Morgunblaðið - 03.09.2019, Síða 2
Úthlutað aflamark fiskveiðiárið 2019/2020
Fyrirtæki með mest aflamark, þús. þorskígildistonn og hlutfall af heild
Skip með mest aflamark, heimahöfn og þús. þorskígildistonn
Heimild: Fiskistofa
1. Brim hf. 35.111 9,44%
2. Samherji Ísland ehf. 24.577 6,61%
3. FISK-Seafood ehf. 22.485 6,04%
4. Þorbjörn hf. 20.447 5,50%
5. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 16.239 4,36%
6. Vísir hf. 15.839 4,26%
7. Vinnslustöðin hf. 15.276 4,11%
8. Skinney-Þinganes hf. 15.273 4,10%
9. Rammi hf. 14.957 4,02%
10. Síldarvinnslan hf. 12.456 3,35%
1. Sólberg ÓF 1 Ólafsfjörður 10.343
2. Kleifaberg RE 70 Reykjavík 10.109
3. Akurey AK 10 Akranes 9.388
4. Viðey RE 50 Reykjavík 8.244
5. Drangey SK 2 Sauðárkrókur 8.183
6. Höfrungur III AK 250 Akranes 8.095
7. Málmey SK 1 Sauðárkrókur 7.166
8. Breki VE 61 Vestmannaeyjar 6.904
9. Björgúlfur EA 312 Dalvík 6.826
10. Björg EA 7 Akureyri 6.255
11. Sólborg RE 27 Reykjavík 6.130
12. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Ísafjörður 5.908
13. Björgvin EA 311 Dalvík 5.882
14. Kaldbakur EA 1 Akureyri 5.798
15. Arnar HU 1 Skagaströnd 5.566
16. Páll Pálsson ÍS 102 Hnífsdalur 5.511
17. Vigri RE 71 Reykjavík 5.463
18. Gullver NS 12 Seyðisfjörður 5.436
19. Gnúpur GK 11 Grindavík 5.354
20. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Grindavík 5.083
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki
fyrir fiskveiðiárið sem hófst 1.
september. Að þessu sinni er úthlutað
372 þúsund tonnum í þorskígildum
talið samanborið við um 384 þúsund
þorskígildistonn í fyrra. Samdráttur-
inn á milli ára samsvarar því um 12
þúsund þorskígildistonnum.
Úthlutun í þorski er rúm 215 þús-
und tonn og eykst um 7 þúsund tonn
frá fyrra ári. Ýsukvótinn er rúm 32
þúsund tonn og dregst saman um 13
þúsund tonn. Úthlutað aflamark er
alls um 440 þúsund tonn í hinum ýmsu
kvótategundum, sem er um 11 þúsund
tonnum minna en á fyrra ári.
50 stærstu með 89,2%
Það skip sem fær úthlutað mestu
aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær
10.354 þorskígildistonn, eða 2,8% af
úthlutuðum þorskígildum. Fimmtíu
stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem
nemur um 89,2% af því aflamarki sem
úthlutað er og er það svipað hlutfall og
í fyrra, en alls fá 336 fyrirtæki eða lög-
aðilar úthlutað nú. Brim (áður HB
Grandi) fær mestu úthlutað til sinna
skipa, eða 9,4% af heildinni, næst
kemur Samherji með 6,6% og þá
FISK Seafood með 6% og Þorbjörn
hf. með 5,5%.
Þrjár heimahafnir skera sig úr eins
og undanfarin ár með úthlutað afla-
mark. Mest fer til skipa með heima-
höfn í Vestmannaeyjum, en þau ráða
fyrir 11,4% úthlutunarinnar saman-
borið við 10,6% í fyrra. Næstmest fer
til Grindavíkur, 10,9% af heildinni
samanborið við 11,0% á fyrra ári. Skip
með heimahöfn í Reykjavík fá úthlut-
að 10,6% samanborið við 11,6% í fyrra.
Reykjavík, sem hefur til fjölda ára
verið sú höfn landsins sem mestu afla-
marki er úthlutað til, fellur úr fyrsta
sæti í það þriðja. Hlutfall sem fer til
skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist
í flestum tilvikum eitthvað og má
rekja það til breytinga á þorsk-
ígildisstuðlum sem og tilfærslu afla-
hlutdeilda á milli skipa með ólíka
heimahöfn, segir í frétt Fiskistofu.
Þar er vakin athygli á að síðar á
árinu verður úthlutað aflamarki í
deilistofnum og ekki er óalgengt að
aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski.
Sérstaklega er bent á að engri loðnu
var úthlutað núna. Ætla má að
heildaraflamark einstakra skipa og
hafna og innbyrðishlutfall þeirra
breytist í kjölfar frekari úthlutana
þegar líður á fiskveiðiárið.
Aflamark á 466 skip
Alls fá 466 skip úthlutað aflamarki
að þessu sinni samanborið við 540 á
fyrra fiskveiðiári. Skýringin á þessari
miklu fækkun liggur í því að fjöldi
skipa fékk úthlutað hlutdeildum í
hlýra á grundvelli veiðireynslu í fyrra.
Það hafði í för með sér mikla dreif-
ingu á veiðiheimildum í litlum stofni á
meðal skipa með engar aðrar hlut-
deildir. Síðan þá hafa hlutdeildirnar í
hlýra safnast á færri hendur. Sé fjöldi
skipa með úthlutað aflamark nú bor-
inn saman við fjölda slíkra skipa fyrir
tveimur árum er fækkunin 23 skip og
er það í samræmi við þá þróun sem
verið hefur í mörg undanfarin ár.
Bátar með krókaaflamark eru nú
285 og fækkar um 31. Skipum í afla-
markskerfinu fækkar um 43 á milli
ára og eru nú 181. Togurum fækkar
um fimm en þeim hafði fjölgað í fyrra
um þrjá eftir árvissa fækkun undan-
farið. Togararnir eru nú 37 í íslenska
flotanum.
Samdráttur í út-
hlutun á aflamarki
Reykjavík fellur úr fyrsta sæti í það þriðja
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra og Mike Pence, varaforseti
Bandaríkjanna, munu hittast á fundi
sem haldinn verður í húsakynnum
Landhelgisgæslu Íslands á Kefla-
víkurflugvelli. Kemur varaforsetinn
hingað til lands á morgun, miðviku-
dag, og verður fundur þeirra haldinn
að kvöldi sama dag.
Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að Pence hafi þekkst boð
Guðna Th. Jóhannessonar, forseta
Íslands, um hádegisverðarfund á
Bessastöðum. Einhver breyting
kann að verða á þeim áformum því
samkvæmt upplýsingum frá utan-
ríkisráðuneytinu er varaforsetinn
væntanlegur til landsins um há-
degisbil. Þá hefur Morgunblaðið
einnig greint frá því að Pence muni
hitta Guðlaug Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra og Dag B. Eggertsson
borgarstjóra í Höfða.
Hundruð munu sinna öryggis-
gæslu í heimsókninni, lögreglumenn,
erlendar öryggissveitir og hermenn.
Mike Pence hittir
Katrínu á vellinum
Óvissa uppi með Bessastaðaboðið
AFP
Væntanlegur Pence kemur hingað til lands á morgun og hittir ráðamenn.
Eldur kom upp í álverinu í Straumsvík í
gærkvöldi. Um tíma mátti sjá þykkan og
mikinn reyk leggja frá verksmiðjunni.
Vegna þessa var allt tiltækt slökkvilið
ræst út á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðs-
menn í álverinu náðu þó tökum á eldinum
og var liðsaflinn því afturkallaður. Slökkvi-
liðsmenn frá Hafnarfirði fóru þó á staðinn.
Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Ís-
landi segir tjón óverulegt og að engin slys
hafi orðið á fólki. Upptök eru ókunn.
Ljósmynd/Aðsend
Eldsvoði Um tíma mátti sjá mikinn svartan reyk leggja frá álverinu í Straumsvík. Skemmdir þar eru sagðar óverulegar en óvíst er með upptök.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á vettvangi Lögreglan við kerskála.
Eldur kom upp
í Straumsvík