóla sem unglingur og síðan í Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir ár á saumastofu í Reykjavík lá leiðin í Kennaraskólann. Þar sótti hún sér ekki aðeins mennt­ un heldur fann líka mannsefnið. „Við Gunnar Páll er næstynGstur barnanna en við vorum dálítið samferða í námi, útskrifuðumst saman sem stúdentar úr mH, Hann úr daGdeild en éG úr öldunGadeild, þá 54 ára. við brautskráðumst líka úr Háskólanum saman. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is „Ég skila nokkrum peysum í Álafoss á mánuði, maður verður eitthvað að gera,“ segir Guðrún sem skartar einni úr eigin smiðju. Fréttablaðið/GVA skyni. „Páli fannst áhætta að vera með hundrað manna skóla um hávetur og ekkert nema sjóleiðina til að koma fólki til læknis ef með þyrfti. Það var þriggja tíma stím til Ísa fjarðar,“ segir Guðrún. „Völlurinn kom sér vel, stundum þurfti að fá Björn Pálsson sjúkraflugmann þangað í hvelli.“ Guðrún eignaðist átta börn á ellefu árum, flest heima á Reykjanesi. Það var því fjör á heimilinu. Ég hafði stúlk­ ur til að hjálpa mér, enda var ég við kennslu sjálf,“ lýsir Guðrún. Á sumrin lögðu margir leið sína að Reykjanesi eftir að vegurinn kom. „Það mátti alltaf búast við gestum í mat og kaffi. Fáum dögum eftir að Björk dóttir mín fæddist kom 17 manna hópur,“ rifjar hún upp og segir alltaf hafa verið nóg að gera, þó að sumarfrí hafi verið í skólanum. „Við fórum til dæmis á fjöll að birgja okkur upp af fjallagrösum og berjum í saft og sultur.“ Brautskráðist úr HÍ með 7. barninu Árin fyrir vestan urðu fjórtán. Síðan fluttu þau hjón í Mosfellsbæinn, hófu störf við Varmárskóla og byggðu húsið sem við sitjum í að spjalli. Það er sama hvert litið er á heimil­ inu, hvarvetna blasa handarverk hús­ freyjunnar við; vefnaður, prjón, hekl og útsaumur með aðskiljanlegustu sporum. Hún kveðst líka hafa prjón­ að og saumað allt á krakkana þegar þau voru að vaxa úr grasi. „Stelpurnar völdu sér stundum kjóla í tískublöð­ unum fyrir árshátíðir í menntaskól­ unum og ég settist við saumavélina,“ segir hún glaðlega. Enn er hún að, því hún prjónar lopapeysur af kappi. „Ég skila nokkrum peysum í Álafoss á mánuði, maður verður eitthvað að gera,“ segir hún. „Ég er nefnilega farin að sjá svolítið illa til að lesa og sjónvarpsins nýt ég ekki nema sitja alveg upp við tækið.“ Áttablaða rósa­ mynstur og úrtökur á peysunum vefjast þó ekki fyrir henni, þrátt fyrir sjóndepurðina, prjónafærnina virðist hún hafa í fingurgómunum. Tölvutæknina tileinkaði Guðrún sér snemma. „Ég fór í nám á miðjum aldri og þar voru svo mikil verk­ efnaskil, sérstaklega í háskólanum,“ nefnir hún sem skýringu og heldur Páll vorum skólasystkini,“ segir hún og brosir. Eftir að hafa kennt í Reykja­ vík einn vetur og eignast fyrsta barnið fór hún með honum vestur á Reykja­ nes við Ísafjarðardjúp, þar varð hann skólastjóri og hún kennari árið 1952. „Á Reykjanesi var barnaskóli og verk­ námsskóli fyrir unglinga, líklega með þeim fyrstu á landinu. Ég greip í að kenna við barnaskólann en aðallega kenndi ég unglingsstúlkunum handa­ vinnu. Drengirnir lærðu smíðar, bók­ band og vélfræði, síðar kom líka bók­ námsdeild,“ lýsir Guðrún. Enginn vegur var að Reykjanesi fyrstu tvö ár þeirra hjóna fyrir vestan en Páll nýtti tækifærið þegar jarðýta kom með pramma til vegagerðar og lét gera flugvöll á nesinu í öryggis­ áfram. „Svo einn daginn kom sonur minn, Gunnar Páll, með tölvu og skellti hér á borðið. Gunnar Páll er næstyngstur barnanna en við vorum dálítið samferða í námi, útskrifuð­ umst saman sem stúdentar úr MH, hann úr dagdeild en ég úr öldunga­ deild, þá 54 ára. Við brautskráðumst líka úr háskólanum saman, hann úr viðskiptafræðinni og ég úr íslensku og íslenskum bókmenntum, þar klár­ aði ég cand.mag.“ Hún kveðst alltaf hafa kennt handmennt í Varmár skóla með náminu og líka að því loknu þegar hún hóf að vinna við Orðabók háskólans. „Svo var þetta svo mikið span að ég hætti í orðabókinni og hélt mig við kennsluna og gróður­ inn.“ Bjó til ættfræðibækur Guðrún vann við Varmárskóla til sjötugs, samtals í 32 ár, þá byrjaði hún að grúska í ættunum sínum. „Það skapaðist svo mikið tómarúm þegar ég hætti að vinna,“  útskýrir hún. Afraksturinn er þrjár glæsilegar bækur með aragrúa mynda, tvær um Jóelsætt, útgefnar 2002, og ein um Nýpukotsætt, 2011. „En nú er sjónin orðin svo biluð að ég fer ekki meira í tölvuna,“ segir Guðrún og kveðst víst ekki geta kvartað þótt eitthvað gefi sig. Hún sæki kvenfélagsfundi og taki þátt í félagsskap eldri borgara, svo sem gönguferðum, tvisvar til þrisvar í viku og samverustundum sem nefn­ ast Gaman saman. Einnig sé hún í leshópi hjá félagi aldraðra og forn­ sagnanámskeiðum hjá Bjarka Bjarna­ syni, þar bjargi hljóðbækurnar henni. „Síðasta vetur tókum við Grettis sögu fyrir og fórum á söguslóðir fyrir norð­ an að lestrinum loknum.“ Guðrún segist alltaf hafa verið heilsuhraust og einkar heppin með börnin. „Börnin voru dugleg í skóla og eru öll vel menntuð og í góðum störfum,“ segir hún ánægjulega. Ljóst er að þessi kona hefur afkast­ að miklu um ævina og er hvergi nærri hætt. Áður en ég kveð spyr ég hvort hún sé árrisul. Hún svarar kankvís: „Ég vakna snemma en er svo löt að ég nenni ekki á fætur fyrr en um níu­ leytið.“ Hér var bara urð og grjót Hjá hinni 87 ára Guðrúnu Hafsteinsdóttur, kennara í Mosfellsbæ, vinna hugur og hönd vel saman. Hún hefur ræktað tré upp af fræjum í áratugi og rekur enn plöntusölu. Heimili hennar er prýtt hannyrðum og hún prjónar nokkrar ullarpeysur á mánuði. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R26 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.