Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 44
SKÓLAÞJÓNUSTA RANGÁRVALLA- OG
VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU,
HVOLSVELLI, AUGLÝSIR LAUST STARF
LEIKSKÓLARÁÐGJAFA
Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
óskar eftir að ráða leikskólaráðgjafa í 50% starf.
Starfssvið: Ráðgjöf við starfsfólk leikskólanna fimm á
starfssvæði skólaþjónustunnar um hagnýt og fagleg mál-
efni er varða skipulag og daglegt starf. Sérkennsluráðgjöf
og eftirfylgd vegna fatlaðra barna og annarra barna með
sérþarfir. Ráðgjöf til foreldra leikskólabarna, námskeiðahald
og fræðsla til starfsfólks og foreldra. Ráðgjöf og aðstoð við
nýbreytni- og þróunarstarf.
Leikskólaráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við aðra starfs-
menn sérfræðiþjónustunnar, kennsluráðgjafa grunnskóla,
sálfræðing og talmeinafræðing.
Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er menntunar í leik-
skólakennarafræðum, helst mastersprófs og/eða fram-
haldsnáms í sérkennslufræðum. Sjálfstæði, sveigjanleiki,
skapandi og lausnamiðuð vinnubrögð og góð hæfni í
mannlegum samskiptum er skilyrði. Reynsla af sambæri-
legu starfi og/eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er
æskileg. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi
viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Umsóknir ásamt
náms- og starfsferilsskrá berist á netfangið skolamal@
skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðu-
manns, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. Nánari upplýsingar veitir
Edda í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 862-7522.