Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Mikill meirihluti þingmanna sam-
þykkti bæði þriðja orkupakka Evr-
ópusambandsins vegna aðildar Ís-
lands að EES-samningnum og önnur
þingmál honum tengd í gær. Þar á
meðal breytingar á raforkulögum og
lögum um Orkustofnun til þess að
innleiða pakkann. Fá mál hefur verið
tekist jafn mikið á um á Alþingi og
þriðja orkupakkann og tók umræðan
um málið í þinginu samanlagt um 148
klukkustundir, en mikil umræða var
um það í vor, daga og nætur, þar sem
einkum þingmenn Miðflokksins
komu við sögu.
Þriðji orkupakkinn var samþykkt-
ur með 46 atkvæðum gegn 13. Einn
stjórnarþingmaður greiddi atkvæði
gegn honum, Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Andstæðingar orkupakkans fylltu
áhorfendapalla Alþingis í gær.
Tveimur var vísað úr þingsal vegna
framíkalla og óviðeigandi hegðunar.
Tekinn allur sá tími sem þurfti
Miðflokkurinn lagðist algjörlega
gegn málinu og ítrekað hefur verið
fjallað um titring í röðum Sjálf-
stæðisflokksins vegna þess. Spurður
hvað hann vilji segja við þá kjósendur
Sjálfstæðisflokks sem nú leiti á önn-
ur mið vegna málsins segir Guðlaug-
ur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:
„Stóra spurningin í þessu, sem hefur
ekki verið svarað, er af hverju skiptu
forystumenn Miðflokksins svona um
skoðun? Þegar við komum að þessu
liggur fyrir að þeir eru búnir að
leggja það til við þingið að við sam-
þykkjum þetta, án þess að við færum
í neina þá vinnu sem við fórum síðan
í. Ég get alveg fullvissað stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins og aðra
landsmenn um að þetta mál var unnið
mjög vel. Það var tekinn allur sá tími
sem þurfti, það voru allir sérfræðing-
ar kallaðir til, vegna þess að menn
taka málefnalega gagnrýni alvarlega.
Ég vona bara að þetta verði til þess
að beina kastljósinu að þessum mikil-
vægu alþjóðasamningum sem við er-
um aðilar að,“ segir Guðlaugur í sam-
tali við mbl.is.
Spurður hvort sú andstaða sem
orkupakkamálið hefur mætt innan
þings og utan hafi komið honum á
óvart segir hann að svo hafi ekki
endilega verið. Hann segir norsk
áhrif vera mikil í andstöðuhreyfing-
unni. „Ég hef náttúrlega fylgst með
stjórnmálum lengi og verið þátttak-
andi í stjórnmálum lengi, meðal ann-
ars alþjóðastjórnmálum. Við höfum
verið laus fram til þessa við þá óværu
sem er í norskum stjórnmálum, sem
er stefna norska Miðflokksins og líka
sömuleiðis þau samtök sem kalla sig
„Nei til EU“, en eru í rauninni eins
og Miðflokkurinn norski að reyna að
koma EES-samstarfinu fyrir kattar-
nef.“
Málið að byrja fyrir alvöru
„Ég verð að viðurkenna að þetta
eru vonbrigði. Alveg fram á síðasta
dag átti ég von á því að einhverjir
stuðningsmenn stjórnarflokkanna
myndu taka mið af afstöðu almenn-
ings og ekki síst eigin stuðnings-
manna, sem eru yfirgnæfandi á móti
innleiðingu þessa orkupakka. Það
gerðu þeir ekki, með einni undan-
tekningu, svo þetta er niðurstaðan,“
segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Miðflokksins. Sig-
mundur Davíð segir málið nú byrja
fyrir alvöru, því nú muni Íslendingar
smám saman sjá áhrifin.
„Þau munu koma fram í innleiðing-
unni, í minnkandi valdi lýðræðislega
kjörinna fulltrúa og þar með almenn-
ings yfir orkumálum á Íslandi,“ segir
Sigmundur Davíð og vísar til reynslu
Belga af innleiðingu þriðja orku-
pakkans. Sigmundur Davíð endurtók
þann punkt sem hann hefur haldið
mjög á lofti í umræðunni síðustu
daga um að Íslendingar ætli sér að
ganga enn lengra en Belgar í innleið-
ingu orkupakkans, „innleiða pakk-
ann að fullu“, sem myndi að sögn
Sigmundar Davíðs færa „landsregl-
aranum“ allt það vald sem
Evrópusambandið ætlast til, „vald
yfir framkvæmdum í orkumálum og
vald yfir ákvörðunum um tengingu
yfir landamæri“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Niðurstaðan ljós Þingmenn kusu um þriðja orkupakkan á Alþingi í gær. Ekkert þingmál hefur verið rætt jafn mikið á Alþingi í lýðveldissögunni. Umræðutími var um 150 klukkustundir.
Mótmælt Um áttatíu til hundrað manns mættu á Austurvöll til að mótmæla.
Þriðji orkupakkinn
samþykktur á Alþingi
Andstæðingar orkupakkans fylltu áhorfendapalla þingsins
„Það sem við þurfum að gera til
að ná aftur eyrum þessara kjós-
enda er að skerpa línuna.
Annars vegar varðandi orku-
stefnuna fyrir landið og fá fólk
til að skilja að við ráðum sjálf
okkar eigin málum á orkusvið-
inu og dýpka almennan skilning
á framkvæmd EES-samningsins
og hvaða virði og gildi hann hef-
ur fyrir okkur sem þjóð,“ segir
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, spurður
um óánægju innan Sjálfstæðis-
flokksins með samþykkt þriðja
orkupakkans. Spurður hvort
samþykkt orkupakkans væri
svik við kjósendur flokksins
sagði Bjarni svo ekki vera.
Ráðum sjálf
okkar málum
BJARNI UM ORKUMÁL
Gerum við hedd
og erum einnig með
ný hedd á flest allar vélar
Er heddið bilað?
Við erum sérfræðingar
í heddum
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ