Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 42
Fólk| helgin Við leggjum áherslu á fjölbreytta dagskrá um alla sveit. Dagarnir hóf­ust á framsögu í Safnahúsi Borgar­ fjarðar um sýninguna Gleym mér ei sem var sett upp í Safnahúsinu til að minnast hundrað ára kosningaréttar og kjörgengis íslenskra kvenna. Við hefjum svo daginn í dag á Hvalfjarðarhlaupi. Það verður ræst klukkan tíu og verða farnar þrjár vega­ lengdir,“ upplýsir Heiður Hallfreðsdóttir sem hefur yfirumsjón með dögunum. „Þá mun Sjóbaðsfélag Akraness standa fyrir Helgusundi klukkan ellefu. Sundið er á söguslóðum Harðar sögu og Hólmverja þar sem Helga Haraldsdóttir synti 1.600 metra leið úr Geirshólma og í land í Helgu­ vík.“ Á Þórisstöðum í Svínadal verður haldinn sveitamarkaður og hefur hann að sögn Heiðar aldrei verið stærri. „Þar mun Sigríður Lára Haraldsdóttir bjóða upp á fjölskyldujóga klukkan hálf eitt, en hún mun jafnframt bjóða upp á útijóga í skógræktinni hjá Fannahlíð klukkan ellefu á sunnudag. Partíljón Írskra daga mun halda uppi stuðinu með spili og söng og geta börn fengið að fara á hestbak í boði hestamannafélagsins Dreyra milli tvö og fjögur. Á Þórisstöðum verður líka dráttar­ vélasýning svo eitthvað sé nefnt.“ Í Stjórnsýsluhúsinu á Innrimel í Mela­ hverfi verður bútasaumsfélagið með sýnikennslu, sölu og sýningu á verkum. Í hlöðunni á Bjarteyjarsandi verða svo súpu­ tónleikar undir yfirskriftinni Síð sumar­ tónar og sveitarómanz. Þar munu María Jónsdóttir söngkona og Óskar Magnússon gítarleikari flytja ástarljóð ýmissa tón­ skálda frá liðnum tímum til okkar daga auk þess sem framreidd verður dýrindis upp­ skerusúpa með heimabökuðu brauði. Á sunnudag verður ekki síður mikið um að vera en þá verður meðal annars opnuð sýning í Stjórnsýsluhúsinu á verkum nem­ enda á umhverfisskipulagsbraut Land­ búnaðarháskóla Íslands. „Þau tóku fyrir nokkra staði í Hvalfjarðarsveit, rýndu í staðhætti og sérstöðu og bregða svo upp framtíðarsviðsmyndum af völdum svæðum,“ upplýsir Heiður. Sýningin verð­ ur opnuð klukkan eitt en þá hefst jafn­ framt gönguferð undir leiðsögn Kristins Zimsen, landeiganda í Stóra­Botni. Gengið verður frá Stóra­Botnshliði að fossinum Glym og má gera ráð fyrir um tveggja til þriggja tíma göngu. Þá býður Vatnaskógur heim milli 14 og 17 og sýnir stuttmyndina Áfram að markinu sem var gerð í tilefni af 90 ára afmæli Vatnaskógar. Þar verður líka boðið upp á bátalán, hoppukastala og gönguferð um staðinn. „Við ljúkum svo hátíðinni með glæsi­ legri sýningu í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem Steinunn Jóhannesdóttir, rit­ höfundur og leikkona, mun segja örlaga­ sögu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Hún mun koma inn á mikilvæg atriði í þroskaferli Hallgríms og tengsl þeirra hjóna við háa sem lága á 17. öld. Hún mun fjalla um ástir þeirra, örlög og skáldafrægð en Hallgrímur samdi sín bestu ljóð og sálma í Saurbæ.“ Heiður segir þetta einstakt tækifæri til að hlýða á sögu þeirra á heimaslóðum en aðgangur er ókeypis. Aðspurð segir Heiður Hvalfjarðar­ daga komna til að vera. „Hátíðin fer bara vaxandi. Í upphafi var hún haldin að frum­ kvæði ferðaþjónustuaðila í sveitinni en síðustu ár hefur menningarmálanefnd Hvalfjarðarsveitar komið að skipulagn­ ingu hennar.“ Á sunnudeginum verður opið á her­ námssetrinu á Hlöðum en þar verður jafnframt frítt í sund alla helgina. Meðal annarra dagskrárliða eru dýraskoðun, ljóðaupplestur, kökuhlaðborð og fleira. Allar nánari upplýsingar um dagskrána og tímasetningar má finna á www. hvalfjardar dagar.is. n vera@365.is líflegt í hVal­ firði um helgina Dagskrá um alla sVeit Hvalfjarðardagar hófust í gær og standa fram á sunnudag. Þeir hafa verið haldnir í nokkur ár en þetta er í annað sinn sem dag- skráin spannar heila helgi. Dagarnir eru hugsaðir fyrir innansveitarmenn jafnt sem gesti sem vilja sjá og njóta þess sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða. heiður hall­ freðsDóttir Bátalán og hoppu­ kastalar Vatnaskógur býður heim milli 14 og 17 á sunnudag. lokahnykkurinn Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar verður flutt í Hall- grímskirkju í Saurbæ klukkan 16.30 á sunnudag. ljósmynDasamkeppni Í tengslum við hátíðina er efnt til ljósmyndakeppni. Þemað er umhverfi og náttúra í sinni víðustu mynd og fær sigurvegarinn gjafabréf frá Hótel Glym að launum. Dansfélag Reykjavíkur Salsa Break Zumba Hip Hop Freestyle Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámsskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | dans@dansskoli.is Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar Dansfélag Reykjavíkur Salsa Break Zumba Hip Hop Freestyle Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámsskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | dans@dansskoli.is Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar Dansfélag Reykjavíkur Salsa Break Zumba Hip Hop Fr estyle Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar S námsskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | dans@dansskoli.is Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar Dansfélag Reykjavíkur Salsa Break Zumba Hip Hop Freestyle Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámsskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | dans@dansskoli.is Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar Dansfélag Reykjavíkur Salsa Break Zumba Hip Hop eestyle Brúðarvals Barnadansar amkvæmisdansar Sérnámsskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Ý is starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Innritun og upplýsingar á dan skoli.is eða í síma 553 6645 Valsheimilið Hlíðarenda | sími 553 6645 | dans@dansskoli.is Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar Danskennarasamband Íslands | Faglæ ðir danskenn rar www.dansskoli.is | dan @dansskoli.is | sími 553 6645
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.