Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 48
SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum.
Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur 24 Subway veitingastaði á Íslandi
sem staðsettir eru víða um land. Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið
1994. Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan
skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að matseðillinn bjóði upp á
bragðgóða valkosti sem henta heilbrigðum lífsstíl. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli
uppfylla ströngustu skilyrði um ferskleika og gæði.
VIÐHALDSMAÐUR
Subway leitar að öflugum viðhaldsmanni í okkar frábæra hóp. Um er að ræða framtíðarstarf
þar sem gerðar eru kröfur um fagleg vinnubrögð, frumkvæði, jákvæðni, gott verkvit og lipurð
í mannlegum samskiptum.
Viðhaldsmaður sér um allt almennt viðhald á veitingastöðum Subway. Starf hans er mjög fjölbreytt, hann
kemur að viðgerðum á vélum og tækjum, viðhaldi á húsnæði og húsbúnaði staðanna auk þess að vera
með önnur föst reglubundin verkefni.
Óskað er eftir kraftmiklum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu og þekkingu af almennu viðhaldi,
rafmagni, pípulögnum og léttum smíðaverkefnum. Gott er ef að viðkomandi hafi einhverja þekkingu af
kæli- og frystikerfum. Viðkomandi einstaklingur þarf að vera sveigjanlegur og víðsýnn í starfi og tilbúinn
til þess að bregðast hratt og örugglega við.
Umsóknarfrestur er til 6. september 2015. Umsóknir óskast sendar til mannauðsstjóra
á netfangið: ingibjorg@subway.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá.