Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 14

Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 14
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Fyrirtækið Foodco, sem á og rekur Eldsmiðjuna, Saffran, American Style, Aktu Taktu, Pítuna, Road- house og Kaffivagninn, velti 3.493 milljónum króna árið 2018. Dróst veltan lítillega saman á milli ára, en árið 2017 nam veltan 3.516 milljón- um króna. Hagnaður félagsins nam 54 millj- ónum króna og dróst töluvert saman, en hann nam tæpum 105 milljónum króna árið 2017. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir vexti, skatta og af- skriftir (EBITDA) nam 147 milljón- um króna í samanburði við 232 millj- ónir króna árið 2017. Að sögn Jóhanns Þórarinssonar skýrist breytingin á EBITDA á milli ára aðallega af hækkun launakostnaðar. Launahlutfallið það hæsta „Launahlutfallið á síðasta ári var 43,4% sem er það hæsta í 17 ára sögu félagsins,“ segir Jóhann í samtali við Morgunblaðið og nefnir að félagið hafi greitt um 1,5 milljarða króna í laun á síðasta ári, en þá var fjöldi starfsmanna 430 og full stöðugildi rúmlega 200. Að sögn Jóhanns vann Foodco varnarsigur á árinu 2018 þegar kem- ur að veltu í ljósi erfiðra aðstæðna á markaði. „Þá sérstaklega á seinni hluta ársins þegar kjaraviðræður og mikil óvissa í efnahagslífinu dró verulega úr neyslu almennings á veitingastöðum,“ segir Jóhann. Foodco tilkynnti á dögunum að stefnt væri að sameiningu við félag Gleðipinna, sem á og rekur veitinga- staðina Hamborgarafabrikkuna, Blackbox og Shake&Pizza. „Það eru afar spennandi tímar í vændum og við sjáum mikil tækifæri í sameiningunni við Gleðipinna. Þeir hafa gert mjög skemmtilega hluti með sína staði sem fallið hafa vel í kramið hjá fólki. Við lítum björtum augum á framtíðina saman. Við ætl- um að leggja höfuðáherslu á aukin gæði og höfða þannig til æ kröfu- harðari neytenda sem hafa val um marga góða veitingastaði,“ segir Jóhann. Umrót á markaði Aftur á móti gerir hann ráð fyrir nokkru umróti á markaði á næstu misserum. „Við gerum ráð fyrir því að mark- aðurinn muni ganga í gegnum ákveðna leiðréttingu á næstu 12-18 mánuðum þar sem fækkun staða er óhjákvæmileg ásamt nauðsynlegri aðlögun að nýju launaumhverfi,“ segir Jóhann og heldur áfram. „Það hefur átt sér stað gríðarlega mikil fjölgun veitingastaða á skömm- um tíma. Ég held að það sé búið að opna yfir 30 nýja veitingastaði á mið- bæjarsvæðinu síðan í ársbyrjun 2018. Það eru margir sem hafa ætlað sér að ná í sneið af ferðamannakök- unni. Svo hefur komið smá bakslag í ferðaþjónustuna. Væntingar manna hafa aðeins brostið þar. Þessi þróun er nú byrjuð að einhverju leyti eins og sést hefur á fækkun staða í mið- bænum,“ segir Jóhann. Hann nefnir einnig hugsanlegar neyslubreytingar fólks. T.a.m. séu tilbúnir réttir sem hægt er að kaupa í búðum og elda á skömmum tíma hluti af samkeppni veitingastaða. „Það er margt sem spilar inn í.“ Fækkun óhjákvæmileg Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitingasala Kaffivagninn á Granda er á meðal staða sem Foodco rekur.  FoodCo hagnaðist um 54 milljónir í fyrra  Tekjur námu 3,5 milljörðum  Um varnarsigur að ræða að sögn Jóhanns Þórarinssonar framkvæmdastjóra FoodCo » Hagnaður nam 54 milljónum króna árið 2018 m.v. 105 millj- ónir árið 2017. Veltan nam 3.493 milljónum í fyrra m.v. 3.516 árið 2017. » Foodco á Eldsmiðjuna, Saffran, American Style, Aktu Taktu, Pítuna, Roadhouse og Kaffivagninn. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur ingaskilta, límmiða og fána og eftir kaupin á Merkismönnum geti fyrir- tækið boðið viðskiptavinum upp á fjölbreytilegri skiltagerð en áður, auk bílamerkinga og prentunar og uppsetninga á sandblásturs- og sólarfilmum. „Við erum mjög ánægð með þessa viðbót við starfsemi Fjöl- prents. Merkismenn hafa lengi ver- ið með öflugri aðilum á sínu sviði og það styrkir okkur gríðarlega að geta boðið jafn víðtæka þjónustu alla á sama stað,“ segir Ragnar Másson, framkvæmdastjóri Fjöl- prents, í tilkynningunni. Prentfyrirtækið Fjölprent hefur keypt skiltagerðina Merkismenn og sameinar starfsemi fyrirtækjanna undir sínu nafni. Í tilkynningu segir að Merkis- menn hafi starfað allt frá árinu 1989 við skiltagerð, auk þess að merkja bíla og prenta útifána sem og margvíslegar gluggafilmur. „Eftir kaupin verður þessi þjónusta Merkismanna í boði undir nafni Fjölprents sem eflir þjónustu- framboðið verulega,“ segir í til- kynningunni. Einnig segir að Fjölprent hafi lengi sérhæft sig í prentun auglýs- Fjölprent kaupir Merkismenn  Meiri fjölbreytni í skiltagerð Kaup Gunnar Trausti Gunnbjörnsson frá Merkismönnum og Ragnar Másson, framkvæmdastjóri Fjölprents, handsala samninginn. ● Á öðrum ársfjórðungi 2019 var 11,1 milljarða króna afgangur á viðskipta- jöfnuði við útlönd. Halli á vöruskipta- jöfnuði var 42,7 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 52,1 ma.kr. Frum- þáttatekjur skiluðu 8,6 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 6,9 ma.kr. halla. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti á vef Seðlabanka Íslands Samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.878 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.249 ma.kr. Hrein staða við út- lönd var því jákvæð um 628 ma.kr. eða 21,8% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 44 ma.kr. eða 1,5% af VLF á fjórðungnum. 11 milljarða afgangur á viðskiptajöfnuði 3. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 125.12 125.72 125.42 Sterlingspund 152.4 153.14 152.77 Kanadadalur 94.09 94.65 94.37 Dönsk króna 18.522 18.63 18.576 Norsk króna 13.755 13.837 13.796 Sænsk króna 12.741 12.815 12.778 Svissn. franki 126.46 127.16 126.81 Japanskt jen 1.1754 1.1822 1.1788 SDR 171.12 172.14 171.63 Evra 138.11 138.89 138.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2051 Hrávöruverð Gull 1526.55 ($/únsa) Ál 1712.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.98 ($/fatið) Brent ● Úrvalsvísitala aðallista í Kauphöll Ís- lands lækkaði um fimm prósent í ágúst sl. samkvæmt nýju viðskiptayfirliti sem kauphöllin sendi frá sér í gær. Þar kem- ur einnig fram að heildarviðskipti með hlutabréf í ágúst hafi numið 45,7 millj- örðum, eða 2.178 milljónum á dag. Það er 13% lækkun frá fyrri mánuði, en í júlí námu viðskipti með hlutabréf 2.507 milljónum á dag. „Þetta er 31% hækkun á milli ára (viðskipti í ágúst 2018 námu 1.667 milljónum á dag).“ Samkvæmt yfirlitinu voru mest við- skipti í mánuðinum með bréf Brims, Símans, Arion banka, Marel og Haga. Í lok ágúst voru hlutabréf 24 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Úrvalsvísitalan lækkaði um 5% í ágústmánuði Viðskipti Kauphöll Íslands. STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.