Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 206. tölublað 107. árgangur
SPJALLTÓN-
LEIKAR MEÐ
NICK CAVE
ELVAR
INN Á HJÁ
STUTTGART
JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR Á
MORGUN
MIKIL UPPLIFUN, 33 ERLENT OG INNLENT 36KJÁNAHROLLUR 37
Fæðingum fækkaði
Sjá fram á fækkun í grunnskólum á Akureyri vegna lægri
fæðingartíðni Sambærileg þróun að hluta til í borginni
grunnskólunum innan fimm ára ef
fram heldur sem horfir og stefnir í að
heildarfjöldinn fari úr 2.700 börnum í
2.500 börn á þeim tíma,“ segir hann.
Að hluta til virðist sambærileg þró-
un blasa við stjórnendum Reykja-
víkurborgar. Skv. upplýsingum Skúla
Helgasonar, formanns skóla- og frí-
stundaráðs, eru stóru fæðingar-
árganganir sem fæddust á árunum
eftir hrunið núna komir inn í grunn-
skólana og árgangarnir í kjölfarið
hafa verið minni, að sögn hans.
„Undantekningin frá þessu er
reyndar 2018-árgangurinn, sem er
frekar stór. Hins vegar erum við með
mikla uppbyggingu fram undan í
borginni, í nýjum hverfum og á þétt-
ingarreitum og þar munu verða til ný-
ir skólar, s.s. í Vogabyggð, á Ártúns-
höfða og í Skerjafirði, bæði leik- og
grunnskólar. Hvort þessi uppbygging
muni skila sér í fjölgun barna í borg-
inni á eftir að koma í ljós en íbúum
borgarinnar hefur fjölgað talsvert
allra síðustu misserin.“ omfr@mbl.is
Fæðingum á Akureyri hefur fækkað
upp á síðkastið og ef heldur fram sem
horfir mun nemendum í grunnskólum
fækka um 200 á næstu fimm árum. Á
sama tíma hefur íbúum fjölgað. Fleiri
sveitarfélög gætu staðið frammi fyrir
svipaðri þróun, þar sem útlit er fyrir
fækkun í grunnskólum með lækkandi
fæðingartíðni á síðustu árum.
Karl Frímannsson, sviðsstjóri á
Fræðslusviði Akureyrarbæjar, segir
að þessi þróun hafi komið í ljós vegna
endurskoðunar á þjónustu bæjarins í
leikskólunum. ,,Stefnt er að því að
taka 12 mánaða börn inn í leikskólana
á næstu árum en þrátt fyrir það mun
heildarfjöldinn ekki aukast frá því
sem nú er vegna fámennari árganga.
Áhrifanna fer hins vegar að gæta í MStanda frammi fyrir fækkun »16
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Börn Fæðingum hefur fækkað.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann
Slóvakíu naumlega, 1:0, á Laugardalsvellinum í
gærkvöld og er þar með komið með sex stig
eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni
Evrópumótsins, en lokakeppnin fer fram á
Englandi sumarið 2021.
Elín Metta Jensen skoraði sigurmarkið um
miðjan síðari hálfleik og gerði þar með þrjú af
fimm mörkum Íslands í sigurleikjunum tveimur
gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Litlu munaði
þó að slóvakíska liðið jafnaði metin undir lok
leiksins eftir slæm varnarmistök íslenska liðs-
ins, sem annars var með nokkra yfirburði í
leiknum.
„Við sáum í þessum leik að þær slóvakísku
voru grimmar og léku þéttan varnarleik. Því
er erfitt að brjóta svona lið á bak aftur en sem
betur fer náðum við að koma einu inn,“ sagði
vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladótt-
ir við Morgunblaðið eftir leikinn.
»34-35
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sex stig komin í safnið á leiðinni á EM
Þriðji orkupakki Evrópusambands-
ins vegna aðildar Íslands að EES-
samningum og önnur þingmál hon-
um tengd voru samþykkt með mikl-
um meirihluta á Alþingi í gær. Alls
greiddu 46 þingmenn með orku-
pakkanum en 13 gegn. Allir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, að
undanskildum Ásmundi Friðriks-
syni, kusu með orkupakkanum.
Hann var eini stjórnarþingmaðurinn
til að kjósa gegn orkupakkanum. All-
ir níu þingmenn Miðflokksins kusu
gegn orkupakkanum ásamt báðum
þingmönnum Flokks fólksins. Jón
Þór Ólafsson var eini þingmaður Pír-
ata til að kjósa gegn orkupakkanum.
Allir 11 þingmenn Vinstri grænna
kusu með orkupakkanum. Þrír þing-
menn voru fjarverandi og þá var
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, eini þingmaður-
inn sem skráður var fjarverandi.
„Ég verð að viðurkenna að þetta
eru vonbrigði,“ sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið-
flokksins, um niðurstöðuna í samtali
við mbl.is. Andstæðingar orkupakk-
ans fylltu áhorfendapalla Alþingis og
þurfti að vísa tveimur úr þingsal
vegna óláta. »6
Mikill meiri-
hluti studdi
orkupakka
Einn stjórnarþing-
maður sagði nei
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alþingi Sigmundur Davíð hefur
leitt andstöðuna gegn orkupakka 3.
Sjálfstæðis-
flokkurinn legg-
ur í dag fram til-
lögu þess efnis að
borgarstjórn feli
umhverfis- og
skipulagssviði að
undirbúa útboð
vegna ljósastýr-
ingar og snjall-
væðingar í um-
ferðarstýringu.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, segir þetta
vera fljótvirkustu, ábatasömustu og
nútímalegustu lausnina sem hægt
er að fara í til að bæta samgöngur.
Samtök iðnaðarins segja 15%
minnkun í umferðartöfum í höfuð-
borginni með ljósastýringu skila
um 80 mö.kr. í ábata fyrir fyrirtæki
og heimili á líftíma fjárfestingar-
innar. »4
Mikill ábati fylgir
bættri ljósastýringu
Tafir Bíll við bíl er
ekki óalgeng sjón.
Umboðsmanni barna bárust í
fyrra alls 1.419 erindi. Af þeim
voru 628 munnleg og 791 skrif-
legt. Er þetta meðal þess sem
fram kemur í nýbirtri ársskýrslu
embættisins.
Athygli vekur að af erindunum
1.419 voru alls 155 frá börnum.
Flest þessara erinda bárust emb-
ættinu með tölvupósti eða í gegn-
um heimasíðu embættisins. Ekki
er gerð krafa um að börn gefi upp
nafn eða aðrar persónuupplýs-
ingar.
Erindin eru af ýmsum toga.
Sum þeirra snúa að símanotkun
ungmenna. „Mega foreldrar tala
við börnin sín með ógnandi rödd?
Mamma mín vill setja eitthvað app
í símann minn svo hún geti stjórn-
að frá sínum síma hvenær ég má
vera í símanum. Ég er ekki oft í
símanum því ég hef ekki mikinn
tíma til þess. Þannig ég spyr má
hún gera þa?“ hdm@mbl.is »4
Alls bárust 155
erindi frá börnum