Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 108
Logi hefur haft áhuga á tónlist frá barnsaldri og hefur frá árinu 2010 starfað alfarið við tónlist.Hann segir gott að geta hoppað á milli verkefna, það kæli hausinn niður
og auki sköpunarkraftinn. Lífið fór yfir helstu verk
efni Loga og líkt og sjá má er af nægu að taka.
Retro Stefson
Hljómsveitin var stofnuð í byrjun ársins 2006 og
fer því óðum að nálgast tíu ára afmælið. Retro
Stefson hefur gefið út þrjár breiðskífur á ferlinum
og kemur sú fjórða, Scandinavian Pain, út á næsta
ári en Logi mun sjá um upptökustjórn ásamt
bróður sínum Unnsteini.
Bandið hefur á ferlinum haldið tónleika í hátt í
30 löndum og stofnaði framleiðslu og útgáfu
fyrirtækið Les Freres Stefsons nýverið. Les Freres
Stefson hefur samið stef fyrir auglýsingar, sér um
framleiðslu á sjónvarpsefni og auglýsingum og
rekur einnig hljóðstúdíó niðri í bæ.
Hljómsveitin hefur hlotið fern íslensk tónlistar
verðlaun. Árið 2011 hlaut sveitin Útflutningsverð
laun Loftbrúar og árið 2012 fékk hún verðlaun
sem Flytjendur ársins, lag ársins og myndband
ársins fyrir lagið Glow.
Auk Loga eru þau Unnsteinn Manuel Stefáns
son, Þórður Jörundsson, Jon Ingvi Seljeseth, Þor
björg Roach Gunnarsdóttir, Haraldur Ari Stefáns
son, Gylfi Sigurðsson og Sveinbjörn Thorarensen í
Retro Stefson.
Sturla Atlas
Verkefnið Sturla Atlas vakti eftirtekt í byrjun maí
þegar myndband við lagið Over Here var frum
sýnt. Breiðskífan Love Hurts var svo gefin út í
byrjun júní og hefur síðan þá fengið yfir 200.000
spilanir á internetinu en hægt er að hlusta á hana
án endurgjalds á Spotify og SoundCloud. Logi
semur lögin, útsetur þau, stjórnar upptökum og
tekur einnig þátt í flutningi.
Sturla Atlas mun spila á tónlistarhátíðinni Ice
land Airwaves og munu nokkur ný lög verða gefin
út fyrir hátíðina.
Young Karin
Hljómsveitin Young Karin varð til í lok árs 2013 en
í henni eru Logi og söngkonan Karin Sveinsdóttir.
Karin kynntist Logi þegar hann var dómari í söng
keppni Menntaskólans við Hamrahlíð.
Young Karin hefur gefið út tvær smá
skífur en fyrsta lagið sem kom út með
þeim var lagið Hearts. Sveitin spilaði
á Hróarskeldu í sumar og hefur
spilað á fleiri stöðum í útlöndum.
Young Karin hlaut Íslensku
tónlistarverðlaunin árið 2014
fyrir Nýliðaplötu ársins, n1.
Sveitin á talsvert af óútgefnu
efni og er stefnan sett á að
gefa út meira efni í vetur.
Skítamórall
Meðhöfundur og upptöku
stjóri lagsins Þú (ert ein af
þeim) með hljómsveitinni
Skítamóral sem kom út árið
2014. Verkefnið er talsvert
ólíkt öðrum verkefnum
Loga en lagið er létt
popplag með nútíma
legum útsetningum og
er Logi með annað lag
í vinnslu með hljóm
sveitinni.
Gus Gus
Aðstoðarupptökustjóri í
laginu GodApplication sem
finna má á plötunni Mexico
með hljómsveitinni GusGus.
Logi vann lagið ásamt Högna
Egilssyni og Bigga Veiru.
Upptökustjórn
Logi hefur stjórnað upptökum
fjölda laga. Meðal annars má nefna
lagið Fjaðrir sem tók þátt í Söngva
keppni Sjónvarpsins 2015 og var flutt
af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur
og Guðfinni Sveinssyni.
Önnur verkefni
Síðustu daga hefur Logi unnið með ungri
söngkonu sem gefa mun út sitt fyrsta
lag í byrjun næsta mánaðar. Einnig vann
hann með söngvaranum Aroni Hannesi
sem gaf út sitt fyrsta lag, I Need You, í júní
og er stefnan sett á að gefa út fleiri lög
fyrir jól.
Hiphop
Logi hefur samið hiphoptakta frá 13 ára aldri og
byrjaði að birta þá á vefsíðunni MySpace. Hann
komst inn í hiphopsenuna í gegnum internet
spjallborðið Bentsborð og kynntist þar tónlistar
mönnum á borð við Emmsjé Gauta og Bent.
Hin mörgu andlit
Tónlistarmaðurinn
Logi Pedro Stefánsson er
einna best þekktur fyrir
að vera meðlimur hljóm-
sveitarinnar Retro
Stefson. Það er þó ekki
hans eina tónlistar-
tengda verkefni.
LoGA PedRo
Kjartan Atli
Kjartansson
kjartanatli@frettabladid.is
2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R56Lífið
ísLenskU
tónListAR-
veRðLAUnin
2014
Nýliðaplata ársins n1 með Young Karin
Útflutningsverðlaun
Loftbrúar 2011
2012
Lag ársins Glow
Flytjendur ársins
Retro Stefson
Myndband ársins
Glow