Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 8
8 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Bændablaðið bendir á að vísindibyggi á gagnrýnni hugsun og
að varasamt sé að spyrja ekki
spurninga: „Því miður virðist
heimsbyggðin og þar með íslenskt
samfélag í æ ríkari mæli stefna án
gagnrýni út á braut sem er upp-
spretta öfga og pólitísks rétttrún-
aðar. Við horfum upp á og heyrum
um slíka hluti nær daglega og virð-
ast þar engin takmörk fyrir hve
upphrópanir og
fullyrðingarnar
geta verið sterkar,
öfgarnar miklar
og gagnrýnislaus
meðvirkni botn-
laus.“
Bent er á aðundir lok sjötta áratugarins
hafi dr. John Gofman o.fl. gefið út
ritgerð um að dýrafita væri hættu-
leg heilsunni. Lífeðlisfræðingurinn
Ancel Benjamin Keys hafi sett fram
svipaðar kenningar.
Tekist hafi að fá setta lýðheilsu-stefnu, m.a. hér á landi, þar
sem neysla dýrafitu var talin einn
helsta orsök hjartasjúkdóma.
Loks segir: „Meginþorrivísindasamfélagsins studdi
þessi opinberu lýðheilsumarkmið
gagnrýnislaust, en þeir sem efuðust
voru kallaðir óraunsæir, forpokaðir
og fávísir.
Síðan gerðist það þegar komið
var fram á þessa öld að æ fleiri
rannsóknir sýndu að bæði Gofman
og Keys höfðu ekki aðeins haft
rangt fyrir sér, heldur hafði svo-
kölluð rannsókn Keys að stórum
hluta verið blekking og uppspuni.
Þá voru þær þegar búnar að valda
milljónum manna miklum skaða.
Reynslan kennir okkur því að ef
menn ætla að lifa lífinu í blindri trú
án þess að efast nokkurn tíma og
neita að horfa gagnrýnum augum á
umhverfi sitt og fullyrðingar ann-
arra, þá getur farið illa.“
Hættulegt að
hætta að spyrja
STAKSTEINAR
Síðasta verk alþingismanna í gær
var að samþykkja breytingar á
skattalögum sem hafa það í för með
sér að greiðslur til einstaklinga sem
rétthafa höfundaréttinda skuli telj-
ast til fjármagnstekna.
Jakob Frímann Magnússon, for-
maður Samtóns, samtaka tónlistar-
rétthafa, fagnaði samþykkt laganna
í samtali við Morgunblaðið og sagði
þau löngu tímabær, réttlát og sann-
gjörn. Íslendingar hefðu með þessu
orðið fyrsta þjóðin í heiminum sem
setti slík lög og þau væru ávísun á að
hægt yrði að fá alþjóðlega hug-
verkamenn til að staðsetja sig á Ís-
landi.
Fram kom í áliti meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
um málið að með frumvarpinu væri
ekki ætlunin að hrófla við þeirri
meginreglu að greiðslur vegna sölu
á verkum sem jafna mætti við hverja
aðra vörusölu, svo sem sölu á útgáfu-
rétti, bókum, tónlist, myndverkum,
aðgöngumiðum á listviðburði og
öðru slíku, teldust til almennra
tekna viðkomandi.
Aftur á móti féllu óbeinar tekjur
af nýtingu á verki undir gildissvið
þess, svo sem við á um tekjur vegna
flutnings verks í útvarpi eða tón-
verks í leiksýningu, tekjur vegna
notkunar listaverks á tækifæriskort,
tekjur vegna upplestrar úr útgefnu
bókmenntaverki o.s.frv.
Sköttum af höfundargreiðslum breytt
Sanngjarnt, réttlátt og tímabært, segir formaður Samtóns
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Alþingi Frá fundi Alþingis í gær.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Atli Eðvaldsson, fyrr-
verandi landsliðs-
þjálfari, landsliðs-
fyrirliði og atvinnu-
maður í knattspyrnu,
lést í gær, mánudag-
inn 2. september, 62
ára að aldri eftir bar-
áttu við krabbamein.
Atli fæddist í Reykja-
vík 3. mars 1957. For-
eldrar hans voru Sig-
ríður Bjarnadóttir og
Eðvald Hinriksson.
Bróðir Atla er Jó-
hannes Eðvaldsson,
sem var einnig lands-
liðsmaður í fótbolta. Atli lætur eftir
sig fjögur börn: Egil, Sif, Emil og
Söru.
Atli lék á sínum tíma 70 landsleiki
fyrir Ísland, var um skeið leikja-
hæsti landsliðsmaður Íslands, og
þjálfaði landsliðið frá 2000 til 2003.
Hann hóf meistaraflokksferilinn
með Val árið 1974 og lék 93 deildar-
leiki fyrir liðið á sex árum, þar sem
hann skoraði 31 mark.
Á þeim árum varð hann tvisvar Ís-
landsmeistari og þrisvar bikarmeist-
ari. Árið 1980 samdi hann við stórlið-
ið Borussia Dortmund í Þýskalandi
og var þar í eitt tímabil. Þaðan lá
leiðin til Fortuna Düsseldorf, þar
sem hann lék 122 leiki og skoraði 38
mörk frá 1981 til 1985. Þá skoraði
hann fyrstur erlendra
leikmanna fimm
mörk í einum leik í
þýsku Bundesligunni,
í 5:1-sigri á Eintracht
Frankfurt.
Atli kom síðar heim
og lék með Val 1988
og 1989, þar sem
hann varð bikar-
meistari í fjórða sinn.
Atli lék með KR í
fjögur tímabil, frá
1990 til 1993. Atli tók
til við þjálfun eftir
leikmannsferilinn og
tók fyrst við HK þar
sem hann var spilandi þjálfari árið
1994. Hann tók síðan við ÍBV þar
sem hann var við stjórn frá 1995 til
1996, áður en hann fór til Fylkis í
eitt ár. Frá 1998 til 1999 var hann
þjálfari KR en tók svo við íslenska
karlalandsliðinu, sem hann þjálfaði
frá 1999 til 2003. KR vann fyrsta Ís-
landsmeistaratitil sinn í 31 ár undir
stjórn Atla árið 1999 og varð jafn-
framt bikarmeistari.
Atli þjálfaði Þrótt í Reykjavík frá
2005 til 2006 en tók sér svo frí frá
þjálfun áður en hann tók við Val
2009. Hann þjálfaði Reyni Sand-
gerði 2013, Aftureldingu 2014 og svo
að lokum Kristianstad í Svíþjóð 2017
og Hamar í Hveragerði sumarið
2018.
Andlát
Atli Eðvaldsson