Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 91

Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 91
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þökkum fyrir alla umhyggjuna og auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar yndislegu ömmu og mömmu, Bryndísar Margrétar Friðþjófsdóttur frá Vatneyri við Patreksfjörð. Fjölskylda og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Ingibjargar Árnadóttur áður til heimilis að Mánavegi 1, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fossheima fyrir góða umönnun og stuðning á erfiðum tíma. Einar Sigurðsson Vilborg Árný Einarsdóttir Einar Hólm Ólafsson Sigurður Kristinn Einarsson Jarþrúður Einarsdóttir Sigurbjörn Árnason Margrét Einarsdóttir Sonja Ingibjörg Einarsdóttir Hrafn Stefánsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hólm Kr. Dýrfjörð frá Siglufirði, lést á dvalarheimilinu Grund þann 19. ágúst sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.00. Birna Dýrfjörð Anna Dýrfjörð Skúli Sigurðsson Erla Dýrfjörð Guðmunda Dýrfjörð Birgir Vilhelmsson Kristján Dýrfjörð Ragnheiður Sigurðardóttir Finnur Jóhannsson Sigmundur Dýrfjörð Berglind Guðbrandsdóttir og afabörn. Kæru ættingjar og vinir! Okkar bestu þakkir fyrir ræktarsemi og vináttu við fráfall mannsins míns og pabba okkar, Hauks Valtýssonar Víðilundi 24, áður Ásvegi 19, Akureyri. Starfsfólk á Kristnesi og í Kollugerði/ Lögmannshlíð fær alúðarþakkir fyrir góða umönnun og ljúfmennsku í veikindum hans. Það gladdi okkur að sjá ykkur svo mörg þann 24. ágúst. Valborg Svavarsdóttir Helga, Stefanía, Svava og fjölskyldur. Bróðir okkar, Reynir Friðfinnsson húsasmiður frá Baugaseli, Fjólugötu 11, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 21. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Ingimar Friðfinnsson Ari Friðfinnsson og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ársæll Þorsteinsson matreiðslumeistari og fv. bryti, Skúlagötu 20, sem lést þriðjudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 15. Guðlaug Ársælsdóttir Eyþór Vilhjálmsson Þóra Ársælsdóttir Páll Hjálmur Hilmarsson Ragna Ársælsdóttir Haraldur R. Gunnarsson Björg Ársælsdóttir Arnar Ólafsson Guðný Þorsteinsdóttir Þorleifur Hávarðarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Ásgeir Helgi Halldórsson lést á heimili sínu 25. ágúst sl. Hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju 8. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og minningarsjóð Karitas. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas fyrir frábæra umönnun. Erla Jónsdóttir Halldór Marías Ásgeirsson Alexandra Maria Stegeman Kristján Elías Ásgeirsson Heiða Björk Ólafsdóttir Garðar Gunnar Ásgeirsson Ásta Ingunn Sævarsdóttir Ásgeir Jóhann Ásgeirsson Hildur Eva Sigurðardóttir barnabörn og systkini. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru Hönnu Stefánsdóttur Austurbyggð 17, áður Víðilundi 24. Sérstakar þakkir til félagsstarfsins og dagvistunarinnar í Víðilundi, heimahjúkrunar og heimaþjónustu Akureyrar, starfsfólks á Hlíð í skammtímavistun, Aspar- og Beykihlíð og tómstundastarfsins fyrir allt sem gert var fyrir hana, hún mat það mikils. Stefán J. Guðmundsson Guðm. Ómar Guðmundsson Anna Ingólfsdóttir Haraldur H. Guðmundsson Helga Ólafsdóttir Kristján Antonsson Dóróthea Valdimarsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. „Við erum aðallega í hamingjugöldrum,“ segir Mörður Ottesen hlæjandi þegar hann er spurður frétta af vistræktarnámskeiðinu sem hann stendur fyrir í Hlíðardalsskóla í Ölfusi þessa dagana og alla næstu viku. Er þetta þá ekki bara gamla hippastemn- ingin, spyr ég? „Það mætti kalla okkur hippalíki nema hvað við erum eiturlyfjalaus og akadem- ískari en þeir. Hipparnir vildu frið en vissu ekki hvernig þeir ættu að ná honum. Við viljum betra líf og vitum nákvæmlega hvernig við eigum að fara að því. Við erum með lausnir fyrir umhverfið í kringum okkur,“ svarar hann og hljómar sann- færandi. Hann segir markmið námskeiðsins að mennta hóp vistræktarhönnuða og gera þátttakendum fært að tileinka sér vist- rækt, miðla kunnáttu sinni og starfa að verkefnum eftir þeirri hugmyndafræði. „Vistrækt gengur út á að vinna með jörð- inni og styrkja hana, í stað þess að ganga á hana og auðlindir hennar með einhæfum búskaparháttum, notkun tilbúins áburðar og eiturefna.“ Hann segir umhyggju fyrir jörðinni einnig umhyggju fyrir mann- kyninu því heilbrigðari jörð þýði betra umhverfi fyrir manninn. „Á námskeiðinu læra þátttakendur hvernig má fá meiri uppskeru af landinu án notkunar áburðar og eiturefna og nýta auðlindir heimsins mun betur en gert er.“ Tuttugu og fimm manns eru á nám- skeiðinu í Hlíðardalsskóla, þar af tíu Íslendingar. Hinir eru frá nokkrum Evr- ópulöndum, Kanada, Bandaríkjunum og einn nemendanna gerði sér ferð frá Kosta- ríka, að sögn Marðar. Hann er afar ánægð- ur með kennarana tvo sem honum tókst að lokka til landsins, segir þá heimsþekkta fyrir frumkvöðlastarf sitt. „Það þykir tíðindum sæta að Albert Bates og Robyn Francis kenni saman en þau hafa kennt vistrækt í áravís um allan heim. Albert er umhverfislögfræðingur frá Bandaríkj- unum og brautryðjandi á sviði vistræktar og Robyn er frá Ástralíu, hún hefur þróað kennsluefni og kennt á meira en hundrað námskeiðum.“ Sjálfur kveðst Mörður hafa lifað sam- kvæmt kenningum vistræktunar í tvö ár, fyrst á Íslandi og síðar Noregi. „Í sumar var ég með tvo hektara af landi og vinn að því ásamt fleirum að byggja þar upp vistvænt þorp frá grunni.“ Þann 7. september segir hann norskan snilling verða með námskeið í Hlíðardals- skóla,  sá ræktar ekki færri en 200 ætar fjölærar plöntur í garðinum sínum í Þránd- heimi. En telur hann að þessi vistræktar- stefna eigi eftir að ná fótfestu á Íslandi? „Já, ég er algerlega fullviss um það. Það er bara verst hversu erfitt er að fá fjármagn í græn verkefni hér á landi.“ gun@frettabladid.is Byggir upp vistvænt þorp  Nú stendur yfir námskeið í vistrækt í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Mörður Ottesen stendur fyrir námskeiðinu. Sjálfur hefur Mörður lifað samkvæmt vistræktarkenningum í tvö ár. Dísurnar koma fram á stofu- tónleikum á Gljúfrasteini á morgun klukkan 16. Sá hópur er skipaður þeim Eydísi Franz- dóttur, óbó og enskt horn, Bryndísi Pálsdóttur fiðlu, Her- dísi Önnu Jónsdóttur víólu og Bryndísi Björgvinsdóttur selló sem  hafa starfað saman frá árinu 1997.   Á verkaskránni eru flest þeirra verka sem skrifuð hafa verið fyrir þessa hljóð- færaskipan, en auk þess hafa þær Dísurnar frumflutt ný íslensk verk, sem sum hver hafa verið samin sérstak- lega fyrir þær. Fluttur verður óbókvartett Mozarts og stef úr Fellini-myndum eftir Nino Rota í útsetningu Jóhanns G. Jóhannssonar. Leynigestur á tónleikunum verður söngdívan í Túnfæti, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem flytur tvö sönglög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Hall- dórs Laxness, Atlantshafið og Bráðum kemur betri tíð. gun@frettabladid.is Fjórar dísur og Diddú Þau eru lykilfólk á námskeiðinu, Albert Bates, Robyn Francis og Mörður Ottesen. Mynd/Sif Yraola t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð 39L a U G a R D a G U R 2 9 . á G ú s t 2 0 1 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.