Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 110

Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 110
2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R58 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð Verð kr. 24.875 C L A S S I C C O M F O R T K O D D A R TEMPUR® CLOUD COMFORT HEILSUKODDINN Comfort koddinn er gerður sérstaklega úr TEMPUR® ES (Extra Soft) efninu og veitir einstakt jafnvægi í mýkt og stuðningi. Tilvalinn fyrir þá sem vilja stuðninginn sem TEMPUR® er þekkt fyrir, en mýktina líka. Hentar nær öllum svefnstellingum EXTRA MJÚKUR Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 | Opið virka daga frá kl. 10-18 & Laugard. frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 | Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 | www.betrabak.is Þú færð TEMPUR® koddana BARA hjá okkur! Verð kr. 18.900 TEMPUR® ORIGINAL HEILSUKODDINN Þessum mælum við sterklega með fyrir þá sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna líkamlegra ástæðna. Hönnun hans fylgir náttúrulegri sveigju hálsins til að styðja við mænu og hrygg til að veita þér fullkomna næturhvíld. Hentar þeim sem sofa á hlið S É R H A N N A Ð I R H E I L S U K O D D A R FÁANLEGUR MJÚKUR, MEDIUM OG STÍFUR Verð kr. 19.900 TEMPUR® TRADITIONAL HEILSUKODDINN Sígild lögun þessa kodda veitir unaðslega tilfinningu og þægilegan stuðning í öllum svefnstellingum. Fáanlegur mjúkur, medium og stífur – sígild þægindi fyrir alla. Hentar nær öllum svefnstellingum Lífið í vikunni 23.08.15- 29.08.15 Maðurinn minn bakkar mig bara upp og hvetur mig áfram til að borða hollt og hugsa vel um mig, eins og ég geri. Ég get ekkert sagt nei við þessu. Fyrir glamúrfyrirsætu er þetta toppurinn og mig hefur dreymt um að komast þang að." Anna Bára sat fyrir í mexíkóska Playboy í september og keppir núna um að verða valin Playmate of the Year en þá á hún mögu- leika á að prýða forsíðu desemberheftisins. Nóg aF verkeFNuM Þremenningarnir í StopWaitGo verða allir staddir hér á landi fram að ára- mótum en hingað til hafa tveir í teym- inu verið búsettir í Los Angeles. Þeir eru að bíða eftir að atvinnuleyfismál leysist en það getur verið vandi að fá það í gegn þar í landi. Þeir hafa þó nóg að gera heima á Íslandi á meðan. BLóðBerg í útrás Kvikmyndin Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson verður lík- lega gerð að 12 þátta sjónvarpsseríu í Bandaríkjunum. Myndin verður frumsýnd þar í landi á Chicago International Film Festival en þá munu líklega opnast frekari dyr á ný og spennandi tækifæri. Fjórði BiLLy Bætist við Bjarni Kristbjörnsson hefur verið að æfa fyrir hlutverk Billy Elliot frá því í byrjun árs. Hann mun því verða fjórði Billy-leikarinn en hann mun þreyta frumraun sína í hlutverkinu í vetur. Hann hefur hingað til verið að leika Michael sem er besti vinur Billy í sýn- ingunni. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti rekur smiðshöggið á tónleikaferð sína í Tromsø í Noregi í kvöld. Um er að ræða stóra og umfangsmikla tón- leikaferð sem hefur staðið yfir með pásum í um tvö og hálft ár. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, platan fór af stað erlendis mun fyrr en við ætluðum í upphafi. Af því að hún hefur verið að koma út á mismunandi tíma á mismunandi mörkuðum, þá er þetta orðið svona langur tími. Það eru allir orðnir mjög spenntir fyrir næstu plötu og það verður spenn- andi að geta gefið út næstu plötu alls staðar, á öllum mörkuðum, á sama tíma,“ segir María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Ásgeirs. Allt í allt voru tónleikarnir á tón- leikaferðinni 324 talsins og flestir fóru fram erlendis. „Árið 2013 kom Ásgeir fram á 55 tónleikum erlendis en árið 2014 spilaði hann á 113 tón- leikum erlendis og einu tónleikarnir hans á Íslandi það ár voru á Air waves. Á þessu ári hefur hann komið fram á 41 tónleikum og voru þeir allir erlendis nema tvennir tónleikar í Hörpu hér heima,“ segir María Rut um ferðlagið. Hún segist ómögulega geta sagt hve margir tónleikagestirnir voru í heild. „Það hef ég því miður ekki og get ómögulega kastað á það tölu en það eruð hundruð þúsunda ef ekki einhverjar milljónir,“ bætir hún við og hlær. Ásgeir og félagar héldu af stað árið 2012 og hafa farið um heim allan í Batt enda á tveggja og hálfs árs tónleikaferð ásgeir trausti gaf út Dýrð í dauðaþögn árið 2013, fór í kjölfarið í tón- leikaferðalag um heim allan og hefur komið fram á 324 tónleikum.  Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nú kominn heim eftir tveggja og hálfs árs tónleikaferð og ætlar að einbeita sér hundrað prósent að nýrri plötu. Gert er ráð fyrir að nýja platan komi út á næsta ári. Mynd/Getty tóNLeikaFerðir í hNotskurN 2012-2013 Ásgeir kemur fram á 170 tónleikum, þar af 55 tónleikum erlendis. 2014 Ásgeir kemur fram á 113 tónleikum, allir erlendis nema tónleikarnir á Airwaves-hátíðinni. 2015 Ásgeir kemur fram á  41 tónleikum, þar af tvennum tónleikum í Hörpu hér heima. saMtaLs 206 tónleikar erlendis frá árs-byrjun 2013 en ef Ísland er talið með þá eru tónleikarnir 324 frá því að Dýrð í dauðaþögn kom út. Ásgeir túraði með nöfnum á borð við Hozier, alt-J, Of Monsters and Men og John Grant. ferð sinni en lokahnykkurinn, sem var jafnframt stysti hluti tónleika- ferðarinnar, kláraðist um helgina. „Á þessum lokatúr tónleikaferðarinnar geri ég ráð fyrir að rétt rúmlega 32 þúsund manns hafi séð Ásgeir, á þessu heldur stutta tólf daga tónleika- ferðalagi. Þeir eru vanir að túra í þrjár til fimm vikur í senn en eru allir sam- mála um að þetta hafi verið frábær endir á þeim tveimur og hálfu ári sem þeir hafa varið í að fylgja plötunni Dýrð í dauðaþögn eftir um allan heim,“ útskýrir María Rut. Í sinni síðustu ferð spilaði Ásgeir með lista- mönnum á borð við Tom Odell og hljómsveitum á borð við Interpol og Fatboy Slim. Þá hittu Ásgeir og félagar hljómsveitina alt-J í Zürich í vikunni en Ásgeir túraði með alt-J í Ástralíu í maí. Þá túraði hann einnig með Hozier í febrúar um Bandaríkin. Árið 2013 túraði hann með Of Monsters and Men og John Grant. Ný plata á næsta ári Fram undan er algjört hlé frá tón- leikahaldi og hundrað prósent fókus á nýja plötu. „Við áætlum að nýja platan komi út um mitt næsta ár, jafnvel fyrr. Meira verður ekki sagt um nýju plötuna í bili en Ásgeir og Kiddi upptökustjóri (Guðmundur Kristinn Jónsson) hafa verið við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði og verða næstu mánuði.“ Um þrjú ár eru síðan fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út á Íslandi. Platan hlaut góða dóma og naut mikilla vinsælda. Stuttu eftir útgáfu plötunnar skrifaði Ásgeir undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian í Bretlandi um alþjóðlega útgáfu plötunnar á ensku. Platan kom út í Evrópu í janúar 2014 og stuttu síðar Ástralíu og Japan og í mars sama ár skrifaði Ásgeir undir samning við Columbia Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum. gunnarleo@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.