Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls bárust 1.419 erindi til umboðs-
manns barna í fyrra. Af þeim voru
628 munnleg en 791 skriflegt. Það er
aðeins færra en árið áður, að því er
fram kemur í nýbirtri ársskýrslu
embættisins.
Athygli vekur að af erindunum
1.419 voru 155 frá börnum. Flest
þeirra berast með tölvupósti eða í
gegnum vefsíðu embættisins. Ekki
er gerð krafa um að börn gefi upp
nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Einnig eru dæmi þess að börn komi
á skrifstofu umboðsmanns barna og
óski eftir upplýsingum og aðstoð.
Ýmsar forvitnilegar spurningar
bárust frá börnum að því er rakið er
í ársskýrslunni. Börnin hafa meðal
annars velt því fyrir sér hvort þau
byrji að borga skatta á 16. ári eða
þegar þau verða 16 ára og eins hvort
þau fái kosningarétt á 18. ári eða 18
ára afmælisdaginn. Þá er síma-
notkun greinilega bitbein eins og
dæma má af eftirfarandi fyrirspurn:
„Mega foreldrar tala við börnin
sín með ógnandi rödd? Mamma mín
vill setja eitthvað app í símann minn
svo hún geti stjórnað frá sínum síma
hvenær ég má vera í símanum. Ég
er ekki oft í símanum því ég hef ekki
mikinn tíma til þess. Þannig ég spyr
má hún gera það?“
Svo eru það klassísk viðfangsefni
eins og þetta: „Mega foreldrar
þrýsta á mann að gera eitthvað sem
maður vill ekki og banna manni að
hætta að spila á hljóðfæri?“
Og þetta: „Má mamma mín ráða
hvort ég má fá kærasta eða ekki?“
Í ársskýrslu umboðsmanns barna
er starfsemi embættisins á síðasta
ári rakin. Meðal þess sem fram kem-
ur er að bæta þurfi fræðslu til barna
og ungmenna um þátttöku á vinnu-
markaði svo þau séu ekki hlunn-
farin, eins og dæmi séu um.
Þá eru rakin ný lög um umboðs-
mann barna sem samþykkt voru á
síðasta ári. „Meðal helstu nýmæla er
að umboðsmanni barna er falið að
afla og miðla gögnum og upplýs-
ingum um aðstæður og stöðu tiltek-
inna hópa barna á Íslandi. Í vor und-
irrituðu embættið og Hagstofan
viljayfirlýsingu þess efnis að hefja
undirbúning þeirrar vinnslu. Með
breytingunum var lögfest sú skylda
umboðsmanns að hafa virkt samráð
við börn ásamt því að hafa hóp barna
sér til ráðgjafar. Slíkur hópur hefur
starfað við embættið um árabil,“
segir í skýrslunni.
Jafnframt að umboðsmanni hafi
verið falið að halda þing um málefni
barna annað hvert ár. Þingið verður
haldið í fyrsta sinn í nóvember og
munu börn taka virkan þátt í skipu-
lagningu og framkvæmd þess.
Mega foreldrar nota ógnandi rödd?
Morgunblaðið/Hari
Börn að leik Fjölmörg börn sendu umboðsmanni barna erindi í fyrra.
Umboðsmanni barna bárust 155 erindi frá börnum á síðasta ári Óska meðal annars eftir upplýs-
ingum um skattgreiðslur og kosningarétt Aukna fræðslu þarf um réttindi ungmenna á vinnumarkaði
Umboðsmaður barna
» Umboðsmanni barna er ætl-
að að vinna að bættum hag
barna og standa vörð um hags-
muni þeirra, þarfir og réttindi í
samræmi við ákvæði Barna-
sáttmála SÞ.
» Salvör Nordal heimspek-
ingur hefur gegnt embættinu
frá 1. júlí 2017.
» Umboðsmaður nýtur lið-
sinnis ungmennaráðs, tólf
manna hóps sem hittist einu
sinni í mánuði og ræðir málin.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
leggur í dag fram tillögu um að
borgarstjórn feli umhverfis- og
skipulagssviði að undirbúa útboð
vegna ljósastýringar og snjallvæð-
ingar í umferðarstýringu.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, segir að
þetta sé „fljótvirkasta, ábatasamasta
og nútímalegasta lausnin sem hægt
er að fara í“ til að bæta samgöngur í
höfuðborginni.
Samtök iðnaðarins (SI) hafa unnið
greiningu á á bættri ljósastýringu og
er það mat SI að 15% minnkun í um-
ferðartöfum í höfuðborginni með
ljósastýringu muni skila um 80
mö.kr. í ábata fyrir fyrirtæki og
heimili á líftíma fjárfestingarinnar.
Stofnkostnaður framkvæmdarinnar
er 1,5 ma.kr.
„Áætla má að um 9 milljónum
klukkustunda verði sóað í umferðar-
tafir innan höfuðborgarinnar á árinu
2019. Þar er m.a. horft til niður-
staðna úr nýlegu umferðarlíkani
VSÓ fyrir höfuðborgarsvæðið og um-
ferðarmælinga Vegagerðarinnar. Só-
aður tími veldur töluverðum um-
framkostnaði, en áætla má t.d. að
fyrirtæki borgarinnar verji tæplega
10 mö.kr. í óþarfa launakostnað
vegna þessa á árinu 2019 sem birtist í
hærra verðlagi en ella og lægri fram-
leiðni. Til viðbótar kemur aukinn
kostnaður og skert lífsgæði þeirra
sem ferðast í frítíma,“ segir í grein-
ingu SI.
Minni biðtími og meira flæði
Þar kemur einnig fram ávinningur
af breytingunum er áætlaður í 15%
tímasparnað fyrir einkabíla, 50%
minni biðtíma ökutækja í biðröðum
og 20% meira flæði almennings-
samgngna. Í samtali við Morgun-
blaðið segir Eyþór að 50% minni bið-
tími bíla muni klárlega minnka
mengun til muna í borginni.
„Þetta er sú leið sem hægt er að
fara fljótast í. Það þarf ekki að fara í
mikla hönnun á umferðarmann-
virkjum eða búa til nýtt kerfi. Auð-
vitað þarf að gera margt fleira, en
þetta er fljótvirkasta, ábatasamasta
og nútímalegasta lausnin sem hægt
er að fara í,“ segir Eyþór. „Það er
líka verið að tala um styttingu vinnu-
vikunnar. Þarna er mögulega besta
leiðin til þess að gera eitthvað fyrir
þá sem eru að kveljast í umferðinni,“
bætir Eyþór við. Hann vonast eftir
því að tillagan fái stuðning á fundi
borgarstjórnar í dag. „Það hefur ekki
verið farið markvisst í heildarbreyt-
ingu á kerfinu. Það eru 15 ár síðan
eitthvað var gert í ljósastýringu. Það
var gert með útboði og var bara hluti
af höfuðborgarsvæðinu og er orðið
barn síns tíma,“ segir Eyþór.
Morgunblaðið/Hari
Daglegt ástand Höfuðborgarbúar eru margir hverjir orðnir vanir mikilli og hægfara umferð, enda daglegt brauð.
„Nútímalegasta lausnin
sem hægt er að fara í“
Betri ljósastýring gæti minnkað biðtíma í umferð um 50%
Arðsemi ljósastýringa fyrir höfuðborgarsvæðið
140
120
100
80
60
40
20
0
400%
350%
300%
250%
200%
150%
100%
50%
0%
Ábati, ma.kr. Arðsemi, %
10% minnkun í töfum 15% minnkun í töfum 20% minnkun í töfum
Ábati á líftíma fjárfestingar
Arðsemi fjárfestingar – innri vextir
H
ei
m
ild
: S
I
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íbúar og sumarhúsaeigendur í Land-
sveit telja að áform um ferðamanna-
þorp að Leyni séu enn umfangsmeiri
en áður hefur komið fram. Vísa þeir í
matslýsingu sem verkfræðistofan
Efla vann fyrir landeigendur að
Leyni. Morgunblaðið sagði í síðustu
viku frá því að þegar væru komin á
svæðið hjólhýsi í útleigu. Jafnframt
er stefnt að því að reisa eins konar
kúluhús við hvert hjólhýsi. Gert er
ráð fyrir gestahúsum og/eða gisti-
heimili og fjórum íbúðarhúsum. Þá
eru áform um að allt að fimmtíu sum-
arhús rísi á svæðinu. Í matslýsing-
unni er reiknað með að þessi upp-
byggingaráform feli í sér gistingu
fyrir allt að 350 manns.
Nefnd landeigenda og sumarhúsa-
eigenda á svæðinu fundaði um stöðu
mála um liðna helgi. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins telja þeir
hagsmunaðilar að sá fjöldi gistirýma
sem vísað er til í matslýsingunni sé
gróflega vanmetinn. Benda þeir á
sumarhúsin 50 en þar sé heimilt að
byggja aukahús og geymslu við hvert
þeirra. Áætlanir geri aðeins ráð fyrir
110 gestum í þessum 50 húsum, sem
sé vanáætlað verði af áformum um
byggingu gestahúsa. Nær lagi væri
að reikna með tveimur gestum í
hverju húsi, frístundahúsi og gesta-
húsi. Það sé þó varlega áætlað. Heild-
arfjöldi gesta sé þá þegar kominn upp
í 440 og gæti hæglega slagað í 500 að
þeirra mati. Til samanburðar búa 780
í þorpinu á Hellu.
Umræddir land- og sumarhúsa-
eigendur hyggjast skila inn athuga-
semdum við skipulagslýsingu sveitar-
félagsins, sem er í kynningu fram á
föstudag. Annað sem þeir hyggjast
gera athugasemdir við er hvernig
staðið verði að vatnsverndarmálum á
svæðinu. Gerðar hafi verið ítarlegar
rannsóknir á vatnsbúskap vegna
byggingu kjúklingabús fyrir nokkr-
um árum en ekki sé stuðst við þær
rannsóknir nú. Hafa landeigendur
lýst áhyggjum af því að rotþrær sem
grafnar hafa verið í jörð að Leyni
muni aðeins hreinsa um 55% af því
skólpi sem fellur til frá ferðamanna-
þorpinu. Því muni gríðarlegt magn af
seyru, fullri af saurgerlum, renna í
gegnum Minnivallalæk og að lokum í
Lækjarbotna og Keraugað, núver-
andi og framtíðar vatnsból Hellu.
Telja að 500
manna þorp rísi
Óttast mengun í vatnsbólum Hellu
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
sláttutraktorar