Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 82

Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 82
Kynning − auglýsing 29. ágúst 2015 LAUgARDAgUR12 Parlet Birgisson ehf. er rekið af feðgunum Birgi Þórarins­syni og Agli Arnari Birgis­ syni. Saman hafa þeir áratuga langa reynslu af innflutningi ýmissa gólfefna, hurða og flísa. „Það er afar mikilvægt að vanda valið á parketi,“ segir Egill en Birgisson býður upp á fjölbreytt úrval af parketi frá framleiðend­ um á borð við Kährs, Hakwood, Kronotex og Rooms Floor. Þrenns konar parket í boði Þeir sem eru í parkethugleiðing­ um eiga oft erfitt með að gera greinarmun á mismunandi teg­ undum. „Almennt má f lokka parket í þrjá f lokka; gegnheilt stafaparket, hefðbundið þriggja laga parket og harðparket,“ segir Egill og lýsir hér hverju fyrir sig: „Gegnheilt stafaparket er límt í stöfum eða plönkum á gólfið. Eftir að parketið hefur verið límt á gólfið þarf það að fá að standa í að minnsta kosti tíu daga, áður en hafist er handa við að slípa það og meðhöndla. Eftir að slíp­ un er lokið kemur að vali á yfir­ borðsmeðhöndlun,“ lýsir Egill en hægt er að lita, lakka eða ol­ íubera, allt eftir smekk viðskipta­ vinarins. „Gegnheilt parket er yfirleitt 10­22 mm að þykkt og er fáanlegt í fjölda viðartegunda sem hægt er að leggja í ótal mynstrum,“ segir Egill en verðið á fermetra er frá 5.000 upp í 20.000 krónur. „Hefðbundið þriggja laga parket er spónlagt 13­20 mm að þykkt með 2,5 til 6 mm harð v iðar y f ir borði. A lgeng borðastærð á Kä hrs­pa rk­ eti er 15x200x2400 mm eða 15x187x2400 mm (þykkt x breidd x lengd),“ segir Egill en Kährs­ parketið kemur tilbúið til lagnar og telur Egill að það sé með bestu viðarlæsinguna á markaðnum. „Hægt er að velja úr fjölda viðar tegunda og yfirborðs­ áferða, til dæmis burstað og mattlakkað, burstað og olíu­ borið, hef lað og mattlakkað, litað og olíuborið. Þitt er valið.“ Verð á Kährs­parketinu er frá 3.790 til 15.000 króna á fermetra. „Vinsældir harðparkets eru alltaf að verða meiri enda hafa gæði þess aukist mikið síðast liðin ár,“ segir Egill en harðparketið var oft kallað plastparket hér áður fyrr. „Sú nafngift er villandi, því yfir 90% af hráefninu eru endur­ unninn viður,“ útskýrir Egill. „Aða luppistaðan í harð­ parketinu er rakaheld HDF­plata, það er harðpressuð MDF­plata með ótrúlega sterkri yfirborðs­ húð úr melamine. Harðparketið er fáanlegt í 6­12 mm þykkt og í nokkrum alþjóðlegum styrktar­ flokkum; AC3, AC4 og AC5. Við hjá Birgisson flytjum að­ eins inn bestu flokkana, AC4 og AC5, það er að segja 8­12 mm þykkt," segir Egill en verðið á fer­ metra er frá 1.790 til 5.500 krónur. Vinsælt hjá unga fólkinu Vinsældir harðparketsins eru sérstaklega miklar meðal ungs fólks að sögn Egils, sér í lagi þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. „Ástæðan tengist vissulega hagstæðu verði en ekki síður hversu höggþolið og rispu­ þolið parketið er.“ Þeir sem huga að endurbótum á heimilinu ættu að koma við í glæsilegum sýningarsal Birgis­ son að Ármúla 8 þar sem hægt er að skoða fjölbreytt úrval af park­ eti, flísum og hurðum, frá þekkt­ um og virtum framleiðendum. „Við mælum með að fólk kynni sér alla bæklinga og heimsæki heimasíðu okkar, www.birgisson.is, áður en haf­ ist er handa við að velja park­ et. Svo erum við líka dugleg að pósta inn á Facebook og Pinte­ rest. Flýtið ykkur hægt, farið eftir leiðbeiningum og þá geng­ ur allt vel,“ segir Egill. Unga fólkið velur harðparket Að ýmsu er að huga þegar kemur að því að velja parket á gólf. Úrvalið er enda mikið og nokkur munur á milli tegunda. Egill Arnar Birgisson hjá Birgisson ehf. gefur innsýn í það helsta sem þarf að vita. Vanda skal valið. Egill Arnar Birgisson mælir með því að fólk velti hlutunum vel fyrir sér áður en parket er valið á gólfið. MynD/GVA Flýtið ykkur hægt, farið eftir leiðbeiningum og þá gengur allt vel. Það er alltaf hægt að gera við en yfirleitt sést það þó eitthvað. Ef um er að ræða gamalt parket sem hefur guln­ að í áranna rás er erfitt að slípa upp lítinn blett og lakka án þess að það sjáist litaskil. Það getur þó komið betur út en að leyfa skemmdinni að vera.“ Sólmund­ ur segir þetta líka fara mikið eftir parkettegund. yfirleitt er hægt að laga gegnheilt niðurlímt parket á öllum stigum. Ef fólk veit hvar það var keypt eða getur komist að því er hægt að taka upp ein­ staka fjalir og líma niður nýjar. Þá er jafnvel hægt að láta búa til staf sem passar ef ekki eru til af­ gangar eða parketið finnst ekki í verslunum. Það er þó erfitt að komast hjá litabreytingum nema gólfið sé þeim mun nýrra en það jafnar sig nú yfirleitt með tíman­ um,“ útskýrir Sólmundur. Hann segir ódýrustu leið­ ina til að hressa upp á gam­ alt parket að matta yfir gólfið og heillakka. „Þá er notuð létt­ ari vél en þegar gólfið er slípað. Þessi aðferð lagar þó ekki hök eða miklar skemmdir en gerir gólfið fjarskafallegra.“ Þegar um er að ræða hök í gólfinu er að sögn Sólmundar hægt að reyna að fylla upp í með viðarfylli áður en lakkað er yfir. „Við notum gjarnan það sem fellur til við slípun til að fylla upp í sprungur á milli borð­ anna en ég mæli nú ekki endi­ lega með því að nota það til að fylla upp í djúp hök. Þetta verður allt að meta í hverju tilfelli fyrir sig.“ Aðspurður segir Sólmund­ ur ekki mikið um að menn séu að hlaupa til í smáviðgerðir sem þessar. „Það er allt hægt en það eru nú ekki margir í þessu.“ Hann segir þó vissulega borga sig að reyna að lagfæra það sem hægt er með góðu móti. Hvað á að gera við staðbundnar skemmdir? Þar sem mæðir mikið á parketi á lakkið það til að eyðast upp og eftir stendur grár og eyddur viðurinn. Eins geta komið staðbundnar skemmdir og hök í parket sem að mestu öðru leyti er í fínu lagi. Hvað er þá til ráða? Þarf þá að pússa allt upp og lakka upp á nýtt? Eða jafnvel skipta? Sólmundur Þormar Maríusson, kennari við Byggingatækniskólann, segir ekki endilega þörf á því. Yfirleitt er hægt að laga staðbundnar skemmdir í gegnheilu niðurlímdu parketi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.