Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 19

Morgunblaðið - 03.09.2019, Side 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Klukkan var um það bil 17.00 þegar fyrsta ís- lenska flugvélin lyfti sér til flugs frá íslenskri grund í fyrsta sinn. Flugvélin, sem var eign Flugfélags Íslands og alveg ný, var af breskri gerð, Avro 504K, sem var tvívængja með 110 ha. Le Rhöne-mótor. Flugmaðurinn var Capt. Cecil Faber og völlurinn var í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þetta var 3. september 1919. Er hægt að hugsa sér spennuna sem var í loftinu á þessum tíma, á þessari stundu? Flug á Íslandi var að hefj- ast! Eflaust hafa margir bæjarbúar séð þegar fyrsta flugvélin flaug yfir Reykjavík þetta síðdegi í byrjun september. Búið var að kynna það að vélin yrði til sýnis í skálanum á flugvellinum að kvöldi 3. sept. kl. 8, og átti þar að halda hátíð og væntan- lega fljúga fyrsta flugið fyrir augum almennings. Í auglýsingu á forsíðu Vísis 3. sept. segir: „Flugvélin er nú sett saman og verður sýnd í skálanum á flugvellinum kl. 8. Aðgöngumiðar seldir hjá Sigf. Eymundssyni, í Ísa- fold og við inngangana og kosta 50 aura. Harpa leikur væntanlega á lúðra á flugvellinum. Inngangar að veginum niður á völlinn eru af Lauf- ásvegi fyrir utan Laufás og af Mel- unum beint niður af Loftskeyta- stöðinni. Flugfélagið.“ Fyrsta flug á Íslandi En, hvað gerðist? Af hverju flaug Capt. Faber af stað á þessum tíma, var búið að undirbúa það flug? Almenn- ingur virðist ekki hafa vitað af flugi á þessum tíma. Hátíðin átti að hefjast kl. 8 um kvöld- ið. Í frétt Morgun- blaðsins daginn eftir, þ.e.a.s. 4. september, er frétt þar sem m.a. segir: „Fyrsta flugið á Ís- landi. Capt. Faber flaug tvisvar í gær.“ Svo segir, „En um kl. 5 í gær (3. sept.) gerðist óvæntur atburður suð- ur á Flugvelli. Reynsluflugið var ákveðið þá strax, og án þess að nokkur vissi, ók Faber vélinni út á völl, settist við stýrið og renndi af stað. Vélin rann nokkra tugi faðma niður eftir túninu, eins og álft sem flýgur upp af vatni, og loks losnaði hún frá jörðu og smáhækkaði. Hljóð- ið frá mótornum heyrðist inn í bæinn og menn fóru að skima í kringum sig. Og allir, sem skimuðu, ráku aug- um í það sama: vélin leið áfram um loftið eins og risavaxinn fugl, stöð- ugri en nokkur vagn á rennsléttum vegi, sneri sér krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassvörðinn.“ Þarna fór fram fyrsta flug á Ís- landi, þann 3. september árið 1919 um klukkan 5 síðdegis. Þennan sama dag stóð þetta í Bæjarfréttum Vísis: „Flugvélin er nú komin í það horf, að ekki vantar nema herslumuninn, að henni verði treyst til að hefja sig á loft. Eins og auglýst er hér í blaðinu verður hún sýnd almenningi í kveld kl. 8. Vel er mögulegt að fyrsta flug- sýningin geti orðið annað kveld. Mótorinn hefur verið látinn fara af stað og reynst ágætlega. – Stendur af loftskrúfunni svo mikið hvassviðri að það fjúka höfuðföt af mönnum, er standa fyrir aftan vélina. Ættu menn, er vilja sjá þetta nýtískunnar furðuverk að nota nú tækifærið, því að við flugsýningarnar fá menn ekki að koma í flugskálann eða alveg að vélinni. Alþingismönnum og flug- félagsmönnum er boðið að skoða vél- ina kl. 7 ½.“ Þrátt fyrir að Capt. Faber hafi farið í fyrsta flugið – sem kallað var – óvæntur atburður og fáir vissu af, áður en skipulögð hátíðahöld hófust, var ekki svo að málin væru óskipu- lögð og tilviljunarkennd. Eins og áður segir var seldur að- gangur að skemmunni þar sem flug- vélin var sett saman. Þangað gat fólk komið að kvöldi 3. sept. og barið vélina augum. Fréttamiðlar þessa tíma voru nokkur drjúgir að segja frá og tilkynna um gang samsetn- ingar vélarinnar og hvenær hún yrði til sýnis. Einnig var búið að auglýsa og tilkynna flugsýningar og farþega- flug næstu daga eftir vígsluna, Jafn- vel selja farmiða í flug með almenn- ing, sem hafði efni á slíkum lúxus. Daginn eftir fyrsta flugið – eða réttara sagt tvö fyrstu flug á Íslandi – kom auglýsing í Vísi sem sjá má á myndinni. Ljóst var að flugauglýsingar í blöðum og á götum úti vöktu mikla athygli almennings og mikill mann- fjöldi sótti á „flugvöllinn“ þegar eitt- hvað stóð til. Sagt er að menn hafi hlaupið frá vinnu sinni þegar Capt. Faber fór í sína fyrstu flugferð yfir Reykjavík þann 3. september um klukkan 5. Allir vildu sjá þegar hann lenti þessu furðuverki á flugvell- inum. Því voru það margir sem stefndu þangað hlaupandi, fyrir utan allt það fólk sem safnaðist saman, víða um bæinn, þar sem sást til Vatnsmýrarinnar. En um kl. 7 ½, á spennudaginn sjálfan þegar átti að fljúga fyrsta flug á Íslandi, „var uppi fótur og fit á bæjarmönnum,“ eins og skrifað var í Vísi daginn eftir. Þá þyrptust mörg hundruð manna suður á flugvöll. Þar var flugvélin fyrst sýnd þingmönn- um og meðlimum flugfélagsins inni í skálanum, en síðan var henni ekið út, og vissu menn, að nú átti hún að hefja sig til flugs í annað sinn. En áður en það yrði, flutti Garðar Gíslason heildsali og formaður ný- stofnaðs flugfélags, stutta tölu fyrir hönd flugfélagsins. Benti hann á, hve þýðingarmikið spor væri stigið með því að fá fyrstu flugvélina hing- að til lands, og hve mikla framtíð flugsamgöngurnar myndu eiga; skoraði fastlega á þing og þjóð, að taka höndum saman og vinna að því, að slíkum samgöngum yrði sem fyrst komið á hér á landi. Var ræð- unni vel tekið af áheyrendum. Síðan hóf flugmaðurinn sig á loft í flugvélinni í annað sinn, og laust upp fagnaðarópi frá áhorfendum, er vél- in lyfti sér frá vellinum og sveif í loft upp. Sveif hún nú um loftið nokkra stund og bylti sér á ýmsa vegu, uns hún lenti aftur, og lokið var fyrstu flugsýningu á Íslandi. Ítarlegri grein um þennan merka viðburð í samgöngusögu landsins verður birt á heimasíðu Flugsafns Íslands, www.flugsafn.is, innan skamms. Upphaf flugs á Íslandi Eftir Gest Einar Jónasson »Er hægt að hugsa sér spennuna sem var í loftinu á þessum tíma, á þessari stundu? Flug á Íslandi var að hefjast! Gestur Einar Jónasson Höfundur er útvarpsmaður og safnstjóri Flugsafnsins á Akureyri. gestureinar @simnet.is Ljósmynd/Úr safni Sarha Booth Akureyri Aðeins ein önnur loftmynd er til frá árinu 1919. Ljósmynd/Úr safni Sarha Booth Avro 504K Flugmaðurinn Cecil Faber að keyra upp mótorinn og við vélina stendur vélamaðurinn Joe Kenyon. Framan við dekkin á flugvélinni er planki til þess að koma í veg fyrir að vélin rjúki af stað. Mannfjöldanum er haldið í skefjum með girðingu sem Flugfélag Íslands númer 1 varð að koma upp til að afmarka flugbrautina. Nýverið var skýrsla innri endurskoðunar um grunnskóla Reykja- víkur, úthlutun fjár- hagsramma og rekstrar kynnt í skóla- og frí- stundaráði en það er ein athyglisverðasta skýrsla sem ég hef séð lengi. Í skýrslunni kennir ýmissa grasa en þar segir orðrétt: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skóla- stjórnenda og skóla og frístunda- sviðs annars vegar og fjárveiting- arvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borg- arinnar. Skóla- og frístundasvið hef- ur þurft að skera niður það fjármagn sem reiknað hefur verið út að skól- arnir þurfi, svo þeir geti starfað innan rammans. Afleiðingin er sú að skólarnir fara margir hverjir ítrekað fram úr fjárhags- ramma sínum. Í raun standa skólarnir al- mennt frammi fyrir því að nánast allir rekstr- arliðir fá of knappt fjármagn.“ Hér kemst innri endurskoðandi vel að orði enda er hér tekið undir sjónarmið og áhyggjur okkar sjálfstæðismanna en við höfum margítrekað bent á akk- úrat þetta. Skýrari geta skilaboð varla orðið. Fjársvelti grunnskóla grafalvarlegt Þegar skólar eru fjársveltir þá bitnar það á þeirri þjónustu sem þeim ber skylda til þess að veita sam- kvæmt lögum. Sérstaklega er tekið fram í skýrslunni að úthlutun til sér- kennslu og aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin er minni en reiknað hefur verið út að hún þurfi að vera. Þar með er ekki verið að veita þessum börnum þá þjónustu sem Reykjavíkurborg er skylt að veita. Síðan í hruninu, sem var fyrir tíu árum síðan, hefur viðhald fasteign- anna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum og því er orðið mjög brýnt að taka til hend- inni þar. Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds er skortur á fjármagni. Það verður að teljast áhyggjuefni ef borgin uppfyllir ekki ákvæði grunnskólalaga um aðbúnað. Fjár- hagsramminn hefur ekki tekið nægj- anlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostn- aði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. Þessi auknu fjárútlát til skólamála sem meirihlutinn státar sig af eru fyrst og fremst tilkomin vegna kjarasamningsbundinna launahækkana en ekki myndarskap borgaryfirvalda. Það er því alveg ljóst að grunnskólar borgarinnar eru vanfjármagnaðir, þvert á orð meiri- hlutans um aukna fjármögnun til skólanna. Það er ekki hægt að lesa annað út úr skýrslu innri endurskoðunar en að stærsta sveitarfélagi landsins hafi mistekist að yfirtaka rekstur grunn- skólanna frá ríkinu. Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla hefur ekki fengið það fjármagn sem hún þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og gríðarlegur skortur er á fjármagni til skólanna sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu meg- in við núllið. Í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita reyk- vískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við þessa stöðu. Þannig má öllum vera ljóst að meiri- hlutinn hyggst ekki bæta í heldur mun halda áfram að skera niður. Allir vita að þessi staða mun bitna illa á starfsfólki og nemendum. Álag- ið er því víða mikið. Mér er það algerlega hulin ráðgáta að stærsta sveitarfélag landsins geti ekki haldið úti lögbundinni þjónustu skammlaust á tímum sögulegs tekjugóðæris. Ljóst er að borginni hefur mistekist að yfirtaka rekstur grunnskóla af ríkinu, það er í raun það sem skýrsla innri endurskoðunar staðfestir. Við verðum að gera betur en þetta. Enn einn áfellisdómurinn fyrir meirihlutann Eftir Valgerði Sigurðardóttur Valgerður Sigurðardóttir »Ekki hægt að lesa annað út úr skýrslu innri endurskoðunar en að stærsta sveitarfélagi landsins hafi mistekist að yfirtaka rekstur grunnskólanna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.