Morgunblaðið - 03.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
✝ Eymundur Sna-tak Matthías-
son Kjeld fæddist í
Reykjavík 1. febr-
úar 1961. Hann lést
16. ágúst 2019.
Eymundur var
sonur hjónanna
Kristrúnar
Eymundsdóttur
menntaskólakenn-
ara, f. 4. janúar
1936, d. 8. desem-
ber 2018, og Matthíasar Kjeld
læknis, f. 19. desember 1936, d.
16. janúar 2019. Þau slitu sam-
vistum. Seinni maður Kristrúnar
er Halldór Blöndal, fv. forseti Al-
þingis, f. 24. ágúst 1938. Seinni
kona Matthíasar er Marcella
Iñiguez læknir, f. 30. september
1942. Systkini Eymundar eru: 1)
Þórir Bjarki, f. 20. nóvember
1965. Sammæðra hálfbróðir Ey-
mundar er 2) Pétur, f. 6. desem-
ber 1971. Samfeðra systkini Ey-
haldsnám í píanóleik á árunum
1983-86. Hann nam einnig fiðlu-
leik og tónsmíðar.
Eymundur vann um langt
skeið hjá Talnakönnun og
kenndi á árunum 1986 til 1990
við Menntaskólann í Reykjavík.
Eymundur var einn af
forsvarsmönnum Sri Chinmoy-
miðstöðvarinnar sem byggir
starf sitt á kenningum indverska
andlega meistarans og friðar-
frömuðarins Sri Chinmoy. Ey-
mundur stóð áratugum saman
fyrir ókeypis námskeiðum í jóga
og hugleiðslu. Þá var hann einn
af stofnendum Friðarhlaups Sri
Chinmoy hér á landi, en það er
alþjóðlegt kyndilhlaup sem
hlaupið hedur verið allar götur
síðan 1987.
Eymundur stofnaði hljóðfæra-
verslunina Sangitamiya á Klapp-
arstíg árið 2005.
Eymundur var öflugur hlaup-
ari og vann m.a. fyrsta Jökulsár-
hlaupið árið 2004. Heimildar-
myndin Seeker um Eymund og
sönghóp sem hann stofnaði var
sýnd á RIFF.
Útför hans verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 3.
september 2019, klukkan 15.
mundar eru 3)
Matthías, f. 27. apríl
1979, 4) Alfred
Jens, f. 29. janúar
1981, og 5) Alex-
andra, f. 1. júní
1983. Stjúpsystur
Eymundar, dætur
Halldórs, eru 6)
Ragnhildur, f. 22.
september 1960, og
7) Kristjana Stella,
f. 28. desember
1964, og dóttir Marcellu, 8) Car-
olina Louisa Rehor, f. 28. mars
1969.
Eymundur ólst upp í Reykja-
vík fram að 11 ára aldri þegar
fjölskyldan flutti til Akureyrar.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1980. Hann
lauk BS-gráðu í stærðfræði og
eðlisfræði frá Washington & Lee
University í Virginíu 1983. Það-
an lá leið hans til Manchester,
þar sem hann stundaði fram-
Eymundur „Snatak“ mágur
minn fór ekki troðnar slóðir í líf-
inu.
Þegar ég kynntist honum fyrir
rúmum tveim áratugum kom
hann mér fyrir sjónir sem yfir-
vegaður andans maður. En ég
var alltaf að kynnast nýjum og
skemmtilegum hliðum á honum.
Hann hafði mikinn húmor fyrir
sjálfum sér, sem er nauðsynlegt
fyrir mann sem er alltaf við það
að missa af næstu flugvél, og
hann gat hlegið af svo mikilli inn-
lifun að hann hreif alla með sér.
Eymundur lifði og hrærðist í
heimi hugleiðslu og jóga löngu
áður en það var smart að vera
andlegur, hann hljóp ótal mara-
þon, var grænmetisæta þegar Ís-
lendingar borðuðu fiskibollur úr
dósum, drakk í sig fróðleik úr
bókum og blöðum frá barnsaldri
og kaus snemma að lifa ekki sam-
kvæmt hefðbundnum lögmálum
mannanna.
Veraldleg gæði skiptu hann
engu máli. Hann var ötull tals-
maður friðar í heiminum og
kenndi óteljandi ókeypis nám-
skeið í hugleiðslu og jóga. Hann
ferðaðist um heiminn með sínum
andlega meistara Sri Chinmoy og
lærisveinum hans og á tímabili
voru þessi ferðalög svo tíð og svo
löng að maður var farinn að velta
því fyrir sér hvort hann væri at-
vinnuferðalangur.
Það var sérstakt ljós sem
fylgdi Eymundi, manngæska og
umburðarlyndi úr augnaráðinu,
og brosið var alltaf einlægt. Hann
var fylginn sér og trúði á eitthvað
miklu æðra en jarðneska vist.
Þrátt fyrir þessa sterku andlegu
hlið hafði hann mikinn áhuga á
fjölskyldunni og var dásamlegur
bróðir fyrir Pétur og yndislegur
stóri frændi fyrir börnin okkar.
Eymundur glímdi við erfiðan
hrörnunarsjúkdóm undanfarin 16
ár. Hann lét það hins vegar aldrei
stöðva sig.
Fyrstu árin hélt hann áfram að
hlaupa utanvegahlaup víðs vegar
um Ísland og vann Jökulsár-
hlaupið svo glæsilega árið 2004.
Fjórum árum síðar hlupum við
bæði 13 km vegalengd í Jökuls-
árhlaupinu, hann þurfti þá aðstoð
bróður síns við að reima á sig
skóna, en komst samt í mark á
undan mér.
Hann hélt líka áfram að
ferðast um heiminn með vinum
sínum lærisveinum Sri Chinmoy,
en þeir eiga miklar þakkir skilið
fyrir stuðning sinn við Eymund
síðustu árin þegar sjúkdómur
hans hafði ágerst mjög. Þeim
munum við seint geta þakkað
fyllilega allt það góða sem þeir
færðu inn í líf Eymundar og okk-
ar allra.
Ég votta öllum þeim sem Ey-
mundur snerti með fallega ljósinu
sínu samúð mína.
Anna Sigríður Arnardóttir.
Eymundur systursonur minn
hefur nú lagt upp í sitt síðasta
ferðalag aðeins 58 ára gamall.
Hann hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða, þannig að and-
lát hans átti ekki að koma mér á
óvart. En það var mjög sárt að
frétta að hann hefði látist í flugvél
á leið frá Brasilíu til Flórída.
Eymundur fæddist meðan ég
dvaldi um hríð erlendis. Ég var
því mjög spennt, tæplega 19 ára
gömul þegar heim kom, að hitta
þennan litla frænda minn. Og
mikið var hann fallegur, horfði á
mig með þessum stóru og spurulu
augum, sem alla tíð spegluðu líð-
an hans hvort sem var í sorg eða
gleði. Eymundur átti heima á
Bárugötu 5 fyrstu æviárin og þar
á miðhæðinni voru amma hans og
afi, Þóra og Eymundur. Eymund-
ur laðaðist mjög að afa sínum og
nafna enda báðir rólyndir og
þurftu ekki að tjá sig með mörg-
um orðum til að skilja hvor ann-
an. Mér eru minnisstæðir endur-
fundir þeirra nafna eftir tveggja
mánaða aðskilnað þegar Ey-
mundur var á fjórða ári. Hann
hljóp ekki upp um hálsinn á afa
sínum heldur gekk rólega til
hans, stakk hendinni í jakkavas-
ann og dró þar upp ópalpakka. Sá
gamli brást ekki nafna sínum.
Önnur endurminning er mjög
skýr. Eymundur var hjá okkur
sumarlangt á Húsavík og afi hans
var kominn í heimsókn. Þá vildi
svo til að einn af Fossum Eim-
skipafélagsins var í höfninni og
pabbi fór um borð að hitta gamla
félaga og tók Eymund með sér.
Það leið og beið og mig var farið
að lengja eftir þeim nöfnum. Varð
litið út um gluggann og sá þá hvar
þeir komu upp götuna, gamli
maðurinn smá slompaður eftir
trakteringarnar um borð, en sá
yngri studdi hann grafalvarlegur
og fullur ábyrgðar.
Eymundur var góður náms-
maður og lauk BS-gráðu í stærð-
fræði og eðlisfræði frá háskóla í
Bandaríkjunum 22 ára. Hann var
aðeins á táningsaldri þegar hann
kynntist trúarkenningum Sri
Sinmoy. Seinni helming ævinnar
helgaði hann sig samtökum þessa
trúfélags og varð háttsettur inn-
an þess. Af þessum sökum ferð-
aðist Eymundur vítt og breitt um
heiminn og ef ég spurðist fyrir
um Eymund var hann gjarnan í
New York, á Balí eða Brasilíu.
Áður fyrr ræddum við Eymund-
ur oft um trúmál og bárum saman
bækur okkar. Þetta var bæði gef-
andi og skemmtilegt, enda Ey-
mundur alltaf ljúfur og þægilegur
hlustandi. Ég gaf honum Biblíuna
í þrítugsafmælisgjöf. Kannski var
það smástríðni af minni hálfu, en
Eymundur tók því vel. Hann
sagði mér síðar að hann væri
hissa á hvað margar setningar í
Biblíunni líktust kenningum Sri
Chinmoy.
Eymundur fór snemma að æfa
langhlaup og stóð m.a. fyrir ár-
legum friðarhlaupum hér á landi í
nafni Sri Chinmoy-hreyfingar-
innar. Þess vegna hringdi ég í
hann frænda minn til að gefa okk-
ur góð ráð þegar við vorum að
skipuleggja Jökulsárhlaupið í
fyrsta sinn. Hann gaf ekki bara
góð ráð, heldur mætti í hlaupið og
sigraði.
Eymundi var gefið nafnið Sna-
tak af andlegum leiðtoga sínum
Sri Sinmoy. Honum þótti mjög
vænt um þetta nafn, enda mun
það þýða sannleiksleitandinn. Ég
kveð þennan ljúfa frænda minn
og sannleiksleitanda með sárum
söknuði.
Við Gísli vottum systkinum
hans og öllum nákomnum okkar
dýpstu samúð.
Katrín Eymundsdóttir.
Það er merkilegt hvað fólk get-
ur leikið ólík hlutverk í lífi manns
á mismunandi æviskeiðum. Sam-
bönd þroskast og þróast, sumir
koma sterkir inn á meðan aðrir
detta út með tímanum. Það fór
ekki framhjá mér þegar ég var
lítil stúlka að Eymundur var eng-
inn venjulegur maður. Herbergið
hans var mín heimastöð hjá
ömmu og afa og þar fékk ég að
sitja löngum stundum við hliðina
á plötuspilaranum að hlusta á
Pétur og úlfinn. Ég fiktaði í me-
dalíunum á veggnum án þess að
gera mér nokkra grein fyrir
merkingu þeirra; þrautseigjunni,
einbeitingunni og sársaukanum
sem hver og ein þeirra kostaði.
Eitthvað sem ég skil betur nú eft-
ir að ég fór að hlaupa sjálf.
Eymundur klæddist alltaf ljós-
um fötum og hafði ekki mörg orð
um hlutina en það var alltaf stutt í
brosið. Hann kenndi mér mann-
ganginn og aðstoðaði mig við
tölvunarfræðina í MR nokkrum
árum síðar. Við vorum einu raun-
greinamanneskjurnar í fjölskyld-
unni, það voru okkar tengsl. Við
hefðum líka tengst í gegnum jóg-
að og hlaupin ef ekki hefði verið
fyrir veikindin. Kannski hefðum
við hlaupið saman? Það var næst-
um því eins og þú áttaðir þig ekki
á því að þú værir veikur, þrátt
fyrir að geta hvorki talað né
hreyft þig, svo ákveðinn varstu í
að lifa lífinu og berjast fyrir því.
Með þrautseigju og stóískri ró
leiddirðu sársaukann hjá þér og
lagðir í erfið ferðalög um heim
allan í leit að lækningu. Um tíma
var eins og þú hefðir stungið ör-
lögin af, en enginn flýr örlög sín,
hversu ranglát sem þau eru.
Hvíl í friði, elsku Eymundur,
Þín frænka
Renata.
Árið 2013 bað Eymundur vinur
minn mig um að koma frá Írlandi
til að aðstoða sig með dagleg verk
sem hann gat ekki unnið lengur
vegna sjúkdóms síns. Á þeim sex
árum sem ég var aðstoðarmaður
hans, var ég stöðugt undrandi á
því andlega jafnvægi og æðru-
leysi sem hann sýndi í ljósi dag-
legra áskorana. Ég nefndi þetta
við hann einu sinni, og hann svar-
aði að hann hefði hugleitt í þrjátíu
ár og gæti hafað þróað örlitla
stillingu á þeim tíma. Það var allt-
af ánægjulegt að verja tíma með
Eymundi, að hlusta á sögur um
andlega reynslu hans, að skiptast
á bröndurum og gamanmálum,
eða að biðja hann um ráðgjöf. Það
virtist sem hann vissi alltaf hvað
væri rétt að segja. Ég man eftir
einu tilfelli þegar vinur Eymund-
ar var að segja honum frá erf-
iðleikum sem hann var að ganga í
gegnum. Eymundur brosti bara
og sagði „ég hef það gott“ og þá
fór vinur hans líka að brosa og
gerði sér grein fyrir að ef til vill
væru vandamál sín ekki svo al-
varleg. Þegar Eymundur stóð
frammi fyrir mikilvægri ákvörð-
un brást hann sjaldan við strax,
heldur tók sinn tíma þar til rétta
svarið kom til hans. En þegar
hann hafði tekið ákvörðun, var
enginn efi í mínum huga að þetta
væri rétta ákvörðunin, og starf
mitt var bara að framkvæma
hana.
Jafnvel eftir að Eymundur
varð æ veikari, gat hann ennþá
gert stór verkefni að veruleika,
með hjálp fólks sem þótti vænt
um hann og bar mikla virðingu
fyrir honum. Eitt dæmi var að ár-
ið 2011 kallaði Eymundur saman
hóp af vinum sínum til að mynda
kórinn Oneness-Dream, sem síð-
an þá hefur sungið andleg lög Sri
Chinmoys á helgistöðum út um
allan heim. Við Eymundur ferð-
uðumst með hópnum til margra
staða, – Skotlands, Írlands, Kali-
forníu og Ítalíu, svo nokkrir séu
nefndir. Einungis fjórum mánuð-
um áður en hann lést fórum við til
Bretlands og hann náði að kom-
ast á tvenna eða þrenna tónleika
á dag og voru allir svo ánægðir að
sjá hann. Blessuð sé minning
hans.
Nirbhasa Magee.
Ég sat á tröppum fyrir utan
hús á Hverfisgötu og beið. Þar
var hugleiðsluhópur Sri Chinmoy
til húsa og ég var að bíða eftri Ey-
mundi, eða Snatak eins og ég
kallaði hann alltaf. Þetta var um
miðjan janúar árið 1996 og ég
gleymi því aldrei þegar hann birt-
ist, brúnn og sællegur með bros
út að eyrum og í stuttermabol.
Hann var nýkominn úr jólaferða-
lagi með hugleiðslunni einhvers
staðar í hitabeltinu og geislaði
allur.
Hálfu ári áður hafði ég mætt á
námskeið sem Snatak hélt, en þá
var ég rétt um hálfnaður með
menntaskólann. Fyrirlestur Sna-
taks um hugleiðslu sem leið til að
auka hamingju og innri frið með
virkri iðkun vakti athygli mína. Í
kjölfarið fór ég svo á framhalds-
námskeið til að hjálpa mér að
byrja að prófa sjálfur. Það gekk
vel og nú var planið að koma
formlega inn í hugleiðsluhópinn.
Má segja að löng vinátta okkar
hafi byrjað fyrir alvöru frá og
með þeim tímapunkti.
Vináttu sem byggir á andlegri
iðkan og sameiginlegri þrá eftir
lífsfyllingu og innri friði er erfitt
að lýsa með orðum. Satt að segja
leit ég alltaf á Snatak sem and-
legan stóra bróður minn. Neisti
hans kveikti í mér. Hvorki fyrr né
síðar hef ég hitt nokkurn sem er
betur að sér í andlegum fræðum.
Sannleiksþorsti hans og ást á
guðdóminum var engu lík.
Sögurnar eru margar og ég
kveð hann með hjartað fullt af fal-
legum minningum. Friðarhlaup,
sjósund, ferðalög, tónleikar, nám-
skeiðahald, hugleiðsla, götu-
hlaup, meiri ferðalög og ótaldar,
endalausar nætur sem gufuðu
hratt upp á meðan rætt var um
heimspeki og andans mál. Það er
freistandi að rifja upp ævintýrin
hér en ætli ég fái ekki að láni lýs-
ingu á Snatak sem gamall vinur
hans notaði. Hann var smiður
sem kom stundum og hjálpaði til
við smálega hluti þegar við vorum
að byrja að leigja saman á Lang-
holtsveginum. Og þegar hann var
inntur eftir því hvers vegna hann
kæmi alltaf að hjálpa til sagði
hann að Snatak væri sannur
mannvinur. Mannvinur sem væri
óþreytandi í því að þjóna öðrum.
Hann tileinkaði líf sitt hugleiðslu
og leitinni að innri og ytri friði.
Það er með þakkæti sem ég
kveð Snatak, sem hjálpaði mér að
uppgötva hugleiðslu og öll þau
undur sem henni fylgja. Sam-
ferða á lífsins leið, sem vinir, sem
andlegir leitendur, sem nemend-
ur Sri Chinmoy. Ég sé hann enn
ljóslifandi fyrir mér í hvítum bux-
um, bláum bol og strigaskóm
brosandi út að eyrum á þessum
kalda vetrarmorgni.
Stefán Ingi Stefánsson
(Gangane).
Þegar Eymundur Matthíasson
kom heim úr námi árið 1986 var
hann orðinn nemandi andlega
meistarans Sri Chinmoy. Ey-
mundur (eða Snatak eins og Sri
Chinmoy nefndi hann) gekk til
liðs við Sri Chinmoy miðstöðina á
Íslandi og varð brátt leiðtogi
hennar.
Því hlutverki gegndi hann til
hinsta dags. Þá voru meðlimir fá-
ir og viðburðir stopulir, en Ey-
mundur hófst strax handa við að
breyta því. Hann kom á regluleg-
um námskeiðum í hugleiðslu og
andlegum málum sem þúsundir
Íslendinga hafa sótt í gegnum tíð-
ina. Allt til ársins 2011 hélt Ey-
mundur flest námskeiðin sjálfur,
sem hans er minnst með mikilli
hlýju fyrir.
Í apríl 1987 hófst Friðarhlaup-
ið, alþjóðlegt kyndilboðhlaup Sri
Chinmoy, og ákvað Eymundur að
hlaupið yrði hringinn um Ísland.
Það var skipulagt með íþrótta- og
ungmennafélögum um allt land
og tóku yfir 6.000 manns þátt og
hlupu með logandi friðarkyndil.
Ófáir kílómetrar voru hlaupnir í
óbyggðum og kom þá til kasta
Eymundar og tveggja annarra,
auk rútubílstjóra sem ekki hljóp.
Sumar dagleiðir fólu í sér að þeir
hlypu heilt maraþon og var þetta
því mikið þrekvirki. Tveimur ár-
um síðar var Friðarhlaupið
endurtekið, nema nú var Ey-
mundur eini fastamaðurinn, auk
rútubílstjórans! Friðarhlaupið
fer nú fram árlega og alltaf tekur
Ísland þátt, stundum er hlaupið
hringinn, stundum styttra. En
nánast alltaf tekur fólk þátt sem
man hlaupin ’87 eða ’89.
Sri Chinmoy heimsótti Ísland
árin 1988 og 1989, hélt fyrst frið-
artónleika í Háskólabíói og setti
síðan íslenska Friðarhlaupið.
Þessir viðburðir kröfðust mikillar
vinnu en Eymundur leiddi það
verkefni af miklum eldmóði sem
smitaði út frá sér. Hann var ávallt
fús til að taka þátt í verkefnum
sem Sri Chinmoy skapaði og elja
hans og drifkraftur gerðu okkur
kleift að ná markmiðum sem virt-
ust óraunhæf í fyrstu.
Árið 2005 stofnaði Eymundur
hljóðfæraverslunina Sangita-
miya, en nafngiftin er komin frá
Sri Chinmoy. Búðin er um margt
einstök, hvort heldur sem um
ræðir fágæt og framandi hljóð-
færi, einkennandi bláan lit húss-
ins eða þá andlegu stemningu
sem lagt er upp með innan dyra,
en frá upphafi stóðu félagar í Sri
Chinmoy miðstöðinni vaktina
með Eymundi. Liðsinni foreldra
var Eymundi nauðsynlegt til að
búðin gæti opnað og stuðningur
þeirra og Péturs bróður Ey-
mundar, bæði við búðina og önn-
ur verkefni á vegum Sri Chinmoy
miðstöðvarinnar, endurspegla
tengsl sem ljúft hefur verið að
rækta. Segja má að tengslin hefj-
ist raunar á Akureyri 1975 þegar
Kristrún móðir Eymundar fór á
fyrirlestur hjá Sri Chinmoy.
Á sama tíma og Eymundur var
atorkusamur bjó hann yfir jafn-
vægi þess sem ræktað hefur innri
mann sinn með margra ára
hugleiðsluiðkun. Hann gat verið
ákveðinn, ráðagóður, hlýr eða
skemmtilegur, allt eftir því hvað
átti við. En fyrst og fremst geisl-
aði hann af sjálfsöryggi sem
byggðist á djúpri innri sannfær-
ingu. Erfið og langvinn veikindi
megnuðu ekki að hagga þessari
sannfæringu og með árunum
varð hann æ meiri viskubrunnur
fyrir félaga sína. Eymundur var
okkur mikil fyrirmynd og spak-
mæli Sri Chinmoy lýsir vel hver
forgangsröðin var í hans lífi:
Við verðum að sinna
innra lífi okkar fyrst.
Öllu öðru
er hægt að huga að síðar.
Torfi Leósson, fyrir hönd Sri
Chinmoy setursins á Íslandi.
Meira: mbl.is/minningar
Eymundur var vinur minn um
árabil. Kappsfullur, orkumikill,
skemmtilegur með sinn tilgang
og takmörk. Hann var leiðtogi
minn í jóga, og tókst með okkur
vinátta, og við sungum saman í
hóp hjá gúrú Sri Chinmoy.Við
skipulögðum friðarhlaup árið
1988 og ýmislegt listalegt var á
nótunum. Hann var yndislegur
drengur, vel menntaður og kátur.
Listamaður, píanisti og átti versl-
un með hljóðfæri.
Takk fyrir þig í lífinu, Ey-
mundur.
Ólöf Þorsteinsdóttir.
Eymundur Snatak
Matthíasson Kjeld
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morg-
unblaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar