Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 108

Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 108
Logi hefur haft áhuga á tónlist frá barns­aldri og hefur frá árinu 2010 starfað alfarið við tónlist.Hann segir gott að geta hoppað á milli verkefna, það kæli hausinn niður og auki sköpunarkraftinn. Lífið fór yfir helstu verk­ efni Loga og líkt og sjá má er af nægu að taka. Retro Stefson Hljómsveitin var stofnuð í byrjun ársins 2006 og fer því óðum að nálgast tíu ára afmælið. Retro Stefson hefur gefið út þrjár breiðskífur á ferlinum og kemur sú fjórða, Scandinavian Pain, út á næsta ári en Logi mun sjá um upptökustjórn ásamt bróður sínum Unnsteini. Bandið hefur á ferlinum haldið tónleika í hátt í 30 löndum og stofnaði framleiðslu­ og útgáfu­ fyrirtækið Les Freres Stefsons nýverið. Les Freres Stefson hefur samið stef fyrir auglýsingar, sér um framleiðslu á sjónvarpsefni og auglýsingum og rekur einnig hljóðstúdíó niðri í bæ. Hljómsveitin hefur hlotið fern íslensk tónlistar­ verðlaun. Árið 2011 hlaut sveitin Útflutningsverð­ laun Loftbrúar og árið 2012 fékk hún verðlaun sem Flytjendur ársins, lag ársins og myndband ársins fyrir lagið Glow. Auk Loga eru þau Unnsteinn Manuel Stefáns­ son, Þórður Jörundsson, Jon Ingvi Seljeseth, Þor­ björg Roach Gunnarsdóttir, Haraldur Ari Stefáns­ son, Gylfi Sigurðsson og Sveinbjörn Thorarensen í Retro Stefson. Sturla Atlas Verkefnið Sturla Atlas vakti eftirtekt í byrjun maí þegar myndband við lagið Over Here var frum­ sýnt. Breiðskífan Love Hurts var svo gefin út í byrjun júní og hefur síðan þá fengið yfir 200.000 spilanir á internetinu en hægt er að hlusta á hana án endurgjalds á Spotify og SoundCloud. Logi semur lögin, útsetur þau, stjórnar upptökum og tekur einnig þátt í flutningi. Sturla Atlas mun spila á tónlistarhátíðinni Ice­ land Airwaves og munu nokkur ný lög verða gefin út fyrir hátíðina. Young Karin Hljómsveitin Young Karin varð til í lok árs 2013 en í henni eru Logi og söngkonan Karin Sveinsdóttir. Karin kynntist Logi þegar hann var dómari í söng­ keppni Menntaskólans við Hamrahlíð. Young Karin hefur gefið út tvær smá­ skífur en fyrsta lagið sem kom út með þeim var lagið Hearts. Sveitin spilaði á Hróarskeldu í sumar og hefur spilað á fleiri stöðum í útlöndum. Young Karin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014 fyrir Nýliðaplötu ársins, n1. Sveitin á talsvert af óútgefnu efni og er stefnan sett á að gefa út meira efni í vetur. Skítamórall Meðhöfundur og upptöku­ stjóri lagsins Þú (ert ein af þeim) með hljómsveitinni Skítamóral sem kom út árið 2014. Verkefnið er talsvert ólíkt öðrum verkefnum Loga en lagið er létt popplag með nútíma­ legum útsetningum og er Logi með annað lag í vinnslu með hljóm­ sveitinni. Gus Gus Aðstoðarupptökustjóri í laginu God­Application sem finna má á plötunni Mexico með hljómsveitinni GusGus. Logi vann lagið ásamt Högna Egilssyni og Bigga Veiru. Upptökustjórn Logi hefur stjórnað upptökum fjölda laga. Meðal annars má nefna lagið Fjaðrir sem tók þátt í Söngva­ keppni Sjónvarpsins 2015 og var flutt af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Guðfinni Sveinssyni. Önnur verkefni Síðustu daga hefur Logi unnið með ungri söngkonu sem gefa mun út sitt fyrsta lag í byrjun næsta mánaðar. Einnig vann hann með söngvaranum Aroni Hannesi sem gaf út sitt fyrsta lag, I Need You, í júní og er stefnan sett á að gefa út fleiri lög fyrir jól. Hiphop Logi hefur samið hiphop­takta frá 13 ára aldri og byrjaði að birta þá á vefsíðunni MySpace. Hann komst inn í hiphop­senuna í gegnum internet­ spjallborðið Bentsborð og kynntist þar tónlistar­ mönnum á borð við Emmsjé Gauta og Bent. Hin mörgu andlit Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson er einna best þekktur fyrir að vera meðlimur hljóm- sveitarinnar Retro Stefson. Það er þó ekki hans eina tónlistar- tengda verkefni. LoGA PedRo Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@frettabladid.is 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R56Lífið ísLenskU tónListAR- veRðLAUnin 2014 Nýliðaplata ársins n1 með Young Karin Útflutningsverðlaun Loftbrúar 2011 2012 Lag ársins Glow Flytjendur ársins Retro Stefson Myndband ársins Glow
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.