Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 13

Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólkUST grunn að því hvernig ætti að taka þetta tjón út á meðan Bún- aðarstofa var hjá Bændasamtök- unum. Bændur hafa getað skráð tjón vegna ágangs í nokkur ár og hafa verið hvattir til þess að skila skýrslum. Gögnin hafa verið notuð til að undirbúa greiðslurnar sem von er á núna. Snýst um styrkhæfa ræktun Samkvæmt reglugerð um al- mennan stuðning við landbúnað (1260/2018) er talað um ágang álfta og gæsa þegar hann er svo mikill að hann veldur eða er líklegur til að valda tjóni á ræktarlandi. Það gildir jafnt um tún, akra, kartöflu- rækt eða aðra styrkhæfa ræktun. Þeir sem geta sótt um styrki eru skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis/garðyrkjubýlis með lög- heimili á Íslandi og stunda land- búnað á lögbýlinu/garðyrkjubýlinu með virkt virðisaukaskattsnúmer. Þá þarf starfsemi þeirra að falla undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Ís- lands, með undantekningum sem eru nánar tilgreindar í reglugerð- inni. styrkja,“ sagði Jón Baldur. „Síðan kemur ákveðið álag á ræktunar- styrkina sem getur verið 20-70% eftir því hvað tjónið er mikið. Erfitt getur verið að meta tjón sem varð í vor og væntanlega mun þetta snúa meira að tjóni að hausti, t.d. á kornrækt, en það á eftir að koma í ljós.“ Taka mið af Norðurlöndum Búnaðarstofa MAST er í sam- starfi við Umhverfisstofnun (UST) og úttektarmenn búnaðarsambanda um allt land varðandi þessi mál. Jón Baldur sagði að undirbúningi að úttektunum væri nú lokið. Einn- ig hafa verið gerðar rannsóknir á ágangi álfta og gæsa. Markmiðið er að geta bætt tjón bænda vegna ágangs fuglanna með sambæri- legum hætti og gert hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Við vinnum þetta með faglegum hætti með Umhverfisstofnun. Fag- leg vinna í tengslum við úttektirnar skiptir miklu máli og við munum fara betur í þá vinnu á grundvelli þeirrar reynslu sem mun fást núna,“ sagði Jón Baldur. Bændasamtökin lögðu ásamt Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framkvæmdanefnd búvörusamn- ings hefur ákveðið að nýta heimild til að styðja bændur sem verða fyr- ir ágangi álfta og gæsa á ræktunar- löndum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heimild er nýtt, en hún kom inn með nýjum búvöru- samningum sem tóku gildi árið 2017. Matvælastofnun (MAST) annast úthlutun styrkjanna og hef- ur opnað fyrir rafræn skil á tjóna- skýrslum sem þarf að skila í síðasta lagi 20. október næstkomandi. Álag á ræktunarstyrki Jón Baldur Lorange, fram- kvæmdastjóri Búnaðarstofu MAST, sagði að tjón vegna ágangs álfta og gæsa yrði bætt með álagi á ræktunarstyrki eftir nánari út- reikningum. Á fjárlögum þessa árs er alls veitt um 396 milljónum til ræktunarstyrkja. „Menn fylla út tjónaskýrslu raf- rænt vegna ágangs álfta og gæsa og tjónið verður svo tekið út af út- tektarmönnum, þeim sömu og taka út jarðrækt vegna ræktunar- Morgunblaðið/RAX Álftir og gæsir Bændur hafa kvartað vegna mikils ágangs fuglanna í ræktarlönd. Nú á að bæta þeim tjónið. Veita styrki vegna ágangs álfta og gæsa  Fyrsta sinn sem heimild er nýtt  Frestur til 20. október Landsréttur staðfesti á föstudaginn gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Suðurlands yfir karlmanni sem handtekinn var 26. ágúst á heimili sínu í Reykjavík vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi m.a. á ræktun og sölu á fíkniefnum og peningaþvætti. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór fram á að manninum, sem er er- lendur ríkisborgari, yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 3. september 2019. Maðurinn mót- mælti kröfunni og fór fram á að henni yrði hafnað en til vara að gæsluvarðhaldstíminn yrði skemmri. Féllst Landsréttur sem fyrr segir á kröfu lögreglustjórans á þeim forsendum að tímalengd gæsluvarðshaldsins væri ekki óhóf- leg. Rannsókn málsins hófst í apríl þegar þrír menn voru handteknir í sumarhúsum á Suðurlandi þar sem umfangsmiklar ræktanir fíkniefna voru í fullum gangi. Grunaður um fíkniefnasölu og peningaþvætti Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.